Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 43
SKIPULAGSBREYTINGAR SÍMANS
Stjórnendur og starfsmenn Símans hafa
verið að búa sig undir harðnandi samkeppni
á fjarskiptamarkaði og hafa gríðarlegar
skipulagsbreytingar átt sér stað innan fyiirtækis-
ms- Nýtt stjórnskipulag hefur tekið gildi og
samanstendur það af afkomu- og stoðsviðum.
Alkomusviðin skiptast í talsíma-, farsíma-, gagna-
og fjarskiptasvið. Á fjarskiptasviði verður heild-
sala sem sér um þjónustuframboð Ijarskiptanets-
ms ' heildsölu til annarra flarskiptafyrirtækja og
einmga innan Símans. Innan hvers afkomusviðs
verður sérhæfð þekking á þjónustuþáttum og
t>eirri tækni sem þjónustan grundvallast á.
Afkomusviðin fara með völd og ábyrgð á Jjárfest-
"igum, þróun, sölu og markaðssetningu á eigin
vörum og þjónustuþáttum. Stoðsviðin eiga að
styðja við og þjónusta afkomusviðin. Fjármála- og
rekstrarsvið sér um stefnumótun og stýringu
fjármála og rekstrarmála, rekstraráætlun, upp-
gjör, eftirlit o.fl. Markaðssvið mun samhæfa markaðsmál auk þess að reka
verslanir og þjónustuver. Með nýju þróunarsviði verður áhersla á vöru-
þróun og nýsköpun og að nýta ný viðskiptatækifæri sem falla að megin-
starfsemi félagsins. Meginverkefni starfsmannasviðs er að veita öðrum
einingum þjónustu vegna starfsmannamála. Lögfræðideild og almanna-
tengsl verða sjálfstæð og heyra beint undir forstjóra.
Tehið á móti samkeppni Markmið breytinganna er að treysta arðsemi
og samkeppnishæfni fyrirtækisins og er það gert með því að tryggja
skýra aðgreiningu sviða og gæta þess að ávallt fari saman völd og ábyrgð
allra rekstrarþátta. Breytingarnar eiga að tryggja markvissa stjórnun og
auka samhæfingu milli sviða, þær eiga að tryggja að þróun, markaðssetn-
ing og stjórnun hvers vöruflokks verði skýrari og samhæfðari auk þess
sem þær eiga að auka kostnaðarvitundina innan félagsins. Með þessum
breytíngum er Síminn að auka hæfni sína tíl að taka á móti samkeppni.
Ellefu stjórnendur skipa nú framkvæmdastjórn Símans og lýtur hún
forsætí forstjóra. Framkvæmdastjórnin samanstendur af núverandi
stjórnendum Símans sem allir hafa víðtæka þekkingu á starfsemi félags-
ins, tækni og umhverfi, og þeim stjórnendum sem nú eru að koma nýir
inn. Með breytingum koma fimm nýir í framkvæmdastjórn, þar af eru
þrír menn að koma nýir tíl starfa í fyrirtækinu en þau hafa öll víðtæka
reynslu úr atvinnulífinu. Þremenningarnir eru þau Kristín Guðmunds-
dóttir, fv. fjármálastjóri Granda, Orri Hauksson, fv. framkvæmdastjóri hjá
Maskínu, og Katrín Olga Jóhannesdóttir, fv. framkvæmdastjóri Navision
ísland. Kristín mun gegna starfi framkvæmdastjóra tjármála- og rekstrar-
sviðs, Katrín Olga verður framkvæmdastjóri markaðssviðs og Orri
verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs.
Þeir hæfustu ráðnir Þeir sem áfram sitja í framkvæmdastjórn eru Berg-
þór Halldórsson, framkvæmdastjóri flarskiptanets, Þór Jes Þórisson,
framkvæmdastjóri gagnasviðs, Magnús Ögmundsson, framkvæmdastjóri
Stjórnendur Símans
- eftir skipulagsbreytingarnar
Stoðsuið
Fjármála- og
rekstrarsuið
Kristín Guðmundsdóttir
Starfsmannasuið
JóhannesRúnarsson
Markaðssuið
Katrín Olga Jóhannesdóttir
Þóunarsuið
Hilmar
Ragnarsson
Talsíma-
svið
Magnús
ðgmundsson
Farsíma-
svið
Tækni og
rekstur
PórJes
Þórisson
Gagna-
svið
Viðskiptauinir
Önnur fjarskiptafyrirtæki
Konum hefur fjölgað um tvær í framkvæmdastjórn Símans. Heiðrún Jónsdóttir
var áður ein í framkvœmdastjórninni en nú eru þær þrjár, Heiðrún, Katrín
Olga Jóhannesdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Stjórnarformaður Símans er
Rannveig Rist.
43