Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 21
Ax hugbúnaðarhús er til húsa í Skeifunni. Hugbúnaðarsvið Tæknivals var skilið frá fyrirtækinu og Ax stofnað og selt. eftir að HP hafði sameinast Compaq. Lítil eftirspurn var eftir bréfum í Aco-Tæknivali og tókst ekki að selja þau svo að bankinn sat uppi með tæplega 48 prósenta hlut í félaginu. Það leiddi til þess að stjórn- endur félagsins urðu að vera í nánu samstarfi við bankann, bæði sem eiganda og lánardrottin. Ljóst var að hlutaijáraukningin dygði ekki til að rétta reksturinn endanlega við heldur fleytti fyrirtækinu aðeins fram á vormánuði 2002. Enn þyrfti um 350 milljónir króna inn í reksturinn. Vonir stóðu til að árið 2002 yrði vaxtarár á markaðnum. Þróunin reyndist hins vegar þveröfug og var samdrátturinn yfir 25 prósent. „Tekjurnar minnkuðu, framlegðin féll stöðugt, vörubirgðir þurfti að afskrifa hratt og viðskiptakröf- ur reyndust lélegar. Magnús passaði sig á því að bakka stöðugt, hopa rólega allan timann,“ segir heimildar- maður Fijálsrar verslunar. Þar sem verslanasviðið og kjarna- sviðið, með sérhæfðum lausnum fyrir stór fyrirtæki, áttu erfitt með að búa undir sama þaki kom fram sú hugmynd í árslok 2001 að breyta félaginu til að reyna að bjarga því. Ákveðið var að skilja verslunarsviðið frá öðrum rekstri og leita að hugsan- legum samstarfsaðilum eða reyna að selja það. Eftir því sem leið á árið 2002 kom æ betur í ljós að fyrirtækið „var komið á skeljarnar," eins og það var orðað við blaðamann. Markaður- inn var mjög rólegur og lítill vilji til að koma að félaginu, í raun var það rekið „tæknilega gjaldþrota" stóran hluta ársins 2002. Ljóst hafði verið frá því í fyrrasumar að félagið myndi steyta á skeri í febrúar eða mars 2003 ef ekki kæmi inn aukið hlutafé. Nafninu Aco-Tæknival var breytt í ATV haustið 2002 og var það þáttur í endurskipulagningunni. í október var eiginflár- staðan orðin neikvæð um 430 milljónir og var sú upphæð komin upp í 500-600 milljónir ki'óna í nóvember og þá var ljóst að sala á verslanasviðinu myndi engan veginn nægja til að laga eiginfjárstfiðuna og skapa trúverðugleika fyrir framtíð- ina. Hlutur Búnaðarbankans í Aco-Tæknivali hafði verið til sölu og lítið gerst í því fyrir utan kaup Straums á 10 prósenta hlut í félaginu í fyrrasumar. Bankinn setti nú nýjan kraft í söl- una og leitaði allra leiða, hvort sem það var að selja fyrirtæk- ið sem eina heild, í hlutum eða að sameina það öðru félagi. Mótsagnakennd skilaboð Magnús S. Norðdahl, forstjóri ATV, sagði starfi sínu lausu í byrjun desember sl. og sam- þykkti að vinna út uppsagnarfrestinn, eða fram í byrjun júní á þessu ári. Uppsögnin kom á mesta sölutíma ársins þegar birgðastaða fyrirtækisins var hvað hæst Samkvæmt heim- ildum Fijálsrar verslunar var Magnús orðinn langþreyttur á þessum erfiða rekstri. Álagið á hann var búið að vera gríðar- legt og lítið virtist ganga. Mótsagnakennd skilaboð komu frá Búnaðarbankanum eftir því hvort um lánadeildina eða verð- bréfadeildina var að ræða enda kannski eðlilegt þar sem þessar einingar eiga ekki og mega ekki vinna saman. Skoðanaágreiningur hafði verið fyrir hendi. Magnús vildi skipta félaginu upp í nokkrar rekstrareiningar og leita síðan að flárfestum eða samstarfsaðilum fyrir hveija einingu fyrir sig og hafði það verið samþykkt í stjórn ATV. Búnaðarbank- inn taldi hinsvegar brýnt að fá inn nýjan kjölfestufjáríesti, sem væri tilbúinn til að standa að baki félaginu og styrkja það í framhaldinu. Slíkur Ijárfestir yrði að koma strax inn til að forða félaginu frá þroti fyrir jól. Birgjar héldu að sér höndum. Yfirvofandi var líka sala á Búnaðarbankanum til S-hópsins. Búast mátti við að nýir eigendur vildu ekki kaupa bankann með ATV í eftirdragi og jók það þrýstinginn enn frekar. Bún- aðarbankinn virðist hafa átt í viðræðum við marga um kaup á ýmsum hlutum ATV á sama tíma. Viðræður höfðu átt sér stað við Bykó og vitað var af áhuga hjá t.d. Expert, Nýheija og svo létu ýmsar verslanir vita af áhuga sínum, t.d. Tölvufist- inn. Það er kannski til marks um baráttugleði starfsmanna ATV að Búnaðarbankinn var langt kominn með samninga- viðræður við hóp fjárfesta undir forystu Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra verslanasviðs, þegar skyndilega var til- kynnt um söluna tíl Fengs og Baugs. Þegar þarna var komið hafði Bjarni kannað stuðning ýmissa Ijárfesta, m.a. Opinna kerfa, og taldi sig svo gott sem standa með páfinann í hönd- 1998 Rafhönnun-VBH keypt og sömuleiðis Digital á íslandi. Tæknival A/S opnað í Kaupmanna- höfn. 1999 Hugbúnaðardeildin seld og Ax hugbúnaðarhús stofnað. Rúnar Sig- urðsson hættir og Árni Sigfússon tekur við. 2000 Tæknival fær einkarétt á Office 1 stórmörkuðum með skrifstofuvörur, tveir stórmarkaðir opnaðir í Skeifunni og á Akureyri. Þyrping kaupir húseignir Tæknivals og endurleigir fyrirtækinu. 2001 (slensk miðlun verður gjaldþrota. Aco og Tæknival sameinast. Árni hættir sem fram- kvæmdastjóri í ágúst og Magnús tekur við. 2002 Nafni Aco-Tæknivals breytt í ATV. Magnús S. Norðdahl hættir sem forstjóri. Búnaðarbank- inn Verðbréf selur Baugi og Feng ráðandi hlut sinn í fyrirtækinu í des- ember og Almar Örn Hilmarsson tekur við. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.