Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 50
ORRAHRÍÐIN í KRINGUM LANDSSÍMANN Það sem læra má af ráðningu Þórarins til Símans er að stjórnir eiga að gefa sér góðan tíma til að velja forstjóra, fara eftir eigin sannfæringu og fara vandlega í gegnum sinn spurn- ingalista. Auðvitað gat stjórn Símans í sjálfu sér lítið annað gert en að samþykkja Þórarin því eigandi Símans, ráðherravaldið, óskaði eftir honum í starfið. Og ekki setja stjórnir í fyrirtækj- um sig upp á móti vilja eigandans. En gleymið því aldrei að þið getið ekki bæði sleppt og haldið, annaðhvort bera stjórnar- menn ábyrgð eða ekki. Umfram allt eiga stjórnirnar að hlusta á eigin sannfæringu. Raunar vildi það til í tilviki Þórarins að stjórnarmenn voru yfir sig hrifnir af að fá hann; hann var úr þeirra hópi. En hvernig er hinn strangi spurningalisti sem fara þarf í gegnum við ráðningu forstjóra? Stjórnarmenn eiga að skil- greina vel hvers konar forstjóra þeir vilja fá og „hvaða hlut- verki“ hann eigi að gegna. Hvar er fyrirtækið statt og eftir hvaða eiginleikum er sóst? Hvar eiga styrkleikar nýs forstjóra að liggja og hverju á hann að koma í verk? Með öðrurn orðum; hvernig forstjóra vilja stjórnirnar fá? Vilja þær að hann sé snaggaralegur, hugmyndaríkur og drifinn áffam af áhuga á markaðs- og sölumálum? Vilja þær að hann sé fyrst og fremst vel að sér í rekstri og öflugur í mannlegum samskiptum og geti stjórnað fólki? Vilja þær hægan, varkáran og íhaldssaman mann með mikla kunnáttu á sviði flármála? Vilja þær að hann komi úr „óvernduðu umhverfi“, þ.e. miklu samkeppnisfyrir- tæki þar sem daglega hefur orðið að berjast fyrir brauðinu, eða þá úr „vernduðu umhverfi", t.d. opinberu fyrirtæki eða stóru ráðandi fákeppnisfyrirtæki? Er fyrirtækið of stórt fyrir hann eða kannski of lítið? Hefur hann skilning á atvinnugreininni? Hvernig er lífshlaup hans, þankagangur og gildismat? Er hann heiðarlegur, klár og kraftmikill? Spurningarnar eru margar. En umfram allt; þeim þarf að svara áður en ráðning fer fram - ekki eftir á, eins og gerðist í tilviki Þórarins. Oftast er sóst eftir einstaklingi í starf forstjóra sem hefur gott vald á mannlegum samskiptum, hefur háskólamenntun og býr yfir sjálfstæði, áhuga, frumkvæði og jöfnum hæfileik- um á sviði fjármála og markaðsmála. Þetta er aðeins meira en „aldur og fyrri störf". Sumir halda því fram, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar í síðasta tölublaði Frjálsrar verslunar, að forstjórar í stórfyrirtækjum eigi að gera sem minnst sjálfir, en einbeita sér að því að halda lífi i þeirri sýn og því markmiði, sem fyrirtækin hafa sett sér, og raða þess vegna í kringum sig fólki sem getur séð um hina daglega vinnu. Það var fyllsta eining í stjórn Símans um ráðningu Þórar- ins sumarið 1999. Þó skal vakin athygli á því að fulltrúar Samfylkingarinnar í stjórninni, þau Flosi Eiríksson og Sig- rún Benediktsdóttir, lögðu fram bókun þar sem lýst var yfir óánægju með það hvernig ákvarðanir um mannabreytingar og rekstur Landssímans væru teknar einhvers staðar í „reykfylltum bakherbergjum" en ekki á vettvangi stjórnar fyrirtækisins. „Slík vinnubrögð eru ekki til þess fallin að tryggja góðan anda innan Landssímans,“ segir í bókun þeirra. En síðan kemur þessi athyglisverða setning í bókun- inni: „Það er óvenjulegt að nú hefur verið valinn með þess- ari gamaldags aðferð hæfur maður sem hefur metnað til að reka hér öflugt símafyrirtæki í almenningseign og því styðj- um við ráðninguna þótt aðdragandinn sé ekki til fyrirmynd- ar.“ Svo mörg voru þau orð hjá Flosa og Sigrúnu sumarið 1999. Góð lexía: Farið eftir eigin sannfæringu umfram allt. Farið í gegnum hinn krítíska spurningalista þegar þið ráðið forsljóra þótt þrýst sé á ykkur að ráða viðkomandi í gegnum klíku. Ef eigandi fyrirtækisins, ríkisvaldið í tilviki Símans, krefst þess að fá sinn mann sem forstjóra eiga þeir stjórnar- menn, sem eru á móti ráðahagnum, frekar að segja af sér en að láta af sannfæringu sinni. Það gerði t.d. Árni Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor, þegar hann sat í bankaráði Landsbank- ans og Sverrir Hermannsson var ráðinn bankastjóri. Hvernig á að segja forstjóra upp? (Uppsögn Þórarins) Besta aðferðin er sú að hafið þið komist að óírávíkjanlegri nið- urstöðu, allar viðræður ykkar um bætt samskipti við for- stjórann eru að baki og gulu spjaldi veifað, þá er best að taka af skarið, sýna ekkert hik og útskýra og rökstyðja nákvæmlega fyrir viðkomandi að óhjákvæmilegt sé að leiðir skilji. Leggið áherslu á að tímasetning uppsagnarinnar henti fyrirtækinu. Þið skulið jafnframt gefa út fréttatilkynningu þar sem þið útskýrið málið og segið frá ástæðunni. Klárið málið, skiljið ekkert eftír. Raunar deilir menn á um aðdragandann að uppsögnum og hvaða aðferðafræði sé þá best að beita, t.d. hvort beita eigi gulu spjaldi, gefa viðvörun. Stjórnvöld stóðu ekki vel að uppsögn Þórarins, og af þeim mistökum er margt hægt að læra. Þórarni var sagt upp fimmtu- daginn 13. desember sl. eftír að hafa verið sendur í „tímabundið leyfi“ í byrjun október. Þarna voru fyrstu mistökin; það áttí að segja honum strax upp sl. haust, ella setja hann aftur í starfið. Stærstu mistökin voru þó að segja honum ekki upp sl. sumar áður en söluferlið á Landssímanum hófst, fyrst stjórnvöld voru búin að fá sig fullsödd á honum og stjórnun fyrirtækisins. Hugur átti að fylgja máli við kynningu á fyrirtækinu. Allra síst átti að senda Þórarin í eitthvert leyfi á fölskum forsendum. Þegar loks- ins var búið að ákveða að segja honum upp átti að rökstyðja mál- ið í hnotskurn í fréttatilkynningu, leggja spiHn á borðið og út- skýra nákvæmlega fyrir alþjóð ástæður uppsagnarinnar. Þess í stað var klifað á því að um trúnaðarbrest væri að ræða. Það voru mikil mistök. Það orðalag hentar kannski í lokuðu einkafyrirtæki en hvorki í almenningshlutafélagi né opinberu fyrirtæki. Gleymið ekki þessari lexíu: Þegar enginn fær raunverulega að vita út á hvað stórmál ganga, eins og uppsögn á forstjóra hjá stóru opinberu fyrirtæki (raunar níunda stærsta fyrirtæki lands- ins), hvað þá forstjóra sem er þjóðsagnapersóna, þá eru slík mál enn galopin og undir þeim kraumar, þ.e. ljölmiðlar og almenning- ur trúa ekki öðru en að eitthvað gruggugt hafi verið í gangi sem ekki þoli dagsljósið. Af uppsögn Þórarins má þetta læra: Ef þið útskýrið ekki upp- sögn á forstjóra og leggið allt málið á borðið, þar sem þið felið ekkert, þá fyrst byija íjölmiðlar að grafa og spyijast fyrir - og mun- ið; þeir komast aHtaf að ástæðunni fyrr eða síðar. Þjóð veit þá þrír 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.