Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 32
/gestapenni sigurður atli jónsson
Avöxtun hlutabréfa
„Sé litið til V/H hlutfalls þá erþað um 24 í
Evrópu, 22 í Bandaríkjunum ogyfir 180 í Japan.
Landsbankinn-Landsbréf áætlar V/H hlutfall
íslenska markaðarins á bilinu 14-15 miðað við
spá um hagnaðpessa ársfsegir SigurðurAtli
Jónsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs
Landsbankans-Landsbréfa.
Eftír Sigurð Atía Jónsson
r1
r
I b<
Bestir kannast við þá staðreynd að langtímaávöxtun hluta-
Ibréfa í Bandaríkjunum sé á bilinu 11-12% og raunávöxtun
þeirra um 7%. En hvað með önnur lönd? Hagkerfi þeirra ríkja
þar sem skipulagður hlutabréfamarkaður á sér hvað lengsta
sögu, eru ólík að grunngerð og þau hafa siglt í gegnum mismun-
andi efnhagslegt öldurót. Þrátt fyrir það virðist raunávöxtun á
hlutabréfamörkuð-
um hinna stærri
ríkja vera sláandi
lík þegar litið er
yfir lengri timabil.
Raunávöxtun í mynt hvers lands 1926-1997
Bandaríkin 7,2%
Bretland 6,2%
Pýskaland 6,6%
Tafla 1. Horft til 71 árs. Raunávöxtun hlutabréfa frá 1926 til 1997 á
þremur hlutabréfamörkuðum. Heimild:Jeremy Siegel, Stocksfor the LongRun
(1998).
Það hlýtur að vera metnaðarfullt markmið annarra hluta-
bréfamarkaða að ná sömu langtímaraunávöxtun og markaðir
stórþjóðanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands. Vænt-
ingar fjárfesta til raunávöxtunar af vel dreifðu hlutabréfasafni
ættu því sömuleiðis að liggja á þessu bili, þ.e. 6-7% raunávöxt-
un. Upp hafa komið tilvik þar sem veruleg og varanleg frávik
frá þessari langtímaávöxtun hafa skotið upp kollinum. Hag-
fræðingar áttu erfitt með að útskýra þá yfirburði sem japanskt
efnahagskerfi virtist hafa yfir önnur. Þetta átti jafnframt við um
japanskan hlutabréfamarkað, þar sem ávöxtun virtist betri en
annars staðar. Þegar viðskipti hófust að nýju á japanska hluta-
bréfamarkaðnum eftír seinni heimsstyrjöldina, árið 1949, var
gildi Nikkei vísitölunnar 176,21, nánast hið sama og Dow Jones
vísitölunnar í Bandaríkjunum á þeim tíma. Hæst fór gildi
Nikkei vísitölunnar í um 39.000 stig árið 1989 en þá var gildi
Dow Jones um 2.800 stig. Það var því ekki að furða að þetta
gríðarlega misræmi ylli fræðimönnum nokkurri hugarangist.
Vonandi er sú angist horfin í dag þegar gildi þessara tveggja
vísitalna er að sveiflast í kringum tíu- til ellefu þúsund stig og
frávik milli þeirra innan við 10%, eftir 53 ár! Varanlegt misræmi
ávöxtunar hlutabréfa í hinum ýmsu þjóðlöndum virðist því vart
vera til staðar yfir mjög löng tímabil.
Ávöxtun síðustu ára hreint ekhi sem verst! Þrátt fyrir að neikvæð
ávöxtun síðustu tveggja ára sé flestum ijárfestum ofarlega í huga,
verður þó að líta til þess að árin á undan voru afar góð. Fyrir þá
fjárfesta sem verið hafa inni á markaðnum síðastliðin ár, hafa hin
mögru ár 2000 og 2001 ekki gert neitt annað en að færa meðal-
talsávöxtun síðastíiðinna 5 ára í langtímameðaltal ávöxtunar
hlutabréfa.
Land Vísitala Raunávöxtun
Bandaríkin SSP 500 6,4%
Bandaríkin NASDAQ 0,1%
Bretland FTSE100 3,8%
Pýskaland DAX 10,3%
Tafla 2. Raunávöxtun síðustu fimm ára á fjórum þekktum mörkuð-
um, eðafrá ársbyrjun 1997 til loka febrúarsl. Heimild: Bloomberg.
Avöxtun S&P 500 vísitölunnar er mjög nálægt sögulegu
meðaltali, breski markaðurinn kemur verst út og sá þýski bet-
ur en langtímameðaltal. Athyglisvert er að þrátt fyrir stórkost-
lega lækkun gengis hlutabréfa í tæknifyrirtækjum undanfarin
tvö ár þá er raunávöxtun NASDAQ vísitölunnar samt yfir 6% á
þessu tímabili. Þeir sem átt hafa erlent hlutabréfasafn á þessu
tímabili ættu því ekki að þurfa að vera ósáttir. Ávöxtunin er í
fullu samræmi við það sem sagan segir okkur að von sé á,
a.m.k. fýrir þá fjárfesta sem líta á hlutabréf sem langtimaflár-
festingu.
Af vöxtunum Skuluð þér þekkja ba Eignaráðstöfun er gjarnan
skipt í þtjá meginflokka, laust fé, skuldabréf og hlutabréf. Af
þessum eignaflokkum er langtímaávöxtun hlutabréfa hæst en
áhættan jafnframt talin mest. Ávöxtun lauss ijár er hins vegar
lægst. í Bandaríkjunum hafa hlutabréf gefið um 5% hærri
ávöxtun en skuldabréf, að jafnaði yfir lengri tímabil. Reyndar
var þessi munur minni áður fyrr, eins og sjá má í töflu 3. Ýms-
ar ástæður eru hins vegar fyrir auknum mun frá 1926, t.d. af-
nám gullfótar og vaxtastefna eftirstríðsáranna.
Tímabil Skuldabréf Hlutabréf Mismunur
1802-1870 4,8% 7,0% 2,2%
1871-1925 3,7% 6,6% 2,9%
1926-1997 2,0% 7,2% 5,2%
Tafla 3. Avöxtun hlutabréfa er betri en skuldabréfa til langs tíma lit-
ið. Mismunur á ávöxtun skuldabréfa og hlutabréfa er af mörgum
ástæðum áhugaverður. Heimild: Jeremy Siegel, Stocks for the Long Run (1998).
Hér á landi getum við ekki stuðst við jafna langa sögu og því
erfitt að bera íslenska hluta- og skuldabréfamarkaði saman við
þá erlendu markaði sem hér hafa verið tilgreindir. Frá byrjun
árs 1993 tíl loka febrúarmánaðar síðastliðinn hefur árleg raun-
ávöxtun íslensku ICEX 15 hlutabréfavísitölunnar reynst vera
rúm 10%. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir fall vísitölunnar um
u.þ.b. 45% frá febrúar 2000 til haustmánaða 2001. Ávöxtun
skuldabréfa hér á landi er einnig mjög há á þessu tímabili og
áhættuálagið er 4%.
32