Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 54
ORRAHRÍDIN í KRINGUM LflNDSSÍMANN hins vegar verið að stjórn Símans hefði samþykkt samhljóða að stjórnarformaðurinn væri að hluta til starfandi stjórnarfor- maður og þæði laun sem slíkur þótt vinnan tengdist að mestu einkavæðingu og sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Forstjórar ættu til dæmis aldrei að geta beðið stjórnarformenn sína um slíka vinnu framhjá stjórnum fyrirtækja og ætla að greiða þeim sér- staklega fyrir, því forstjóri ákveður ekki vinnu og laun stjórnar- manna. Endurskoðendur leggja á það mikla áherslu að innan fyrirtækja séu tveir sem skrifi upp á reikninga og að bókari og gjaldkeri megi ekki vera sami maðurinn. Af ráðgjafavinnu stjórnarformanns Símans má læra þá stjórnunarreglu að önnur vinna einstakra stjórnarmanna en hefðbundin stjórnarstörf ætti að vera sem minnst fyrir fyrir- tækið - og aldrei nema stjórnin óski sérstaklega eftir því. Reikn- ingarnir eiga sömuleiðis að berast til stjórnar til samþykktar og undirskriftar - og hvergi annað; það er hún sem óskar eftir vinnunni. Einstakir stjórnarmenn eiga alltaf erfiðara með að sinna eftirlitsskyldu sinni gagnvart daglegum stjórnendum fyrirtækis ef þeir eru sjálfir í sérlaunaðri vinnu innandyra, jafn- vel fyrir forstjórann og aðra stjórnendur. Stundum geta menn hreinlega goldið fyrir það í viðskiptum að taka að sér setu í stjórn almenningshlutafélags, t.d. hafi þeir unnið mikið fyrir viðkomandi fyrirtæki áður en þeir settust í stjórnina. Eftir að í stjórn er komið getur sú vinna orðið tortryggileg í augum annarra hluthafa og annarra stjórnar- manna. Engu að síður hefur það verið alþekkt erlendis sem og í íslensku viðskiptalífi að fyrirtæki kaupi í öðrum fyrirtækjum til að tryggja sér viðskipti við þau og hefur það verið kallað að kaupa sér viðskiptasambönd. Þessi umræða getur því verið svolítið öfugsnúin. Aðalatriðið er hins vegar að upplýsingarnar um viðskiptin sé á vitorði stjórnar og annarra hluthafa. Œí Góð lexía: Endurskoðendur leggja áherslu á að það eigi að vera nákvæmnisatriði hverjir skrifa upp á reikninga í fyrirtækjum. Reikninga fyrir persónulega vinnu stjórnar- manna í fyrirtækjum ætti stjórnin ein að samþykkja. 6Hver eiga völd fasteignasala að vera? (Völd einkavæðingarnefndar) Völd einkavæðingarnefndar og afksiptasemi náðu langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist við stjórnun Lands- símans. Hlutverk einkavæðingarnefndar er að einkavæða rikisfyrirtæki og hefur vinna hennar eðlilega mest beinst að sölu Landssímans á undanförnum árum þótt viðskiptalífið horfi einnig mjög til þess að einkavæðingu ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Búnaðarbankans, verði hraðað. A vissan hátt má líkja einkavæðingarnefnd við fasteignasala sem kemur með ábendingar um verð eignarinnar, kemur viðskiptum á og undirbýr sölu viðkomandi eignar af kostgæfni. Meira ætti hlutverk einkavæðingarnefndar ekki að vera. Það er svo sem í lagi að fasteignasali komi með ábendingar um að sniðugt geti verið að flikka upp á eignina áður en hún sé sett í sölu og gera hana þannig hugsanlega verðmeiri, t.d. með kaup- um á hlutum í nýjum fyrirtækjum, laga reksturinn og þess háttar. En ábendingar fasteignasalans geta aldrei orðið annað en ábendingar til eigandans. Telja verður því afar sérkennilegt að hún og ráðgjafinn í London hafi haft svo mikið að segja um það að forstjóra Símans hafi verið sagt upp, en þess var sérstak- lega getið í fréttatilkynningunni sem gefin var út af þvi tilefni - og hvað þá eftir að söluferlið var hafið, 16% hlutur til almenn- ings og 8% til fagljárfesta. Að vísu misheppnaðist sú sala, svo dræmar voru undirtektirnar. En það var sama, fólk var byrjað að kaupa og var í góðri trú um að forstjórinn stæði sig í sfykk- inu og stjórnun Símans væri í lagi. Orrahríðin í kringum Þórarin og uppsögn hans varð ekki fyrr en í öðrum áfanga söl- unnar - við undirbúninginn á sölu 25% hlutar til kjölfestuijár- festis - og kom öllum í opna skjöldu. Almenningi, sem hafði fjárfest í fyrsta útboðinu, fannst komið aftan að sér og hefur stór hluti hans skilað bréfunum til baka, en upp á þann kost var réttilega boðið. Einkavæðingarnefnd heyrir undir forsætisráð- herra og hefur líklegast í krafti þess talið sig hafa haft meiri völd en eðlilegt getur talist. GQ Góð lexía: Ábendingar fasteignasala við sölu fyrirtækja geta verið góðar og vel þegnar, en þær verða aldrei annað en ábendingar og þá eingöngu áður en eignir eru settar í sölu. Raunar bera fasteignasalar ábyrgð á því að eignum sé rétt lýst fyrir kaupendum. Að hafa trú á vörunni sem verið er að selja (Ásakanir Hreins Loftssonar) Ummæli Hreins Loftssonar um Landssímann í Viðskipta- blaðinu eftir að hann hætti sem formaður einkavæðingar- nefndar verða lengi í minnum höfð. Ekki vegna þess að allir séu sammála um að hann hafi farið með rangt mál eða sagt einhverja vitleysu heldur fyrst og fremst vegna þess að þau voru óviðeigandi með öllu af manni í hans stöðu og tímasetn- ingin var afleit. I umræddu viðtali sagði hann að Landssíman- um hefði verið illa stjórnað áður en að einkavæðingunni kom, áætlanagerð og stefnumörkun hefði verið í molum, stjórnin hefði verið afar veik og auk þess með rangar áherslur. Síðast en ekki síst hefði fyrirtækið verið rekið eins og hlutabréfasjóð- ur þar sem lítillar skynsemi hefði verið gætt í mörgum Jjárfest- inganna. Auk þess sagðist hann margoft hafa bent á að það væri tæplega rétt að standa í slíkum hlutaJjárkaupum af hálfu fyrirtækis í ríkiseigu sem til stæði að selja, nær væri að laga til í rekstrinum. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.