Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 102

Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 102
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNflR DflVÍÐSDÓTTUR Græðgi grípur um sig Sigrún Davíðsdóttir leggur nokkuð út af græðginni i Lundúnapistli sínum að pessu sinni. Yfumenn hjá Enron fengu 32 milljarða króna í hónus á síðasta ári. Ofurfjárhœðir til íprótta- stjarna eru að sliga sjónvarpsstöðvar og vinirnir sex i Friends fá 2,5 milljarða króna hver jyrir nýja páttaröð sem samið var um nýlega. Texti: Sigrún Davíðsdóttir Er einhver önnur skýring á því en græðgi að yfirmenn En- rons fengu 320 milljónir Bandaríkjadala, 32 milljarða króna, í bónus á síðasta ári? Varla. En það er orðið umhugs- unarvert hvort árangurstengd laun og bónusar hafi orðið áhrif á endurskoðun og uppgjör í fyrirtækjum - sem og rekstur þeirra almennt. Freistingin til að hagræða bókhaldinu er ijarska sterk, þegar við stjórnendum blasa stjarnfræðilegar upphæðir fyrir afrekið. Enron-hrunið hefur enn gefið ástæður og tilefni til að hugleiða launakjör forstjóra. Tregðan til breytinga á þeim vett- vangi er ærin og ljóst að ef hluthafar í fyrirtækjum beita sér ekki í launamálunum þá verða engar breyt- ingar þar á. Störf endurskoðenda könnuð í kjöl- far Enron-hrunsins leitar Patricia Hewitt, verslunarráðherra Breta, nú logandi ljósi að þungavigtarnáunga í bresku viðskiptalífi til að leiða nefnd er kanni störf endurskoðenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum. Af hverju þarf að gaumgæfa þessar að- stæður í bresku viðskiptalífi þó að eitt- hvert fyrirtæki í Texas fari á hausinn? Er það af því að Enron var alþjóðlegt fyrirtæki eða af því að bæði Enron og endurskoðandi þess, Arthur Ander- sen, eru nátengd Verkamannaflokkn- um og hafa stutt hann með fé og ráð- um? Auðvitað skipar Hewitt enga nefnd til að kanna áhrif græðgi á siðferðið í viðskiptalífinu. En einhvern veginn er það svo að meðan ekki er tekið á því að viðskiptalífið stýrist af sömu hvötum og mannlífið almennt þá verð- ur Enron ekki síðasta sagan um græðgi. Það er líka talað um að stjórn- armenn eigi að sitja í færri stjórnum, til að geta sinnt þeim betur. En úps - einn þeirra sem Hewitt hefur auga- stað á situr sjálfur í tíu stjórnum. Litlar verslanir luta I gras Englendingar bera sig gjarnan saman við Frakka og þar er verslunarmenningin á æðra stigi. Litlu sérbúðirnar í Frakklandi, ostabúðirnar, slátrarar og bakarí, blómstra eftir sem áður þó að kjörbúðirnar saxi á. I Englandi hafa kjörbúðirnar trygg tök á kaupendum og smábúð- irnar lúta í gras, hver á fætur annarri. London er þó ögn sér á parti, því þar er úrval af smábúðum og mörkuðum og ævintýra- legt að kaupa í matinn fyrir þá matglöðu. Þess vegna er það líka heil fræðigrein hvernig er raðað í búðirnar. Af hveiju eru til dæmis ekki vörur, sem eru mikið keyptar, eins og salernispapp- ír og dósir með bökuðu baununum, hafðar strax við inngang- inn? Einfaldlega af því að þetta lokkar ekki augað og æsir ekki hugann eins og grænmetis- og ávaxtaborð, sem allar kjörbúðir með viti hafa við innganginn. Lúxusvörur eru við endann á rekkunum til að draga okkar að, nauðsynjavörurnar í miðjunni því þangað förum við þá hvort sem er. Pökkunin er gerð til að torvelda verðsamanburð. Áfram samdráttur á auglýsingamarkaði? Getur niðursveifla breyst í uppsveiflu en auglýsingamarkaðurinn orðið eftir í lægð- inni? Því er almennt spáð að núverandi efnahagslægð muni réna er líður á árið en allar spár benda samt til þess að auglýs- ingamarkaðurinn haldi áfram að dragast saman. Þetta dæmi er heldur ekki svona einfalt. Samdrátturinn undanfarin misseri hefur breytt auglýsingamynstri margra fyrirtækja. Blöðin og sjónvarpið tapa, en þeir sem alla vega í bili eru að hala til sín auglýsingar eru til dæmis veggspjöldin. Stafrænar stöðvar og Netið eru enn óljósir leikarar á auglýsingamarkaðn- um. Það er eins og mörg fyrirtæki séu að endurskoða auglýsingastefnu sína og ekki alveg klár á hvar og hvernig sé best að auglýsa. Hingað til hefur það þótt gulltryggt fyrir sjónvarpsstöðvar að sýna vinsælt efni, því það dregur að áhorfendur, sem er leiðin til að mjólka auglýsendur. Um leið hafa stöðvarnar verið tilbúnar til að borga vinsælum ein- staklingum miklar ijárhæðir. Meira að segja prófessorar í sögu geta hagnast: Channel 4 greiðir einum slíkum, David Starkey, tvær milljónir punda, um 300 milljónir íslenskra króna, fyrir 25 klukkustunda þætti um fornfræga kónga og drottningar. Sú upphæð dugir fyrir tveimur 200 fermetra íbúðum í London með útsýni yfir Thames á góð- um stað. Harðnar I ári hjá stjörnunum? Saman- lagt hef ég séð um það bil fjórar mínút- ur af amerísku sápunni Friends, sem ekki nægir mér til að skilja af hverju NBC sjónvarpsstöðin álítur það Er einhver önnur skýring á því en græðgi að yfirmenn Enrons fengu 320 milljónir Bandaríkjadala, 32 milljarða króna, í bónus á síðasta ári? Ég endurtek: 32 milljarða! 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.