Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 86

Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 86
Finnbogi Eyjóljsson og Sigfús R. Sigfusson í Heklu. Finnbogi er elsti starfsmaóur Heklu að sögn Sigfúsar og allir sem eitthvað vilja vita leita til hans. 1 • - Ibh 1 11' i jj | ■ 1 ™ i r il r-i'W1 BH sr i W. , ,| 1 1 óí&ím 1 : ] — ■ ; 1 - ^ ð Þegar þjóðin komst á hjól... Finnbogi Eyjólfsson hefur starfað hjá Heklu frá því árið 1944 og hefur fylgst með þróun fyrirtækisins og ekki síst framgangi Volkswagen bílanna þennan tíma, en hann var einn þeirra sem sendur var til Þýskalands til þess að læra á bílinn. Hann og Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, settust niður og riijuðu upp sögu hins merka bíls, Volkswagen. „Pabbi fór til Þýskalands eftir seinni heimstyrjöldina þegar allt var hér skömmtunum háð,“ segir Sigfús. „Hann hafði þá nýlega keypt P. Stefánsson og var á höttunum eftir góðum umboðum, sérstaklega bílaum- boðum.“ Þýska undrið „Það hefur engin önnur bifreið getið sér svipað orð og þessi bíll,“ segir Finnbogi með eftirsjá í röddinni. „Það er full ástæða fyrir því að hann var kallaður þýska undrið og hann heldur því nafni raunverulega ennþá. Þetta voru þó ekki nema um það bil 30 ár sem bíllinn var í sölu en þau voru við- burðarík. Það liðu nokkur ár eftir að hætt var að framleiða hann áður en fortíðarhyggja gerði vart við sig, sérstaklega hjá Bandaríkjamönnum, og þá var farið að framleiða hann aftur.“ Þegar Volkswagen var teiknaður var hinn hefðbundni bíll vatns- kældur og vélin að framanverðu. Gírkass- inn var hafður sér og fjaðrirnar blaðljaðrir. „Þessu var öllu umbylt,' segir Finnbogi. „Mótorinn var settur aftur í og sambyggður við gírkassann og drifið og bíllinn var loftkældur. Fjaðrirnar voru ekki annað en öxlar sem voru forspenntir og snerist upp á þá. Þetta var eins einfalt og hægt var að hafa það.“ Sigfús fór aðrar leiðir „Pabbi var að reyna að skapa sér rekstrargrundvöll og fór m.a. til Bretlands, Bandaríkjanna og Þýskalands til að skoða hvað væri í boði. Þýskaland var þá í sárum eftir stríðið en allstaðar voru þessar litlu ljótu bjöllur á ferð,“ segir Sigfús brosandi. „Hann sagði við sjálfan sig: „Ef Þjóðverjar geta ekið á þessu þá geta íslendingar það líka!“ rétt eins og sagt var um hann sjálfan miklu seinna, þegar hann sannaði það að stórir menn kæmust fyrir í þessum litlu bílum. Hann nefnilega sá það að stóru Þjóðverjarnir komust ágæt- lega fyrir í þeim og ákvað að hann myndi aka Volkswagen, en pabbi var talsvert stór og mikill um sig.“ Menn voru ekki par hrifnir af því tiltæki Sigfúsar að fara að flytja inn Volkswagen. Hann þótti ljótur í útliti, var loftkældur og á engan hátt aðlaðandi. Það var umtalað að hann Sigfús í Heklu væri nú orðinn eitthvað bilaður. „En svo sló bíllinn bara í gegn og var met- sölubíll allan sinn líf- tíma eða allt þar til hann þótti orðið gamal- dags,“ segir Finnbogi. „Það var ekki fyrr en Volkswagen Golf kom á markað að hann náði aftur vinsældum." „Efhann Sigfús í Heklu getur ekið Volkswagen, þá get ég það líka!" var gjarnan haft á orði á árum áður er Volkswagen sló fyrst í gegn með gömlu góðu „bjöllunni". 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.