Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 40
„Maður sér alltofmörg dæmi um Jýrirtœki sem skjótast upp á himininn eins og rakettur og hljóta
síðansömu örlög, springa með Ijósadýrð oghverfa útímyrkrið,“segirÞórarinn ogbætirvið:„Við
höfum engan áhuga á pví. Allt sem við höfum gert fram að pessu til að leggja grunninn að starf-
semi Blájugls hefur verið á annan veg. Við erum hér til langframa. Við höfum úthald og orku og
œtlum að nýta það skynsamlega. “
kominn tími til að gera upp við sig hvað maður ætlaði að gera.
Synir okkar tveir voru orðnir, eða voru að verða, mjög
amerískir. Það var svo sem ekkert slæmt en við vildum gefa
þeim tækifæri til að verða Islendingar á íslandi, þannig að við
tókum þá ákvörðun að flytja til íslands. Þetta var ijölskyldu-
ákvörðun. Menn sögðu þá eins og þeir segja nú: „Hann hlýtur
að vera vitlaus, maðurinn!“,“ segir Þórarinn.
A Islandi kom hann undir sig fótunum sem ráðgjafi og
sérfræðingur í flugfrakt og vann í nokkur ár að verkefnum um
allan heim íyrir erlend flugfélög, flugvelli og flutningsmiðlanir.
Hann var enn starfandi á því sviði þegar hann fór að skoða
íslenska fraktmarkaðinn ásamt nokkrum öðrum mönnum árið
1993. Þeir voru fjórir sem stofnuðu fyrirtækið Flugflutninga og
smám saman sogaðist Þórarinn út úr erlendu ráðgjafarverk-
efnunum og inn í íslensku starfsemina. „Eg var mjög sáttur við
þetta. Eg var orðinn ansi þreyttur á ferðalögum og heimsbrölti
þannig að þetta hentaði mér ágætlega. Að hluta til er þessi upp-
bygging hjá Bláfugli komin til vegna þess að ég er ánægður
með að búa á Islandi og þarf að fá útrás fyrir orkuna einhvers
VIÐTflL HflFNflÐl FORSTJÓRflSTflRFI
staðar," segir hann og bætir við að „þetta
Cargoluxævintýri“, þ.e.a.s. forstjóra-
starfið, hafi komið upp áður.
Viðurkenning að fá boðið ,Árið 1994
urðu forstjóraskipti hjá Cargolux og þá
höfðu þeir samband við mig og vildu
ræða við mig um það starf. Á þeim tíma
hafði ég áhuga en þeir völdu annan
mann, sem var fulltrúi Lufthansa, næst-
stærsta hluthafans á þeim tíma. Sá
maður hætti í maí á síðasta ári og þá fór
Cargolux að leita sér að nýjum forstjóra.
Cargolux hafði samband við mig síðasta
haust og ég átti við þá viðræður. Það
endaði með því að þeir buðu mér starfið
og við áttum nánari viðræður um það
boð en ég tók að lokum þá ákvörðun að
þiggja boðið ekki. Þó að það væri mikil
viðurkenning og virðing að koma til
greina og vera boðið forstjórastarfið þá
var tímasetningin ekki hentug. Ég er í
miðju kafi að byggja upp mjög spenn-
andi fyrirtæki og þó að Cargolux sé líka spennandi, mun
stærra, alþjóðlegra og öflugra, þá var engan veginn hægt að
snúa bakinu við öllu því sem ég var búinn að leggja inn í
Bláfugl og hætta að takast á við þau tækifæri sem blasa við
fyrirtækinu, bæði nær og íjær. Það var höfuðástæðan. Ég gat
ekki hugsað mér að snúa baki við þessu barni hérna og ég
veit að starfsmennirnir hér eru mjög sáttir við þá ákvörðun.“
Springa með Ijósadýrð Þórarinn telur að það taki þrjú til fimm
ár þangað til Bláfugl er búinn að slíta barnsskónum og ná
fullum þroska. „Við höfum markað þá stefnu að láta fyrirtækið
vaxa markvisst en ekki of hratt. Við vildum vera viss um að við
gætum tekist á við öll þau verkefni sem við tækjum að okkur
og yxum þá frekar hægar ef þess þyrfti. Við erum núna i stell-
ingum að bæta við annarri vél og ég á von á að hún verði komin
í rekstur um mitt ár. Það er ekkert markmið fyrir okkur í sjálfu
sér að verða stórt fyrirtæki hratt. Það er nokkuð augljóst að
það er mikilvægt öllum fyrirtækjum að vaxa en það er jafn-
framt mikilvægt að sá vöxtur sé eftir einhverri áætlun, sé mark-
Bláfugl velti einum milljarði króna í fyrra
Bláfugl er með eina vél í rekstri, Boeing 737-300F, far-
þegaflugvél sem breytt var í flutningavél í Banda-
ríkjunum. Félagið flýgur fimm sinnum í viku frá Keflavík
til Edinborgar, Kölnar og til baka gegnum Bretland til ís-
lands og einu sinni í viku á milli Keflavíkur og Lúxemborgar.
Þórarinn Kjartansson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Eignaraðild er dreifð en hluthafar eru um 40 talsins. Helstir
eru Einar Olafsson stjórnarformaður, sem var fyrsti forstjóri
Cargolux, Ulfur Sigurmundsson hagfræðingur, Þór-
arinn Kjartansson framkvæmdastjóri, Skúli Skúla-
son, framkvæmdastjóri Flugflutninga, ýmsir aðilar
tengdir þessum mönnum og starfsmenn Bláfugls.
Heildarhlutafé er um 250 milljónir króna. Fyrir-
tækið velti einum milljarði fyrsta starfsárið og var
reksturinn réttu megin við núllið en hagnaður er
ekki gefinn upp. Starfsmenn eru 21 talsins, þar af
ellefu flugmenn. Von er á annarri flugvél í rekstur
um mitt þetta ár. SQ
40