Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 35
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS. Flestir
spyrja sig núna hvar VÍS muni bera
niður eftir að Sjóvá-Almennar keyptu í
P. Samúelssyni, Toyota, í byrjun ársins.
TM kom inn í Heklu um miðjan síðasta
áratug og hefur sú fjárfesting skilað sér
vel til baka.
Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu. Hann
keypti 67% hlut bræðranna Sigfúsar og
Sverris Sigfússona í Heklu í nóvember
sl. Hekla er rótgróið fyrirtæki og það
umboð sem er með mest eigið fé.
Bogi Pálsson, fráfarandi forstjóri P.
Samúelssonar. Brotthvarf hans kom
öllum á óvart. Hann hefur stýrt því
ásamt föður sínum sl. tuttugu ár. Þeir
feðgar, ásamt Emil Grímssyni, hafa gert
fyrirtækið að því sem það er í dag.
Jón Snorri Snorrason, forstjóri B&L,
kom til liðs við fyrirtækið á síðasta ári.
Aðaleigandi B&L er Guðmundur Gísla-
son. Sonur hans, Gísli, er stjórnarfor-
maður. Börn hans, Guðmundur og Erna
eru sömuleiðis í eldlínunni innan fyrir-
tækisins.
Hallgrímur Gunnarsson, forstjóri Ræsis.
Ræsir er eitt af þessum dæmigerðu litlu
bílaumboðum sem eru smá og þess
vegna sveigjanleg á brokkgengum
markaði. Vissulega enginn stórgróði -
en ekkert stórtap heldur.
Erna Gísladóttir framkvæmdastjóri hjá
B&L er formaður Bílgreinasambands-
ins. Hún hefur sagt í fjölmiðlum að árið
fari vel af stað í bílasölu og gerir ráð
fyrir 15 til 20% aukningu í sölu nýrra
bíla á þessu ári.
akkurinn af svona sameiningu eða samvinnu kemur yfirleitt seint
fram og þá eru þessi fyrirtæki í eigu þekktra bílafjölskyldna sem
ekkert eru á þeim buxunum að draga sig í hlé.
Stóra reikningsdæmið, sem VÍS þarf að kljást við, er hvort
það borgi sig að fara í meiriháttar íjárfestingar á þessum mark-
aði og hvort það nái í einhverjar óbeinar viðbótartekjur samfara
þeirri ijárfestingu. Það er flóknara dæmi en virðist í fyrstu og út-
koman er ekki gefin. Það er á undanhaldi í viðskiptalífinu að
Ijárfesta til að kaupa sér viðskipti. Fjárfestingin sjálf verður að
standa undir sér.
Hvar getur VÍS borið niður? En hvar getur VÍS borið niður?
Hvaða umboð eru eftir? Þau eru: Ingvar Helgason-Bílheimar,
B&L, Brimborg, G. Bernhard (Honda og Peugout), Suzuki-bílar,
Ræsir, Kia-umboðið, Bílabúð Benna og ístraktor. En til hvers ætti
VIS að kaupa sig inn í eitthvert þessara umboða án þess að gera
neitt meira? Miðað við að 20 til 25% markaðshlutdeild sé nauðsyn-
leg til „að lifa sæmilegu lífi“ þarf augljóslega að sameina einhver
þessara fyrirtækja - eða að minnsta kosti að búa til mjög sterka
samvinnu á milli þeirra.
Þessi 20 til 25 prósenta regla um markaðshlutdeild segir
okkur líka að í framtíðinni verða þrjú stór bílaumboð á mark-
aðnum með nær 75-85% hlutdeild og nokkur lítil með mjög litla
sneið af kökunni - en sömuleiðis fremur litla áhættu. Það er í
sjálfu sér ekkert slæmt að vera agnarsmár og sveigjanlegur á
brokkgengum markaði. Það verður vissulega enginn stórgróði -
en heldur ekkert stórtap.
Nýr risi þriggja fyrírtsekja? Flestir spá því að VÍS beini spjótum
sínum fyrst að Ingvari Helgasyni-Bílheimum, en sú samstæða
35