Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 78
Dagblaðsauglýsing - Margrét Sigurðardóttir Morgunblaðinu afhendir
Friðriki Erlingssyni, Lúðurinn.
stjóri var Gulli Maggi. Auglýsingin er gott dæmi það hvernig
allir þeir ólíku þættir, sem saman eru komnir í einni sjón-
varpsauglýsingu, ganga upp - handrit sem batnar stöðugt í
vinnsluferlinu í höndum leikstjóra, leikara, förðunarmeistara,
ljósamanna og klippara. I könnun sem Plúsinn gerði meðal al-
mennings á því hver af tilnefndum sjónvarpsauglýsingum
væri best varð „Götóttur" einnig hlutskörpust. Þrjú þúsund
manns tók þátt í þeirri könnun.
Kýr í fegurðarsamkeppni „Ungfrú Gateway Einstök feg-
urðarsamkeppni svartskjöldóttra kúa á íslandi“ vann í hópi
markaðsátaka en það var Fíton sem fékk þann lúður. Þáttur í
markaðsátaki Aco hf. meðal bænda á íslandi var keppnin um
Ungfrú Gateway 2001, fýrsta fegurðarsamkeppni svartskjöld-
óttra kúa á Islandi. Keppt var um hver þeirra líktist mest
kúnni sem gjarnan sést í auglýsingum Gateway tölvuíýrir-
tækisins eða minnti mest á tákn Gateway. Auk þess að vekja
ATHYGLISVERÐUSTU AUGLÝSINGflRNflR
athygli á íslensku kúnni hafði
Gateway-keppnin það að markmiði
að auka tölvunotkun meðal bænda.
Hinn 18. apríl 2001 krýndi Guðni
Agústsson landbúnaðarráðherra
Operu frá Bjólu sem Ungfrú
Gateway 2001 að viðstöddum fjöl-
mennum hópi blaða- og frétta-
manna. Málinu var fýlgt eftir frá
upphafi með fréttatilkynningum og
blaðamannafundum auk viðtala og
fjölluðu fjölmiðlar um hana á ýmsan hátt. Við kynninguna
fóru því saman auglýsingar, almannatengsl og gagnvirk notk-
un á vefsíðu keppninnar.
„Það var í byijun desember, skömmu
eftir lát bítilsins George Harrisons, að
Þorgrímur Þráinsson framkvæmda-
stjóri Tóbaksvarnanefndar kom að
máli við mig og sagði mér að George
Harrison hefði látist af völdum reyk-
inga og að til væru viðtöl þar sem
hann segði berum orðum að reyk-
ingar væru að drepa hann,“ segir
Leopold Sveinsson, framkvæmda-
stóri markaðssviðs AUK. „Hann
spurði hvort ég teldi að þessi stað-
reynd ætti heima í auglýsingu. Það
kom mér á óvart að heyra hver
ástæða veikindanna sem drógu bítilinn til dauða hefði verið og
taldi ástæðu til að vekja athygli landsmanna á þessu. Ég skal
viðurkenna að ég gerði mér strax grein fyrir því að þetta var
viðkvæmt málefni sem skapað gæti andúð hjá hinum flöl-
mörgu aðdáenda Bítlanna og Harrisons. Eftir að hafa kynnt
mér umfjöllun erlendra ijölmiðla á veikindum og dauða Harri-
sons og vegna viðhorfa samstarfsmanna minna gagnvart mál-
inu sannfærðist ég um að rétt væri að leggjast í hugmynda-
vinnu og sjá hvort ekki fyndist snjöll leið til að koma skilaboð-
unum á framfæri - án þess að misbjóða aðdáendunum.“ B3
„flll you need is love“
, í
“M vouneedisLove’
Val fólksins
klúsinn er
'gagnvirkur
miðill þar
sem fólk skráir sig
sem félaga og
samþykkir að taka þátt í útsendingum auglýsinga sem ber-
ast þeim sem myndrænn tölvupóstur. Svörun berst aug-
lýsendum samstundis og hægt er að flokka niðurstöður á
margvíslegan hátt, s.s. eftir kyni, aldri, búsetu eða fjöl-
skylduhögum.
I tilefni af Imark voru Plúsfélagar spurðir hvaða auglýs-
ingu þeir teldu bestu sjónvarpsauglýsinguna í útnefndum
flokki ímarks. Rúmlega þrjú þúsund einstaklingar í Plús, 12
78
ára og eldri, völdu auglýsinguna „Götóttir ostar“ sem bestu
sjónvarpsauglýsingu ársins 2001 en útsendingin fór fram á
vegum Plússins nokkrum dögum áður en Ímark-hátíðin var
haldin. Plús sendir út gagnvirkar auglýsingar í formi mynd-
ræns tölvupósts og var svarhlutfall með þessari spurningu
um 86%. Við flokkun á niðurstöðum var fróðlegt að sjá að
mismunandi markhópar völdu á misjafnan hátt. T.d. völdu
einhleypir karlmenn Thule auglýsinguna þá bestu og yngra
fólk valdi fleira TalGúrúinn og/eða Volgsvagen Golf auglýs-
inguna. Langflestar konur völdu hins vegar Ostaauglýsing-
una og fór það hlutfall hækkandi eftir 25 ára og allt upp í 70%
af konum sem eiga börn.
sjá: http://www.plus.is/hermes/imark.asp