Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 78

Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 78
Dagblaðsauglýsing - Margrét Sigurðardóttir Morgunblaðinu afhendir Friðriki Erlingssyni, Lúðurinn. stjóri var Gulli Maggi. Auglýsingin er gott dæmi það hvernig allir þeir ólíku þættir, sem saman eru komnir í einni sjón- varpsauglýsingu, ganga upp - handrit sem batnar stöðugt í vinnsluferlinu í höndum leikstjóra, leikara, förðunarmeistara, ljósamanna og klippara. I könnun sem Plúsinn gerði meðal al- mennings á því hver af tilnefndum sjónvarpsauglýsingum væri best varð „Götóttur" einnig hlutskörpust. Þrjú þúsund manns tók þátt í þeirri könnun. Kýr í fegurðarsamkeppni „Ungfrú Gateway Einstök feg- urðarsamkeppni svartskjöldóttra kúa á íslandi“ vann í hópi markaðsátaka en það var Fíton sem fékk þann lúður. Þáttur í markaðsátaki Aco hf. meðal bænda á íslandi var keppnin um Ungfrú Gateway 2001, fýrsta fegurðarsamkeppni svartskjöld- óttra kúa á Islandi. Keppt var um hver þeirra líktist mest kúnni sem gjarnan sést í auglýsingum Gateway tölvuíýrir- tækisins eða minnti mest á tákn Gateway. Auk þess að vekja ATHYGLISVERÐUSTU AUGLÝSINGflRNflR athygli á íslensku kúnni hafði Gateway-keppnin það að markmiði að auka tölvunotkun meðal bænda. Hinn 18. apríl 2001 krýndi Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra Operu frá Bjólu sem Ungfrú Gateway 2001 að viðstöddum fjöl- mennum hópi blaða- og frétta- manna. Málinu var fýlgt eftir frá upphafi með fréttatilkynningum og blaðamannafundum auk viðtala og fjölluðu fjölmiðlar um hana á ýmsan hátt. Við kynninguna fóru því saman auglýsingar, almannatengsl og gagnvirk notk- un á vefsíðu keppninnar. „Það var í byijun desember, skömmu eftir lát bítilsins George Harrisons, að Þorgrímur Þráinsson framkvæmda- stjóri Tóbaksvarnanefndar kom að máli við mig og sagði mér að George Harrison hefði látist af völdum reyk- inga og að til væru viðtöl þar sem hann segði berum orðum að reyk- ingar væru að drepa hann,“ segir Leopold Sveinsson, framkvæmda- stóri markaðssviðs AUK. „Hann spurði hvort ég teldi að þessi stað- reynd ætti heima í auglýsingu. Það kom mér á óvart að heyra hver ástæða veikindanna sem drógu bítilinn til dauða hefði verið og taldi ástæðu til að vekja athygli landsmanna á þessu. Ég skal viðurkenna að ég gerði mér strax grein fyrir því að þetta var viðkvæmt málefni sem skapað gæti andúð hjá hinum flöl- mörgu aðdáenda Bítlanna og Harrisons. Eftir að hafa kynnt mér umfjöllun erlendra ijölmiðla á veikindum og dauða Harri- sons og vegna viðhorfa samstarfsmanna minna gagnvart mál- inu sannfærðist ég um að rétt væri að leggjast í hugmynda- vinnu og sjá hvort ekki fyndist snjöll leið til að koma skilaboð- unum á framfæri - án þess að misbjóða aðdáendunum.“ B3 „flll you need is love“ , í “M vouneedisLove’ Val fólksins klúsinn er 'gagnvirkur miðill þar sem fólk skráir sig sem félaga og samþykkir að taka þátt í útsendingum auglýsinga sem ber- ast þeim sem myndrænn tölvupóstur. Svörun berst aug- lýsendum samstundis og hægt er að flokka niðurstöður á margvíslegan hátt, s.s. eftir kyni, aldri, búsetu eða fjöl- skylduhögum. I tilefni af Imark voru Plúsfélagar spurðir hvaða auglýs- ingu þeir teldu bestu sjónvarpsauglýsinguna í útnefndum flokki ímarks. Rúmlega þrjú þúsund einstaklingar í Plús, 12 78 ára og eldri, völdu auglýsinguna „Götóttir ostar“ sem bestu sjónvarpsauglýsingu ársins 2001 en útsendingin fór fram á vegum Plússins nokkrum dögum áður en Ímark-hátíðin var haldin. Plús sendir út gagnvirkar auglýsingar í formi mynd- ræns tölvupósts og var svarhlutfall með þessari spurningu um 86%. Við flokkun á niðurstöðum var fróðlegt að sjá að mismunandi markhópar völdu á misjafnan hátt. T.d. völdu einhleypir karlmenn Thule auglýsinguna þá bestu og yngra fólk valdi fleira TalGúrúinn og/eða Volgsvagen Golf auglýs- inguna. Langflestar konur völdu hins vegar Ostaauglýsing- una og fór það hlutfall hækkandi eftir 25 ára og allt upp í 70% af konum sem eiga börn. sjá: http://www.plus.is/hermes/imark.asp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.