Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN flCO-TÆKNIVflL
Viðskiptin við Baug og Feng gengu hratt fyrir sig,
komu upp um miðja vikuna og voru frágengin um
helgi. Gengið hafði verið 1,4 stóran hluta ársins en
viðskipti fátíð og var gengið aðeins 0,75 við söluna.
Við sölu á svo stórum hlut hefðu margir búist að
gengið yrði hærra.
Bruðl 09 agaleysi? Ljóst er að Baugur og Fengur eru komnir inn í ATV
til að græða, ekki til að tapa peningum. Nýir hluthafar telja dreifileiðir
fyrirtækisins öflugar en hafa jafnframt lýst því yfir að þeir vilji halda
starfseminni óbreyttri, ekki verði farið út í það að selja eða hætta með
ákveðin svið eða vörumerki. Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar
telja nýir eigendur að agaleysi og bruðl hafi einkennt fyrirtækið síðustu
ár og að góðir rekstrarmenn geti tekið til hendinni. Almar og samstarfs-
menn hans séu einmitt réttu mennirnir og vilja nýir eigendur að þeir
hreinsi til og skerpi á aganum en þau sjónarmið heyrast meðal fráfar-
andi stjórnenda að erfitt sé að skera frekar niður án þess að það komi
illa niður á fyrirtækinu. Það á þó eftir að koma í ljós. Ráðinn hefur verið
Jónas Sturla Sverrisson, ráðgjafi hjá KPMG, í ákveðið verkefni sem felst
í því að skoða ferla innan fyrirtækisins og koma með tillögur að endur-
skipulagningu. Ekki er fullkomlega ljóst hvað nýir stjórnendur ætla að
gera sem fyrri stjórnendur gerðu ekki. Þó er ljóst að viðbótarfjármagn
vantar inn í ATV. Baugur og Fengur munu setja 300 milljónir króna í
ATV á næstu dögum eða vikum í formi víkjandi lána og styrkja þannig
ijárhagsstöðu fyrirtækisins og fleyta því yfir erfiðasta hjallann þar til nið-
urskurður og aðrar ráðstafanir fara að skila tilætluðum árangri.
Tiltektin hjá ATV heldur áfram og felst í ýmsum ráðstöfunum, stærst
er sennilega 13,4 prósenta launalækkun starfsmanna. Skarphéðinn segir
að „útgaldahliðin sé alltof bólgin“ og þar sé launakostnaðurinn fyrirferð-
armestur. Nýir stjórnendur hafa talið sig hafa um þijá kosti að velja til að
lækka launakostnað: gjaldþrot, framhald á fjöldauppsögnum eða launa-
lækkun. Af þessu þrennu væri síðastnefndi kosturinn sársaukaminnstur
og því hafi starfsmenn fengið tilboð um 10 prósenta launalækkun auk
þess sem samningsbundin 3,4 prósenta launahækkun um síðustu áramót
félli niður eða uppsögn ella. Tillagan var rædd í einstökum hópum innan
fyrirtækisins í lok síðasta mánaðar og gáfu rúm 95 prósent starfsmanna
samþykki sitt Varla þarf að taka fram að þetta er þó ekki vinsæl ráðstöf-
un þeirra á meðal og munu margir þeirra vera á höttunum eftir nýjum
vinnustað strax og færi gefst. Meðallaun starfsmanna hjá ATV er um 275
þúsund krónur á mánuði. Vonast er til að launalækkunin, uppsagnirnar og
aðrar slíkar ráðstafanir verði til þess að rekstrarkostnaður minnki um 140
milljónir króna yfir árið. Lækkunin gildir þó ekki um starfsmenn með 150
þúsund krónur eða minna á mánuði. ATV mun væntanlega kaupa hluta-
bréf í sjálfu sér á næstunni og munu allir starfsmenn, sem samþykktu
lækkunina og starfa hjá félaginu út þetta ár, fá bónus í hlutabréfum 1. jan-
úar 2004 eða þegar afkoman birtist. Miðað við hækkun á hlutabréfaverði
um 4 prósent á árinu getur þetta þýtt ríflega 100 þúsund krónur.
„Þetta hafa verið erfiðir tímar. Fólk hefur þurft að þjappa sér saman í
bátnum og fá hlýju hvert frá öðru en ástandið er fljótt að breytast. í fyrir-
tækinu er mikið af góðu fólki sem gefur alla sálina í starfið. Um leið og
menn fara að ná árangri skref fyrir skref þá mun brúnin á fólkinu lyftast,“
segir heimildarmaður.
Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
W
Eg vona að framtíð fyrirtækisins sé
björt og fögur eins og hlíðin heima.
Það er ljóst að stjórnendur þessa
félags hafa ekki náð þeim markmiðum
sem þeir hafa ætlað sér á undanförnum
árum og í rauninni held ég að það sé
ekkert öðruvísi hér en hjá öðrum fyrir-
tækjum í þessum geira. Menn hafa náð
misgóðum árangri. Fáir hafa náð góðum
árangri, margir hafa ekki náð nógu
góðum árangri og við erum í þeim hópi.
Mikil breyting hefur orðið á síðustu 20
árum. Tölvur eru alls staðar, í rekstri
fyrirtækja, inni á heimilunum og í skól-
unum. Fólk vill fá betri þjónustu og lægra
verð og ég held að sú krafa hafi orðið
mörgum fyrirtækjum að falli. Eg tel að
rekstrargrundvöllur og uppbygging fyrir-
tækjanna hafi verið með þeim hætti að
þau hafi ekki þolað aukna samkeppni og
meiri kröfur frá viðskiptavinum,“ segir
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri ATV.
Verðum að gera Detta sjálf ATV hefur
mjög verið til umijöllunar að undanförnu
eftir kaup Baugs og Fengs á fyrirtækinu,
uppsagnir á gamlársdag og launalækkun
starfsmanna. Almar er tregur til að tíunda
fyrirætlanir sínar næstu mánuði og segist
hafa ákveðnar hugmyndir um rekstur
almennt, tekjurnar verði að vera meiri en
gjöldin og leita verði þeirra leiða sem
færar eru til að hækka tekjurnar eða
lækka gjöldin. Hann segir að markvisst
hafi verið unnið að þvi að lækka rekstrar-
kostnað undanfarið ár og þeirri vinnu
verði haldið áfram. „Kostnaður er tvenns
konar, annars vegar sá kostnaður sem
samið er um við aðra, Ld. gengis- og
vaxtakostnaður, og hins vegar sá kostn-
aður sem maður semur um við sjálfan sig.
Síðarnefnda kostnaðinn er hægt að hafa
áhrif á því að hann snýst um það hvernig
fyrirtækið er rekið og hversu mikinn
kostnað er lagt í innanhúss. Ef við ein-
blínum á þá þættí sem við getum ráðið
sjálf í fyrirtækinu þá held ég að við getum
náð mjög góðum árangri,“ segir hann.
Aðhald verður að vera í rekstri tölvu-
fyrirtækja og það gildir lika um ATV.
Mikil mannafækkun hefur átt sér stað
innan fyrirtækisins síðustu misseri og
ekki síst síðustu vikur. Eitt af fyrstu
verkum nýrra stjórnenda var að segja upp
hópi manna, þar af fengu fimm af sjö
starfsmönnum í fjármáladeild ATV upp-
24