Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 81
Að hafa „spjallgáfu“
Hœfni í samrœðulist kemur sér vel þegar fólk er að hittast í fyrsta skipti.
eir sem eru gæddir þeim góða hæfileika að
geta talað um allt og ekkert við hvern sem
er, eru víða eftirsóttir. Ekki bara til að halda
lífi í teiti eða á fundi og til að kynnast á ráðstefnum,
heldur einnig hjá fyrirtækjum sem gera sér grein
fyrir mikilvægi þess að koma á tengslum.
Þegar leitað er eftir þýðingu á „small talk“ hjá
Islenskri málstöð, er fátt um fína drætti. Kannski
er það vegna þess að hér á landi er hin ágæta list,
samræðulist í formi smáspjalls, ekki eins þróuð
og víða annars staðar? Við Islendingar erum
dálítið jarðbundnir og oftar en ekki byrja samræð-
urnar á því að boðið er góðan daginn og svo er
málefnið rætt. I Bandaríkjunum, þar sem „small
talk“ er talin nauðsynlegur þáttur samskipta,
hvort sem um er að ræða fundi, teiti, ráðstefnur
eða bara verslunarleiðangur, byijar fólk á því að
heilsa og spyija hvernig viðkomandi hefur það:
„How are you?“ Það er svo undir viðmælandanum komið
hvort hann notar sér opnunina og heldur áfram spjallinu, sem
reyndar gerist oftar en ekki. Alókunnugt fólk finnur sér eitt-
hvað alsaklaust og sameiginlegt til að ræða. Veðrið er tvímæla-
laust á topp tlu listanum, íþróttir (fer eftir
landinu að vísu), heilsan, um-
ferðin, ferðalög, bækur, listir og
nýlegir viðburðir. Um þessi mál-
efni er hægt að tala nær enda-
laust og tiltölulega auðvelt að
komast hjá því að lenda í vand-
ræðum eða standa á gati.
því um leið og fólk fer að gera sér upp áhuga kemur líkams-
tjáningin upp um gabbið. Flestir hafa sjálfsagt fundið fyrir því
að vera í samræðum og skynja að viðmælandinn er að segja
eitt en meina annað og fyrir vikið kemur hann fyrir sjónir sem
falskur og óþægilegur viðmælandi. Líkaminn segir nefni-
lega satt, hvað sem orðin segja!
I landinu þar sem allt snýst um að verða ríkur,
frægur og vinsæll eru starfsmenn fyrirtækja gjarnan
sendir á námskeið þar sem þeir læra bæði „small talk“
og líkamstjáningu svo þeir séu betur í stakk búnir til
að ná árangri í viðskiptum og geti sagt fleira en: „Það
er nú alltaf sama góða veðrið hér...“ Œl
Sumt má - annað ekki Á sama
hátt og ákveðin málefni eru vel við
hæfi og frábær til að spjalla um við
þann sem maður þekkir litið eða ekk-
ert, eru nokkur atriði sem helst
mega ekki koma fyrir og ætti eigin-
lega að merkja með rauðu! Innan
þess ramma falla umræður um trú-
mál, slúður um náungann, pólitík,
heilsa manns sjálfs eða viðmæland-
ans, óviðeigandi brandarar. Séu
þessar reglur hafðar í heiðri er hægt
að sigla nokkuð á milli skers og
báru.
Sagt an orða Það að kunna að
hlusta með áhuga á það sem við-
mælandinn segir er líka kúnst og
ekki minni en sú að geta spjallað.
Áhuginn þarf þó að vera einlægur
Sími 480 2500 • selfoss@icehotel.is
www.icehotel.is
Vantar þig næði eða nýtt umhverfi fyrir starfsfólk þitt?
Við bjóðum upp á sérlega góða aðstöðu fyrir fundi eða hvers kyns
samkomur, i þægilegu og afslöppuðu umhverfi, allan ársins hring.
Ráðstefnur • Árshátíðir
HOTEL SELFOSS
81