Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 30
Sagt um Sigurð
• „Sigurður hefur gert ofsalega fína hlutí.
Hann hefur valið Hreiðar Má Sigurðsson tíl
samstarfs við sig en það er ungur og efnileg-
ur piltur, sam starfaði hjá Kaupþingi í Banda-
ríkjunum. Þetta eru öflugir menn, sem þora
að taka ákvarðanir, eru snöggir að því og gera
það vel. Þeir hafa komið að mörgum stúrum
útrásarmálum fyrirtækja, t.d. kaupum Bakka-
varar á KFF í Bretlandi og kaupum Baugs í
Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk þessa hefur
verið mikil útrás hjá Kaupþingi. “
• „Sigurður hefur gríðarlega góða tilfinningu
fyrir sinni starfsgrein og djúpa sýn á hana.
Hann hefur mjög góða yfirsýn og horfir út fyrir
ísland. Hann lítur á atvinnugreinina í alþjóð-
legu samhengi og vinnur út frá því. Hann er
vinnuþjarkur sem hefur komið í verk hug-
myndafræði, sem stæði í flestum óðrum. “
• „Sigurður Einarsson hefur komið Kaup-
þingi f fremstu röð fjármálafyrirtækja á
fslandi á aðeins tveimur til þremur árum.
Fyrirtækið er fyllilega sambærilegt við bank-
ana, ekki síst hvað stærðina snertir, enda er
bara Islandsbanki stærri enn sem komið er. “
sjálfstæði eininganna innan Kaupþings er mjög mikið og mið-
stýring að sama skapi lítil. Sem stjórnandi er Sigurður talinn
framsýnn, metnaðargjarn og óhræddur við að fara inn á nýjar
brautir. Hann nýtur mikils trausts innan stjórnar Kaupþings og
meðal samstarfsmanna sinna. Sigurður var fenginn í stutt við-
tal við Fijálsa verslun og sagði hann þá m.a. að meginþættirnir
Sagt um Val Ualsson
7-/0
„Bankinn hefur gjörbreyst undir stjórn Vals. Hann hefur vaxið
og dafnað og sýnt góða afkomu. Valur er sjálfur afskaplega
rólegur og flinkur stjórnandi sem virðist geta þetta fyrir-
hafnarlaust, eða a.m.k. fyrirhafnarlftið."
Sagt um Þórólf Árnason
f/'-ZO
„Þórólfur Árnason er maður sem lætur verkin tala. Hann er
duglegur maður sem vinnur eftir skýrri stefnumörkun, rekur
fyrirtækið vel og sýnir mikinn árangur I erfiðri samkeppni við
markaðsráðandi ríkisfyrirtæki. “
Sagt um Sindra Sindrason
„Sindri í Pharmaco er að gera góða hluti, bæði í Búlgaríu og
við að styrkja Pharmaco á íslandi. Pharmaco hefur vaxið og
eflst mikið. Útrás fyrirtækisins hefur gengið vel og Sindri hefur
náð framúrskarandi árangri við að ávaxta fé hluthafa."
Sagt um Hörð Arnarson
7-/0
„Trúverðugur, staðfastur, framsækinn og duglegur að draga
fram skýr markmið. Hann virðist fylgja þeim vel eftir. Hann
hefur djúpa fagþekkingu í sinni grein og kann að nýta sér þau
tækifæri sem gefast. “
30
„Það ber að varast að sitja fastur í kreddum
fortíðar. Þetta umhverfi sem við búum við,
ekki síst fjármálafyrirtækin og bankarnir, er
svo síkvikt að við verðum alltaf að vera til-
búin til að breyta afstöðu okkar og það oft
og hratt. Einnig ber að forðast yfirdrifna
miðstýringu,“ segir Sigurður Einarsson.
í því að ná árangri hjá Kaupþingi hefðu verið tvenns konar, að
ráða hæfasta starfsfólkið, sem væri tilbúið til samstarfs hvert
með öðru, og stuðla að frumkvæði þess og sjálfstæði í starfi.
Einnig skipti máli að hafa stuttan og skjótan ákvarðanaferil.
Stefna Kaupþings væri sú að gera hag íýrirtækisins sem
bestan og hámarka þannig hag hluthafa, m.a. með því að við-
halda sterkri stöðu Kaupþings á innanlandsmarkaði og sækja
inn á norrænan markað. Hagur fyrirtækisins yrði ekki efldur
öðruvísi en með því að sinna viðskiptavinum á sem bestan hátt
og það væri best gert með því að fá besta mögulega starfs-
fólkið til að veita bestu mögulegu þjónustuna.
- Þú hefur orð á þér fyrir að vera vinnuþjarkur sem komi í verk
hugmyndaffæði sem stendur í flestum öðrum.
„Eg hef ekki stuðlað einn að velgengni Kaupþings, við erum
íjölmörg innan iýrirtækisins sem höfum unnið að þessu. Síðan
hefur stjórn fyrirtækisins staðið 100 prósent að baki okkur.
Stjórn Kaupþings hefur skilið sitt hlutverk að mínu viti mjög
vel og blandar sér yfir höfuð ekki í daglegan rekstur. Hún
tekur þátt í stefnumótun, tekur ákvarðanir um meginlínur og
ramma, að öðru leyti lætur hún forstjórann um að reka fyrir-
tækið,“ svaraði hann.
- Hvað ber að forðast í stjórnun?
„Það ber að varast að sitja fastur í kreddum fortíðar. Þetta
umhverfi sem við búum við, ekki síst fjármálafyrirtækin og
bankarnir, er svo síkvikt að við verðum alltaf að vera tilbúin til
að breyta afstöðu okkar og það oft og hratt. Einnig ber að
forðast yfirdrifna miðstýringu. Það mega ekki myndast flösku-
hálsar í fyrirtækinu," sagði Sigurður Einarsson. SH