Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 47
NÆRMYNP ÞÓRÓLFUR ÁRNASON
°g þar bjó hún í tíu ár. Þórólfur er
því alinn upp í sveit og tók þátt í
hefðbundnum sveitastörfum þess
tíma, heyskap, fé og hrossum.
Hann gekk í venjulegan sveita-
skóla, sem var fyrstu árin í kjallar-
anum á prestssetrinu. Foreldrar
hans kenndu. Þegar Laugagerðis-
skóli var risinn voru systkinin send
þangað í heimavist. Þeir voru góðir
félagar, Þórólfur og Þorbjörn
Hlynur, eldri bróðir hans, héldu vel
saman í skólanum og spiluðu gjarn-
an fótbolta, hvort sem var í skólan-
nm eða heima í Söðulsholti. Þor-
hjörn Hlynur segir frá því að oft hafi
þeir fengið í heimsókn frænda sinn
úr Reykjavík eða krakka af bæjunum
1 kring og sjálfir hafi þeir stundum
farið í heimsóknir. Þórólfi gekk vel f
skóla og var ári á undan. Um það leyti
sem hann var að byrja í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð flutti fjöl-
skyldan suður og settist að í Kópa-
Myndin er af Þórólfi níu ara.
Fjölskylda Þórólfur er kvæntur
Margréti Baldursdóttur, f. 1959, sér-
fræðingi hjá Samlífi, en þau kynntust
á menntaskólaárunum og hafa verið
saman síðan. Margrét er dóttir Bald-
urs Bergsteinssonar, fv. múrara-
meistara í Reykjavík, og Guðrúnar
Guðmundsdóttur, fv. fulltrúa. Börn
Þórólfs og Margrétar eru Baldur, 17
ára, og Rósa Björk, 14 ára.
Menntun Þórólfur var afburða
nemandi, sinnti heimalærdómnum
afar vel og skaraði fram úr í öllum
verkefnaskilum. Honum gekk alla
tíð afskaplega vel í skóla enda var
hann ári á undan jafnöldrum sín-
um. Hann lauk stúdentsprófi frá
MH 1975, nýorðinn 18 ára eftir
þriggja ára nám, prófi í vélaverk-
fræði frá Háskóla Islands fjórurn
árum seinna og Civ. Ing.-prófi í
rekstrar- og iðnaðarverkfræði frá
DTH í Kaupmannahöfn 1981.
v°gi. Þórólfur söng bassa með Hamra-
hlíðarkórnum og spilaði fótbolta með Breiðabliki.
Sem krakki var Þórólfur námsfús, greindur og skemmti-
^gur, frekar lítill vexti miðað við félaga sína enda ári á
undan í skóla. Hann var krakki sem strax vakti athygli,
°pinn, fróðleikfús, fjörugur og duglegur og spjallaði margt
v'ð fullorðna fólkið. Ingibjörg Norðdahl flugfreyja, sem
kenndi honum í tólf ára bekk, segir að forystuhæfileikar
hans hafi snemma komið í ljós.
Ferlll Þórólfur var stundakennari við Yélskóla íslands 1976-
1977. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Matcon APS eftir
nám í Damörku 1981-1982 og hjá Framleiðni sf. í tvö ár þar á
eftir auk þess að vera stundakennari við MH 1982-1983.
Hann starfaði hjá Nesco Manufacturing hf. 1984-1986 og var
þar framleiðslustjóri rafeindatækja í utanlandsdeild. Þórólfur
var markaðsstjóri hjá Marel 1987-1993, framkvæmdastjóri
markaðssviðs hjá Olíufélaginu hf., Essó, 1993-1998 og for-
Þórólfur Árnason
Fsddur í Reykjavík 24. mars 1957.
FjÖlskylda Eiginkona Margrét Baldursdóttir, sérfræðingur hjá
Samlífi. Börn: Baldur, 17 ára, og Rósa Björk, 14 ára.
Menntun Stúdentspróf frá MH (1975), próf í vélaverkfræði frá
Háskóla Islands (1979) og Civ. Ing.-prófi í rekstrar- og iðnaðar-
verkfræði frá DTH (1981).
Start Borgarstjóri frá 1. feb. 2003.
Ahugamál Sveitamennska, útivera og knattspyrna, bæði þátt-
taka og áhorf. Heldur með Breiðabliki og Manchester United og
spilar vikulega með Lunch United.
hórólfur er vinsæll
47