Frjáls verslun - 01.02.2002, Qupperneq 103
Ofurkjör margra íþróttamanna, leikara og forstjóra eru umhugsunarefni jýrir hluthafa ífyrirtœkjum. Hinir vinsælu vinir í Friends eru dæmi
um leikara sem eru á ofurkjörum.
nauðsynlegt að borga hverjum hinna sex aðalleikara eina
milljón Bandaríkjadala fyrir hvern þátt, 25 milljónir Banda-
ríkjadala á mann á ári, (2,5 milljarða króna) þegar samningar
voru endurnýjaðir nýlega (of há upphæð til að umreikna í hús;
dijúgt meira en þarf til að kaupa Arnarnesið með manni, hús-
um og músum). En það er spurning hvort NBC muni á end-
anum heldur skilja þessar greiðslur. Svo virðist sem auglýs-
ingasamdrátturinn geti hugsanlega breytt einhverju hér um.
Alla vega er það ekki lengur jafn gulltryggt fyrir sjónvarps-
stöðvar að borga ótakmarkaðar upphæðir, til dæmis fyrir fót-
boltaleiki. Jafnt breskar og aðrar stöðvar hugleiða nú sinn
gang, meðan eigendur sendingarréttar eins og hin þýska
Kirch Gruppe engist um með fótboltaréttinn sinn. Fótbolta-
hetjur eins og David Beckham og félagar hans gætu farið að
finna fyrir samdrætti og margir spá því að aðstæður í boltan-
um gætu verið að breytast.
Sprotafyrirtæki háskóia Annars er uppáhaldssjónvarpsþáttur-
inn minn hér árleg spurningakeppni háskólanna, þar sem tveir
skólar keppa hvor á móti öðrum undir stjórn Jeremy Paxmans,
fréttamanns á BBC 2. Þessir kláru krakkar í spurningakeppn-
inni og aðrir félagar þeirra horfa fram á nýja tima ef þeir kjósa
sér háskólaferil. Fyrirtæki, sprottin út úr háskólaumhverfinu,
setja svip á breskt viðskiptaumhverfi. Um tíu sprotafyrirtæki frá
háskólunum eru skráð á mánuði. Astæðan er annars vegar að
breska stjórnin leggur til fé til að koma háskólarannsóknum í
verð og hins vegar að háskólarnir sjálfir eru orðnir sleipir í við-
skiptaferlinu. Allt þetta hefur hleypt háskólafólki kapp frum-
kvöðla í kinn og gætt það sjálfstrausti til að spreyta sig í viðskipt-
um. Það hefur ekki verið auðvelt.
Oxfordháskóli reið á vaðið Oxfordháskóli var einna fyrstur til
að sinna sprotafyrirtækjum og setti upp félag fyrir ijórtán árum
svo vísindahugmyndum yrði brejht í viðskiptahugmyndir. Skól-
inn hefur farið þá leið að áskilja sér hugverkaréttindin og hlut í
fyrirtækjunum sem þeir aðstoða við að koma á fót. Hann hefur
líka nýlega tekið upp samstarf við áhættuflármögnunarfyrir-
tæki, sem lét reisa efnarannsóknarstofu við háskólann gegn þvi
að fá helminginn í öllum hugverkaréttindum efnafræðideildar-
innar næstu 15 árin. Innan þessa samstarfs hafa þegar orðið til
tvö sprotafyrirtæki.
Cambridgeháskóli með tæknigarð í kringum Cambridgehá-
skóla hefur risið öflugur tæknigarður með um 1.500 hátækni-
fyrirtækjum, sem er aðdráttarafl fyrir fleiri en sprotafyrirtæki
frá háskólanum. Skólinn vill ekki þrýsta á háskólakennara til að
stofna sprotafyrirtæki, en styður þá með ráðgjöf og námskeið-
um í fyrirtækjastofnun og -rekstri og á þriggja prósenta hlut í
fyrirtækjum sprottnum úr háskólastarfinu.
Imperial og Manchesterháskéli imperial College í London
heldur í hugverkaréttindin þar til sprotafyrirtæki hefur verið
stofnað. Fyrirtækið öðlast þá réttindin sem síðan renna inn í fyr-
irtækið við stofnun þess og háskólinn tekur sér skerf í því.
Manchesterháskóli hefur annað lag á og hefur stofnað eigið
fyrirtæki í áhættufjárfestingum og tekur hugmyndirnar og upp-
hafsmenn þeirra í gjörgæslu meðan viðskiptalífi er blásið í þær.
Vonandi að Háskóli Islands taki þessi mál föstum tökum, þvi
sprotafyrirtæki eru einkar örvandi hluti af nútíma háskóla og
mikilvæg til að laða að gott fólk, sem vill eiga kost á bæði vis-
inda- og viðskiptaumhverfi.SIi
103