Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 71
MARKAÐSIVIflL NÝ TÆKNI
MICHAEL DOUGLAS
Frumsýnd 8. febrúar um land allt.
...spennutryllir ái
DON'T SAY
AWORD
spdrts PlayStation 2
Fyrirtækin hafa upþgötvað áhrifamátt SMS-tœkninnar. 10-11 verslanirnar auglýstu nýlega lukkuleik og
bíómyndin Don’t Say a Word var auglýst í tengslum vib SMS. Þeirsem senda inn SMS-skilaboð lenda í
pottinum og fá svo í framtíðinni auglýsingar og tilboð frá fyrirtœkjunum - á SMS.
Um síðustu áramót voru
farsímanotendur Lands-
síma íslands um 148 þús-
und talsins, sem þýðir 66
prósenta markaðs-
hlutdeild, GSM-notendur
hjá Tali voru um 60 þús-
und talsins, eða 27
prósenta markaðshlut-
deild, og hjá Íslandssíma
voru notendurnir 15
þúsund talsins, eða um 7
prósent, en GSM-þjónusta
Íslandssíma hófst í mars
á síðasta ári.
aði jú þátttakendur 49 krónur að senda hvert skeyti. Vefsetrið
Núlleinn.is hefur einnig prófað að vera með markaðsleik. Það
var með spilaleik, þar sem þátttakendur fengu lukkunúmer og
gátu sent það inn með SMS-skilaboðum til að kanna hvort þeir
hefðu fengið vinning.
En fyrirtækin hafa einnig nýtt sér SMS-kerfið til að auka
þjónustu sína enda er SMS frábært upplýsingatæki og gagn-
virknin óneitanlega kostur þó að hún geti líka verið galli. Lík-
amsræktarstöðvarnar geta t.d. látið vita um breytta tíma eða
veikindi þjálfara með því að senda SMS-skilaboð, Europay
íslandi hefur auglýst sértilboð til Atlas korthafa í gegnum
SMS, Smárabíó sendir upplýsingar um frumsýningar og
forsýningar í SMS, hljómsveitin Sálin auglýsir tónleika, Rauði
kross Islands notaði nýlega þessa tækni til að óska eftir fólki
til að selja penna til styrktar vinnu gegn ofbeldi, fyrirtækið
Hausverk hefur notað SMS-kerfið til atkvæðagreiðslu og það
sama hafa fleiri fyrirtæki gert og munu gera.
Markviss markaðsaðferð Þegar fólk sendir inn símanúmerið
sitt í SMS-leik er reglan sú að gefið er jáyrði fyrir því að fá aug-
lýsingar og tilboð frá viðkomandi fyrirtækjum og þannig geta
fyrirtækin safnað saman góðum gagnagrunni, hópi fólks sem
vill fá upplýsingar og auglýsingar. Fyrirtækin þurfa þvi ekki að
eyða kröftum sínum og Jjármunum í t.d. auglýsingar á lands-
vísu heldur geta sent auglýsingarnar beint á sinn markhóp.
SMS-tæknin gefur því mjög markvissa og beina markaðsað-
ferð. BK kjúklingur á Grensásvegi hefur nýtt sér þessa aðferð
um nokkurt skeið meðal framhaldsskólanema og hefur svör-
unin verið á bilinu 15-30 prósent, sem þykir góður árangur.
Þessi tækni gefur kost á að flokka markhópinn niður, t.d. eftir
kyni, aldri, háralit o.s.frv., í samræmi við þær upplýsingar sem
þátttakendur gefa. Þannig þarf ung kona ekki að fá SMS-skeyti
frá herrafataverslunum nema hún vilji það og ungir strákar fá
ekki tilboð frá kvenfataverslunum nema þeir vilji það. Þátttak-
endur geta svo skráð sig úr gagnagrunninum þegar og ef þeir
vilja hætta að fá tilboð og auglýsingar fyrirtækjanna.
Kringlan var með útsöluleik á SMS eftir áramótin þar sem
þátttakendur í þúsundatali sendu inn skeytið „is utsala sms“
og tóku þátt í happdrætti með ijölda vinninga frá verslunum
Kringlunnar. Með þessu voru símanúmer þátttakenda komin
í gagnagrunn Kringlunnar og fá þeir í framtíðinni tilboð og
auglýsingar í farsíma sinn. Nema þeir skrái sig aftur úr grunn-
inum! ívar Sigurjónsson, markaðsstjóri Kringlunnar, er mjög
ánægður með leikinn og segir að nokkur þúsund farsíma-
númer hafi bæst við í SMS-grunn Kringlunnar en fyrir voru
þau um 5.000 talsins. „Leikurinn fékk fínar viðtökur. Þetta
markaðsstarf skilar sér mjög vel fyrir þær verslanir, sem hafa
sent auglýsingar og tilboð á SMS, því að það er gert með sam-
þykki þeirra sem fá þau. Líkurnar á því að við fáum viðbrögð
við slíku áreiti eru meiri en venjulega því að þetta fólk vill fá
að vita þegar tilboð og auglýsingar eru í gangi,“ segir hann og
telur gott að hafa unnið með yngri aldurshópunum í markaðs-
málum til lengri tíma litið þó að það skili sér ekki endilega í
viðskiptum núna.
SMS í Skyrinu líka En SMS-æðið hefur skotið upp kollinum
á ótrúlegustu sviðum. Skemmtilegur angi af því er markaðs-
setning á nýju skyri, SMS-smáskyrinu, sem Mjólkurbú Flóa-
manna sendi á markað fyrir nokkru. Birgir Guðmundsson
mjólkurbússtjóri segir að með þessu heiti sé verið að höfða til
þess markhóps sem nýtir sér SMS-tæknina, barna og ung-
linga, á svipaðan hátt og gert hafi verið með Skyr.is þegar það
var sett á markað í fyrra. „Þegar við fórum að framleiða þetta
afbrigði af skyrinu þá datt okkur í hug að tengja það þessari
tækni og höfða til unga fólksins. Það eru æði margir, sem eiga
börn og unglinga, en auðvitað þarf ekki annað en að ganga
um götur til að sjá að þessi hópur er endalaust, stanslaust og
stöðugt að pikka inn þessi skilaboð í síma,“ segir hann. S3
71