Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN
Atkvæðamikill en án atkvæða
Þau voru þung sporin fyrir foringja Orca-hóps-
ins, þá Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóra
Baugs, og Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra
Samherja, inn á aðalfund Islandsbanka á dögun-
um. Þeir mættu þar sem fulltrúar dótturfélags
Orca-hópsins, FBA-Holding S.A., stærsta hlut-
hafans í bankanum, en voru atkvæðalausir. Það
kom þó ekki að sök, þeir voru sjálfkjörnir í
bankaráðið. FBA-Holding hafði nokkrum
klukkustundum áður verið svipt atkvæðarétti á
fundinum vegna ónógra upplýsinga og óvissu
um Orca. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjármálaeft-
irlitið grípur til svona róttækra aðgerða og
komu þær mörgum á óvart þar sem þessi stofnun hefur verið
talin máttlaus, látið lítið tíl sín taka og ekki verið refsiglöð.
Þarna beit hún frá sér í fyrsta sinn. Ef til vill kallaði Orca-hóp-
urinn þessa ákvörðun Fjármálaeftírlitsins yfir sig því mikil
óvissa hefur verið í kringum hópinn frá áramótum og nefndi
Jón Ásgeir það t.d. leiksýningu í fjölmiðlum þegar tilboð barst
frá erlendum huldumanni, Raj Basu, í allan hlut Orca-hópsins í
Islandsbanka.
Átökin urn Tryggingamiðstöðina Ákvörðun Fjármálaeftírlitsins
um að svipta FBA-Holding atkvæðaréttí var í raun annað áfallið
á skömmum tíma fyrir Jón Ásgeir því að skömmu áður missti
hann tækifærið til að ná yfirhöndinni i Tryggingamiðstöðinni
þegar Landsbankinn - m.a. fyrir hönd fjölskyldu Sigurðar heit-
ins Einarssonar í Isfélagi Vestmannaeyja - keypti hlut Fjárfest-
ingarfélagsins Straums í Tryggingamiðstöðinni. Félög Sigurð-
ar voru til samans um árabil stærstí hluthafinn í Tryggingamið-
stöðinni og réðu þar ferðinni. Vitað er að stjórnarmennirnir í
Tryggingamiðstöðinni, þeir Einar Sigurðsson, sonur Sigurðar
heitins Einarssonar í Eyjum, og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, stjórnarformaður Isfélags Vestmannaeyja, eru miklir
stuðningsmenn Kristjáns Ragnarssonar, formanns bankaráðs
Islandsbanka, og hefði Tryggingamiðstöðin því væntanlega
stutt Kristján hefði komið til stjórnarkjörs í bankanum. Kaupin
á hlut Straums í Tryggingamiðstöðinni voru hins vegar ekki
liður í einhverri meintri valdabaráttu í íslands-
banka. Þau voru fyrst og fremst varnarleikur til
að koma í veg fyrir að Jón Ásgeir yfirtæki
Tryggingamiðstöðina og að hún yrði rekin sem
eitthvert ijárfestíngarfélag hans.
Stormur í vatnsglasi Mikið var rætt í fjölmiðl-
um um valdabaráttu í Islandsbanka í tengslum
við aðalfund félagsins. Sú umræða var byggð á
miklum misskilningi því þeir Jón Ásgeir og Þor-
steinn Már áttu aldrei möguleika á að ná þar
meirihluta, jafnvel þótt þeir hefðu fengið at-
kvæðiTryggingamiðstöðvarinnar. Þeirhefðu að
hámarki getað náð um 27% atkvæða til liðs við sig og hefði það
engan veginn dugað þeim. Umræðan var því stormur í
vatnsglasi. Ymsir telja að Jón Ásgeir vilji komast til frekari
áhrifa innan bankans til að moka þar út fé til fyrirtækja sinna,
meðal annars til að ijármagna útrás Baugs á erlendum vett-
vangi. Islenskir bankar munu kannski geta lagt útrás íslenskra
fyrirtækja eitthvert lið, en aldrei neitt meira. Hún mun alltaf
byggjast á erlendri ijármögnun. Þegar Baugur, sem er að
markaðsvirði um 20 milljarðar, gerði yfirtökutilboð sitt í
Arcadia voru forráðamenn Baugs í viðræðum til margra
mánaða við þekkta erlenda banka um 70 milljarða króna ijár-
mögnun tilboðsins. Tilboðið gekk ekki eftír og var viðræðum
við aðra hluthafa í Arcadia slitið. Eftir stendur hins vegar að for-
ráðamenn Baugs, sem á ekkert fé til svona fjárfestinga, fengu
margra mánaða áheyrn hjá erlendum bönkum svo að eitthvert
vit hlýtur að hafa verið í þeirri viðskiptahugmynd sem þeir
kynntu. Þessar viðræður voru því mikil viðurkenning fyrir Jón
Ásgeir og þá Baugsmenn þrátt fyrir niðurstöðuna.
Atkvæðamikill Þótt Jón Ásgeir hafi gengið atkvæðalaus inn á
aðalfund Islandsbanka dylst engum að hér fer einn atkvæða-
mesti maðurinn í íslensku viðskiptalífi - svo atkvæðamikill að
margir eru ekki fyllilega í rónni þegar hann flárfestir.
Jón G. Hauksson
Stofiiuð 1939
Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 64. ár
Sjöfn Guðrún Helga Geir Olafsson Hallgrímur
Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson
auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir
BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir
RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA:
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is
ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.700.-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti.
UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson
LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr.
UMBROT: Hallgrímur Egilsson
ÚTGEFANDI: Heimurhf.
M heimur
DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575
FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Grafík - Gutenberg hf.
LTTGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
ISSN 1017-3544
6