Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 34

Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 34
Geislabaugur yfir fristjám Skemmtileg mynd af Joni As seiri Jóhannessym, forstjora Baugs, og Kristjáni Ragnars- syni, formanni bankarads ls- landsbanka, skömmu eftir að Jón Ásgeir kom til fundarms. Jón Asgeir rœddi í farsíma þegar hann kom atkvœðalaus á að- alfund bankans og gaf sér fyrir vikið lítinn tíma til að heilsa mönnum með handabandi. Jón var kjörinn í bankaráðið. í'ZTm Mar Orca-hóp ’sins ZZð ^ ekkiað ^h r, Atkvxðam™irinn kom iba:L^itteinnMávv^rinn Allra augu beindust að Jóni Asgeiri að fór ekki fram hjá neinum að allra augu beindust að Jóni Asgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, á aðalfundi Islandsbanka mánudaginn 11. mars sl. Hann var baðað- ur leifturljósum ljósmyndara þegar hann kom til fundarins sem og eftir að fundurinn hófst. Aðeins örfáum klukkustund- um fyrir aðalfundinn svipti Fjármálaeftirlitið dótturfélag Orca- hópsins, FBA-Holding S.A., atkvæðarétti sínum í íslands- banka, en fyrirtækið er langstærsti hluthafinn í bankanum, með 15,6% hlut. Núverandi foringjar Orca-hópsins, þeir Jón Asgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, komu því atkvæðalausir á aðalfundinn. Fjármálaeftirlitið greip til þessara aðgerða eftir að Jón Ólafs- son hafði selt 6% hlut sinn í bankanum, þar af allan hlut sinn í Orca-hópnum, á genginu 5,0. Það var Saxhóll, eignarhaldsfélag Nóatúnsijölskyldunnar, sem keypti hlut Jóns Ólafssonar í Orca-hópnum. Hlutur Saxhóls verður fluttur út úr FBA-Hold- ing. Astæða þess að Fjármálaeftirlitið svipti FBA-Holding at- kvæðarétti sínum á aðalfundinum var ónóg upplýsingagjöf og sú óvissa sem ríkt hefur um Orea-hópinn undanfarnar vikur. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að þessi ákvörðun eftirlisins hefði átt sér nokkurn aðdraganda. Þetta var í fyrsta sinn sem Fjármálaeftirlitið grípur til að- gerða af þessu tagi. Þótt Jón Asgeir og Þorsteinn Már hafi komið atkvæðalausir á aðalfundinn kom það ekki að sök fyr- ir þá þar sem sjálfkjörið var í bankaráðið og voru þeir báðir kjörnir í ráðið á fundinum. Bankaráð Islandsbanka er annars þannig skipað: Kristján Ragnarsson formaður, Víglundur Þor- steinsson, Einar Sveinsson, Helgi Magnússon, Gunnar Jóns- son (tilnefndur af Jóni Ólafssyni) JónÁsgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Einar Jónsson, fulltrúi Nóatúns- fjölskyldunnar, sem settist í bankaráð íslandsbanka fyrr á ár- inu þegar Eyjólfur Sveinsson sagði sig úr því var kjörinn vara- maður í bankaráðið - og verður hann varamaður Gunnars Jónssonar. SU 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.