Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 6

Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 6
RITSTJÓRNARGREIN Atkvæðamikill en án atkvæða Þau voru þung sporin fyrir foringja Orca-hóps- ins, þá Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs, og Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, inn á aðalfund Islandsbanka á dögun- um. Þeir mættu þar sem fulltrúar dótturfélags Orca-hópsins, FBA-Holding S.A., stærsta hlut- hafans í bankanum, en voru atkvæðalausir. Það kom þó ekki að sök, þeir voru sjálfkjörnir í bankaráðið. FBA-Holding hafði nokkrum klukkustundum áður verið svipt atkvæðarétti á fundinum vegna ónógra upplýsinga og óvissu um Orca. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjármálaeft- irlitið grípur til svona róttækra aðgerða og komu þær mörgum á óvart þar sem þessi stofnun hefur verið talin máttlaus, látið lítið tíl sín taka og ekki verið refsiglöð. Þarna beit hún frá sér í fyrsta sinn. Ef til vill kallaði Orca-hóp- urinn þessa ákvörðun Fjármálaeftírlitsins yfir sig því mikil óvissa hefur verið í kringum hópinn frá áramótum og nefndi Jón Ásgeir það t.d. leiksýningu í fjölmiðlum þegar tilboð barst frá erlendum huldumanni, Raj Basu, í allan hlut Orca-hópsins í Islandsbanka. Átökin urn Tryggingamiðstöðina Ákvörðun Fjármálaeftírlitsins um að svipta FBA-Holding atkvæðaréttí var í raun annað áfallið á skömmum tíma fyrir Jón Ásgeir því að skömmu áður missti hann tækifærið til að ná yfirhöndinni i Tryggingamiðstöðinni þegar Landsbankinn - m.a. fyrir hönd fjölskyldu Sigurðar heit- ins Einarssonar í Isfélagi Vestmannaeyja - keypti hlut Fjárfest- ingarfélagsins Straums í Tryggingamiðstöðinni. Félög Sigurð- ar voru til samans um árabil stærstí hluthafinn í Tryggingamið- stöðinni og réðu þar ferðinni. Vitað er að stjórnarmennirnir í Tryggingamiðstöðinni, þeir Einar Sigurðsson, sonur Sigurðar heitins Einarssonar í Eyjum, og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, stjórnarformaður Isfélags Vestmannaeyja, eru miklir stuðningsmenn Kristjáns Ragnarssonar, formanns bankaráðs Islandsbanka, og hefði Tryggingamiðstöðin því væntanlega stutt Kristján hefði komið til stjórnarkjörs í bankanum. Kaupin á hlut Straums í Tryggingamiðstöðinni voru hins vegar ekki liður í einhverri meintri valdabaráttu í íslands- banka. Þau voru fyrst og fremst varnarleikur til að koma í veg fyrir að Jón Ásgeir yfirtæki Tryggingamiðstöðina og að hún yrði rekin sem eitthvert ijárfestíngarfélag hans. Stormur í vatnsglasi Mikið var rætt í fjölmiðl- um um valdabaráttu í Islandsbanka í tengslum við aðalfund félagsins. Sú umræða var byggð á miklum misskilningi því þeir Jón Ásgeir og Þor- steinn Már áttu aldrei möguleika á að ná þar meirihluta, jafnvel þótt þeir hefðu fengið at- kvæðiTryggingamiðstöðvarinnar. Þeirhefðu að hámarki getað náð um 27% atkvæða til liðs við sig og hefði það engan veginn dugað þeim. Umræðan var því stormur í vatnsglasi. Ymsir telja að Jón Ásgeir vilji komast til frekari áhrifa innan bankans til að moka þar út fé til fyrirtækja sinna, meðal annars til að ijármagna útrás Baugs á erlendum vett- vangi. Islenskir bankar munu kannski geta lagt útrás íslenskra fyrirtækja eitthvert lið, en aldrei neitt meira. Hún mun alltaf byggjast á erlendri ijármögnun. Þegar Baugur, sem er að markaðsvirði um 20 milljarðar, gerði yfirtökutilboð sitt í Arcadia voru forráðamenn Baugs í viðræðum til margra mánaða við þekkta erlenda banka um 70 milljarða króna ijár- mögnun tilboðsins. Tilboðið gekk ekki eftír og var viðræðum við aðra hluthafa í Arcadia slitið. Eftir stendur hins vegar að for- ráðamenn Baugs, sem á ekkert fé til svona fjárfestinga, fengu margra mánaða áheyrn hjá erlendum bönkum svo að eitthvert vit hlýtur að hafa verið í þeirri viðskiptahugmynd sem þeir kynntu. Þessar viðræður voru því mikil viðurkenning fyrir Jón Ásgeir og þá Baugsmenn þrátt fyrir niðurstöðuna. Atkvæðamikill Þótt Jón Ásgeir hafi gengið atkvæðalaus inn á aðalfund Islandsbanka dylst engum að hér fer einn atkvæða- mesti maðurinn í íslensku viðskiptalífi - svo atkvæðamikill að margir eru ekki fyllilega í rónni þegar hann flárfestir. Jón G. Hauksson Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 64. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Olafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.700.-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimurhf. M heimur DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Grafík - Gutenberg hf. LTTGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.