Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 82
Kristján Daníelsson, sölu- og markaðsstjóri Radisson SAS: „Hótelið var nær tvöfaldað að
stærð hvað gistirými varðar og um leið var bætt við sjö sölum og afþeim eru jjórir sérstak-
lega útbúnir og uþpsettirfyrir fundi og ráðstefnur. “
Hótel Saga var byggð árið 1962 og
hefur allar götur síðan verið notað sem
hótel og veitingastaður, en einn þekkt-
asti veitingastaður landsins, Grillið, er
einmitt á Sögu.
„Við höfum ráðist í viðamiklar breyt-
ingar og umbætur síðustu ár,“ segir
Kristján Daníelsson sölu- og markaðs-
stjóri Radisson SAS, eins og hótelið
heitir nú. „Raunar hófust breytingarnar
árið 1987 þegar byggt var við hótelið og
það nær tvöfaldað að stærð hvað gisti-
rými varðar en um leið var bætt við sjö
sölum og af þeim eru ijórir sérstaklega
útbúnir og uppsettir fyrir fundi og ráð-
stefnur. Að undanförnu höfum við
endurnýjað neðstu hæðina og þar með
veitingasöluna Skrúð þar sem boðið er
upp á hlaðborð í hádeginu og kvöldin
Hótel Saga:
Allt á einum stað
Það vita ekki margir en efhorft er á Hagatorg
úr lofti, sést að þar hefur verið gerð tilraun til
að skapa blævængslagaða borg í stil við
Karlsruhe í Þýskalandi sem margir pekkja.
Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson
W
Ut frá torginu liggja göturnar eins og pílárar en Hótel Saga
er við endann, stórt og virðulegt hótel sem býður gestum
sínum óviðjafnanlegt útsýni yfir borgina úr herbergjum
sem öll eru á efstu hæðum hótelsins.
Hótelið hefur yfir að ráða allri nýjustu tækni til funda- og ráð-
stefnuhalds af nær hvaða stœrð sem er. Tœknimaður starfar við
hótelið ogerhann fundargestum til aðstoðar eftir þörfum. Allt upp
í 800 manns geta verið í einu í standandi móttöku.
og auðvitað mat og kaffi allan daginn. í setustofunni eða á
Mímisbar er þægileg aðstaða fyrir gesti sem í vaxandi mæli
nýta sér að halda tveggja til fimm manna fundi á meðan þeir fá
sér kaffi. Aðrir sitja og lesa blöðin og fylgjast með hótellifinn “
Salir af Öllum stærðum Einnig hefur verið unnið að endur-
bótum á herbergjum hótelsins og fundarsölum. Hótelið hefur
yfir að ráða allri nýjustu tækni til fundar- og ráðstefnuhalds af
nær hvaða stærð sem er. Tæknimaður starfar við hótelið og er
hann fundargestum til aðstoðar eftir þörfum. Allt upp í 800
manns geta verið í einu í standandi móttöku en Kristján segir
að á sumum af stærri dansleikjum hótelsins hafi verið um og
yfir 1000 gestir og vel farið um alla. Fundarsalirnir eru nú níu
talsins og af ýmsum stærðum en sá minnsti rúmar um 18
manns og sá stærsti um 380 manns.
„Fyrir utan veitingasalinn Skrúð og Grillið sem opið er á
kvöldin og um helgar geta ráðstefnu- og fundargestir pantað
sérstaklega mat sem þá er borinn fram þar sem þess er óskað,“
segir Kristján. „Við höfum líka þá sérstöðu að geta tekið mjög
marga gesti í gistingu enda er hótelið með þeim stærri á
landinu. Ekki er verra að Háskólabíó er hér við hliðina á okkur
ef þörf er á enn stærri sölum. Hér koma á hverju ári fjölmargir
eriendir aðilar með fundi og það fer vaxandi því þó að við
auglýsum það ekki beinlínis, verður að segjast eins og er að
landið er talið öruggt til gistingar. Það þykir líka spennandi
kostur vegna náttúrufegurðar og þess hvað það er öðruvísi.“
í kjallara hótelsins er að finna margháttaða þjónustu,
hárgreiðslustofu, snyrtistofu og heilsulindina Mecca Spa þar
sem gestir geta látið líða úr sér, slakað á eftir daginn. Þetta
mælist vel fyrir hjá gestum, hvort sem þeir eru ráðstefnugestir
eða gista á hótelinu og er mikið notað að sögn Kristjáns. 35
82