Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 43
NÆRMYND HREINN LOFTSSON krossgötum Nafnið er oft í fréttum en lítið er vitað um manninn og kannski minna en ástœða væri til þvi að hann hefur haft mikil áhrifá þjóðfélags- þróunina síðustu árin. Hreinn Loftsson hefur gríðarlegan þólitískan metnað sem hann hefur fengið útrás fyrir í starfi sínu fyrir einkavæð- ingarnefnd en nú er hann hœtturþar og má því segja að hann standi á krossgötum. Efiir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson Nafn Hreins Loftssonar hrl. hefur mikið verið í fjölmiðlum undanfarin ár, einkum þegar einkavæðingu ríkisfyrirtækja hefur borið á góma, en þó að margir kannist við nafnið er lítið vitað um persónuna. Hann hefur haldið sínu fyrir sig og ekkert verið að básúna um sín verk. Sjálfstæðismenn þekkja þó vel til Hreins Loftssonar, hann hefur verið virkur í flokksstarfinu frá þvi á unglingsárum og ekkert dregið úr og reyndar verið einn helsti samstarfsmaður og ráðgjafi Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra síðustu tíu árin. Einkavæðingin hefur verið eitt helsta áhugamál Hreins og því má búast við að pólitísk þátttaka hans breytist að einhveiju leyti á næstu mánuðum og misserum nú eftir að hann hefur sagt af sér sem formaður einkavæðingar- nefndar en auðvitað heldur hann áfram að vinna að sínum áhugamálum í stjórnmálum og annars staðar. Við birtum hér nærmynd af Eyjapeyjanum Hreini Loftssyni. Uppruni Hreinn er kaupmannssonur úr Vestmannaeyjum, fæddur 12. janúar 1956. Hann er sonur Lofts Magnússonar, kaupmanns og síðar verslunarmanns hjá Birgðastöð Sam- bandsins, sem ættaður er frá Isafirði, og Aðalheiðar Steinu Guðjónsdóttur Scheving, skólahjúkrunarfræðings í Vest- mannaeyjum og síðar hjúkrunarframkvæmdastjóra á geð- deildum Borgarspítalans í Reykjavík. Hún er ættuð úr Vest- mannaeyjum. Hreinn á fjögur systkini og er stutt á milli þeirra flestra. Bræður Hreins eru þrír. Elstur er Guðjón Scheving Tryggvason, f. 1951, verkfræðingur hjá Siglinga- málastofnun, næstur er Jón Loftsson, rafeindavirki hjá Kögun, fæddur 1954, og Magnús Loftsson er grafískur hönn- uður og kennari að mennt, fæddur 1957. Hann starfar sem markaðsstjóri Hvíta hússins og er einn eigenda þess. Systirin er yngst, fædd árið 1958. Hún heitir Asdis og er fatahönnuð- ur að mennt og kennari í Smáraskóla. Gott samband er á milli allra systkinanna en sérstaklega voru Hreinn og Magnús, bróðir hans, samrýndir í æsku enda fæddir sama mánaðar- daginn með eins árs millibili. Fjölskylda Hreins bjó í Eyjum, þar sem fjölskyldufaðirinn rak verslanir, fram til áramótanna 1969-1970 að hún flutti á höfuðborgarsvæðið og settist að í Kópavogi. Hreinn eyddi því æskuárum sínum við leik í Eyjum og unglingsárum í Kópa- vogi. Sem barn var hann farinn að fylgjast með pólitík og þjóðfélagsmálum í sjónvarpi og útvarpi, las öll dagblöðin og var strax mjög einarður sjálfstæðismaður þó að ekki væri neitt sérstaklega mikil pólitísk umræða á heimilinu. Foreldr- ar hans voru þó að einhverju leyti virkir í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins og móðurafi Hreins, Guðjón Scheving, málarameistari og kaupmaður í Vestmannaeyjum, var mjög pólitískur, strangur og siðavandur. Hreinn var hændur að afa sínum og hefur líklega mótast mjög af honum. Fjölskylda Hreinn kvæntist árið 1982 Ingibjörgu Kjartans- dóttur meinatækni en hún kynntist Hreini í gegnum skóla- bræður sína í MR sem fengu hana til að mæta á fundi i Heimdalli. Ingibjörg er fædd 5. ágúst 1958 og eru foreldrar hennar Kjartan Magnússon, stórkaupmaður í Reykjavík, sem nú er látinn, og Sigríður Guðmundsdóttir, fv. iðnrekandi. Ingi- björg rekur Heildverslun Kjartans Magnússonar. Hreinn og Ingibjörg eiga þrjú börn. Elst er Erna, 21 árs stúdent, Loftur er 13 ára nemandi við Garðaskóla, og Kjartan er 9 ára nem- andi við Flataskóla í Garðabæ. Menntun Hreinn gekk í barnaskóla í Vestmannaeyjum fram til 1970 og settist þá á skólabekk í Víghólaskóla í Kópavogi og lauk landsprófi þaðan. Hreini gekk afar vel í námi. Hann þótti góður íslenskumaður og fékk viðurkenningu sem slíkur þegar hann lauk landsprófi. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1976 og hugði þá jafnvel á nám í stjórnmálafræði erlendis. Hann tók sér frí frá námi í eitt ár og starfaði hjá Heimdalli, kynntist þá konunni sinni, eins og áður segir, og ákvað að skella sér frekar í lagadeild HI. Hann lauk cand. juris. prófi frá Háskóla Islands sumarið 1983. Hann var Hreinn er mikill fjölskyldumaður og fjölskylda hans er mjög samheldin og góð. Magnús, bróðir hans, segir að Hreinn sé opinn gagnvart þeim sem hann þekkir, en það taki nokkurn tíma að komast inn fyrir skelina. Þegar þangað sé komið sýni hann á sér nýjar hliðar, húmor og skemmtilegheit. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.