Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 55
MARKAÐSIVlflL NY RflNNSOKN á ferlinu stóð. Þeir stjórnendur, sem lakari árangri náðu, sýndu ferlinu minni áhuga (32-38%). Rannsóknin leiddi einnig í ljós mikilvægi þess að líta á markaðssetninguna sem sjálfstætt ferli, þ.e.a.s. að kynningarferlið sé vel skil- greint og aðskilið frá þróun vörunnar og daglegum rekstri. I því sambandi er gott að hafa í huga að hönnuður vörunnar eða upphafsmaður hennar er ekki endilega besti sölu- maður eða talsmaður hennar. Tímasetning skiptir lykilmáli varðandi markaðssetningu. Tveir þættir réðu þar mestu um. 73% nefndu árstíðasveiflur eða þann tíma ársins sem hentar vörunni, eðli hennar vegna, en 59% nefndu kröfur smásala um tímasetningu. Miklu máli skiptir að skilgreina hvenær kynningarferlið skuli heijast. Sum fyrirtæki ákveða að hefja kynningarferlið áður en varan er komin á markað eða þegar fyrirtækið er komið með sýnieintak af vörunni. Önnur fyiirtæki líta svo á að kynningarferlið heijist þegar varan er komin á markað. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að rétt forgangsröðun verk- efna innan kynningaráætlunar skiptir höfuðmáli. Þannig er líkiegra til árangurs að nota almannatengsl á fyrri stigum kynningarinnar til þess að byggja upp trúverðugleika, eftir- væntingu og vitund um vöru áður en auglýsingar heijast. Ef neytandinn þekkir ekki vörumerki né fyrirtækið sem fram- leiðir vöruna, er ólíklegt að auglýsing um vöruna nái athygli neytandans. Þá benda niðurstöður rannsóknarinnar einnig til bess að það sé vænlegra að veija markaðsijármagni til þess að ná athygli neytandans frekar en millisöluaðilans. Virk almannatengsl skiluðu bestum árangri Rannsóknin leiddi í ljós að kynningaráætlun vöru var mun líklegri til að ná góðum árangri ef hún innihélt virk almannatengsl. Almanna- tengslafyrirtæki skipulögðu og framkvæmdu hluta kynn- mgaráætlunarinnar hjá 76-90% þeirra sem náðu góðum árangri en aðeins hjá 44% af heildinni. Það er því niðurstaða rannsóknarinnar að almannatengsl séu vopn í markaðsfræð- Jnni sem allt of litið er notað við markaðssetningu. Þrátt fyrir að almannatengsl haii sannað gildi sitt endurspeglast sú stað- reynd sjaldnast í þeim fjármunum sem fyrirtæki veija í alniannatengsl sem hluta af markaðssetningum sínum. I nrarkaðsfræðinni er oft talað um hin Jjögur P sem skipta höfuðmáli við markaðssetningu: Product (varan), price (verð),promotion (kynning/auglýsing) ogplace/distribution (staðsetning vörunnar - hvar á að dreifa henni og í hvaða verslunum). Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að hmabært er að tala um fimmta p-ið - public relations (almannatengsl). Aðrar niðurstöður voru m.a.: Hafðu kynningaráætlun en vertu tilbúinn að breyta henni. Vertu viðbúinn töfum og terðu að gera ráð fyrir þeim. Hópastarf ber árangur. For- stjórinn á ekki að vera yfir kynningarferlinu. Að ná góðu hilluplássi er lykilatriði sem og að fjárfesta í kynningu á nýjum vörum, ekki stækkun vörulína. Almannatengsl byggja upp, auglýsingar viðhalda A1 og Laura Ries, höfundar bókarinnar „The fall of advertising and the rise of PR“, segja að auglýsingar hafi að mörgu leyti nhsst áhrifamátt sinn þegar kemur að því að byggja upp ný vörumerki og skapa vitund neytenda um þau. Vegna Jjölda Markaðssetning þarfnast öðruvísi hugarfars og nýrra aðferða 1 Líta þarf á markaðssetninguna sem sjálfstætt ferli. 2 Tímasetning skiptir lykilmáli við markaðssetningu nýrrar vöru. 3 Verkefnum innan kynningaráætlunarinnar þarf að for- gangsraða rétt (nota almannatengsl á fyrri stigum en auglýsingar á seinni). 4 Lykilatriði er að ná gáðu hilluplássi. 5 Fjárfestu í kynningu á nýjum vörurn en ekki stækkun á vörulínu. 6 Almannatengsl eru vopn í kynningarferlinu sem mörgum hefur yfirsást. 7 Leggðu áherslu á neytandann til að auka árangur. 8 Hafðu kynningaráætlun - en vertu tilbúinn að breyta henni. 9 Vertu viðbúinn töfum og lærðu að gera grein fyrir þeim. 10 Húpastarf ber árangur. 11 Forstjórinn á ekki að vera yfir kynningarferlinu. 12 Peim, sem náðu bestum árangri, fannst uinnuferlið við að setja nýja uöru á markað mjög spennandi. auglýsinga og aukins áreitis, sem dynur á neytendum, sé dýrt og vandasamt að nota auglýsingar til að byggja upp ímynd og vitund neytenda um vörumerki þótt auglýsingar gagnist vel til að minna á og viðhalda ímynd þekktra vöru- merkja. Þau benda einnig á að fólk tekur minna mark á aug- lýsingum en áður. - Al og Laura Ries benda á að mörg af yngstu en þekkt- ustu vörumerkjum heims hafa verið byggð upp nær ein- göngu með almannatengslum. Þar má nefna Microsoft, Zara, Body Shop, Starbucks, Red Bull, Viagra og fleiri. Vel heppnuð almannalengsl geta haft gríðarleg áhrif á sölu Neytandinn notar vörumerki til að hjálpa sér við val á vöru. Það vörumerki hefur yfirleitt vinninginn sem nýtur trausts neytandans vegna fyrri kynna af vörunni eða fyrirtækinu sem framleiðir hana. Orðspor og ímynd fyrirtækja hafa í flestum tilvikum bein áhrif á hvernig vörum þeirra reiðir af í samkeppni. Margt getur haft áhrif á ákvarðanatöku neyt- andans, s.s. verð, gæði, ímynd framleiðenda eða fyrir- tækis. Til þess að neytendur fái sömu skilaboð um ákveðna vörutegund skiptir miklu máli að marka heildstæða stefnu um hvernig og hvaða skilaboðum er komið á framfæri. Þess vegna er samvinna allra þeirra sem að málum koma, s.s. fulltrúa fyrirtækis, auglýsingastofu og almannatengsla- fyrirtækis, nauðsynleg. Almannatengsl snúast um sam- skipti og að hafa áhrif á og miðla upplýsingum til ólíkra hópa, svo sem starfsmanna, hluthafa, hins opinbera, við- skiptavina og fjölmiðla. Almannatengsl eru einnig vel til þess fallin að byggja upp persónulegt, gagnvirkt samband við viðskiptavininn og koma þannig upplýsingum til fyrirtækisins um t.d. viðbrögð og væntingar neytenda. Fáar vörur verða langlífar þó að þær séu vel kynntar ef þær standast ekki væntingar neytenda. 3) 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.