Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 103

Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 103
Ofurkjör margra íþróttamanna, leikara og forstjóra eru umhugsunarefni jýrir hluthafa ífyrirtœkjum. Hinir vinsælu vinir í Friends eru dæmi um leikara sem eru á ofurkjörum. nauðsynlegt að borga hverjum hinna sex aðalleikara eina milljón Bandaríkjadala fyrir hvern þátt, 25 milljónir Banda- ríkjadala á mann á ári, (2,5 milljarða króna) þegar samningar voru endurnýjaðir nýlega (of há upphæð til að umreikna í hús; dijúgt meira en þarf til að kaupa Arnarnesið með manni, hús- um og músum). En það er spurning hvort NBC muni á end- anum heldur skilja þessar greiðslur. Svo virðist sem auglýs- ingasamdrátturinn geti hugsanlega breytt einhverju hér um. Alla vega er það ekki lengur jafn gulltryggt fyrir sjónvarps- stöðvar að borga ótakmarkaðar upphæðir, til dæmis fyrir fót- boltaleiki. Jafnt breskar og aðrar stöðvar hugleiða nú sinn gang, meðan eigendur sendingarréttar eins og hin þýska Kirch Gruppe engist um með fótboltaréttinn sinn. Fótbolta- hetjur eins og David Beckham og félagar hans gætu farið að finna fyrir samdrætti og margir spá því að aðstæður í boltan- um gætu verið að breytast. Sprotafyrirtæki háskóia Annars er uppáhaldssjónvarpsþáttur- inn minn hér árleg spurningakeppni háskólanna, þar sem tveir skólar keppa hvor á móti öðrum undir stjórn Jeremy Paxmans, fréttamanns á BBC 2. Þessir kláru krakkar í spurningakeppn- inni og aðrir félagar þeirra horfa fram á nýja tima ef þeir kjósa sér háskólaferil. Fyrirtæki, sprottin út úr háskólaumhverfinu, setja svip á breskt viðskiptaumhverfi. Um tíu sprotafyrirtæki frá háskólunum eru skráð á mánuði. Astæðan er annars vegar að breska stjórnin leggur til fé til að koma háskólarannsóknum í verð og hins vegar að háskólarnir sjálfir eru orðnir sleipir í við- skiptaferlinu. Allt þetta hefur hleypt háskólafólki kapp frum- kvöðla í kinn og gætt það sjálfstrausti til að spreyta sig í viðskipt- um. Það hefur ekki verið auðvelt. Oxfordháskóli reið á vaðið Oxfordháskóli var einna fyrstur til að sinna sprotafyrirtækjum og setti upp félag fyrir ijórtán árum svo vísindahugmyndum yrði brejht í viðskiptahugmyndir. Skól- inn hefur farið þá leið að áskilja sér hugverkaréttindin og hlut í fyrirtækjunum sem þeir aðstoða við að koma á fót. Hann hefur líka nýlega tekið upp samstarf við áhættuflármögnunarfyrir- tæki, sem lét reisa efnarannsóknarstofu við háskólann gegn þvi að fá helminginn í öllum hugverkaréttindum efnafræðideildar- innar næstu 15 árin. Innan þessa samstarfs hafa þegar orðið til tvö sprotafyrirtæki. Cambridgeháskóli með tæknigarð í kringum Cambridgehá- skóla hefur risið öflugur tæknigarður með um 1.500 hátækni- fyrirtækjum, sem er aðdráttarafl fyrir fleiri en sprotafyrirtæki frá háskólanum. Skólinn vill ekki þrýsta á háskólakennara til að stofna sprotafyrirtæki, en styður þá með ráðgjöf og námskeið- um í fyrirtækjastofnun og -rekstri og á þriggja prósenta hlut í fyrirtækjum sprottnum úr háskólastarfinu. Imperial og Manchesterháskéli imperial College í London heldur í hugverkaréttindin þar til sprotafyrirtæki hefur verið stofnað. Fyrirtækið öðlast þá réttindin sem síðan renna inn í fyr- irtækið við stofnun þess og háskólinn tekur sér skerf í því. Manchesterháskóli hefur annað lag á og hefur stofnað eigið fyrirtæki í áhættufjárfestingum og tekur hugmyndirnar og upp- hafsmenn þeirra í gjörgæslu meðan viðskiptalífi er blásið í þær. Vonandi að Háskóli Islands taki þessi mál föstum tökum, þvi sprotafyrirtæki eru einkar örvandi hluti af nútíma háskóla og mikilvæg til að laða að gott fólk, sem vill eiga kost á bæði vis- inda- og viðskiptaumhverfi.SIi 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.