Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 34
Geislabaugur yfir fristjám
Skemmtileg mynd af Joni As
seiri Jóhannessym, forstjora
Baugs, og Kristjáni Ragnars-
syni, formanni bankarads ls-
landsbanka, skömmu eftir að
Jón Ásgeir kom til fundarms.
Jón Asgeir rœddi í farsíma þegar hann kom atkvœðalaus á að-
alfund bankans og gaf sér fyrir vikið lítinn tíma til að heilsa
mönnum með handabandi. Jón var kjörinn í bankaráðið.
í'ZTm Mar
Orca-hóp ’sins ZZð ^
ekkiað ^h r, Atkvxðam™irinn kom
iba:L^itteinnMávv^rinn
Allra augu beindust
að Jóni Asgeiri
að fór ekki fram hjá neinum að allra augu beindust að
Jóni Asgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, á aðalfundi
Islandsbanka mánudaginn 11. mars sl. Hann var baðað-
ur leifturljósum ljósmyndara þegar hann kom til fundarins
sem og eftir að fundurinn hófst. Aðeins örfáum klukkustund-
um fyrir aðalfundinn svipti Fjármálaeftirlitið dótturfélag Orca-
hópsins, FBA-Holding S.A., atkvæðarétti sínum í íslands-
banka, en fyrirtækið er langstærsti hluthafinn í bankanum,
með 15,6% hlut. Núverandi foringjar Orca-hópsins, þeir Jón
Asgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja, komu því atkvæðalausir á aðalfundinn.
Fjármálaeftirlitið greip til þessara aðgerða eftir að Jón Ólafs-
son hafði selt 6% hlut sinn í bankanum, þar af allan hlut sinn í
Orca-hópnum, á genginu 5,0. Það var Saxhóll, eignarhaldsfélag
Nóatúnsijölskyldunnar, sem keypti hlut Jóns Ólafssonar í
Orca-hópnum. Hlutur Saxhóls verður fluttur út úr FBA-Hold-
ing. Astæða þess að Fjármálaeftirlitið svipti FBA-Holding at-
kvæðarétti sínum á aðalfundinum var ónóg upplýsingagjöf og
sú óvissa sem ríkt hefur um Orea-hópinn undanfarnar vikur.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að
þessi ákvörðun eftirlisins hefði átt sér nokkurn aðdraganda.
Þetta var í fyrsta sinn sem Fjármálaeftirlitið grípur til að-
gerða af þessu tagi. Þótt Jón Asgeir og Þorsteinn Már hafi
komið atkvæðalausir á aðalfundinn kom það ekki að sök fyr-
ir þá þar sem sjálfkjörið var í bankaráðið og voru þeir báðir
kjörnir í ráðið á fundinum. Bankaráð Islandsbanka er annars
þannig skipað: Kristján Ragnarsson formaður, Víglundur Þor-
steinsson, Einar Sveinsson, Helgi Magnússon, Gunnar Jóns-
son (tilnefndur af Jóni Ólafssyni) JónÁsgeir Jóhannesson og
Þorsteinn Már Baldvinsson. Einar Jónsson, fulltrúi Nóatúns-
fjölskyldunnar, sem settist í bankaráð íslandsbanka fyrr á ár-
inu þegar Eyjólfur Sveinsson sagði sig úr því var kjörinn vara-
maður í bankaráðið - og verður hann varamaður Gunnars
Jónssonar. SU
34