Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 36
MARKAÐSIVlflL BÍLAUMBOÐIN hefur verið með mesta markaðshlutdeild ásamt Heklu og R Samúelssyni og flutti lengi vel fjórða hvern bíl inn til landsins. Markaðshluteild fyrirtækisins á síðasta ári var 18,0%. Hægt er líka að hugsa sér að VIS banki upp á hjá B&L og Brimborg. Bæði eru í millistærð á fólksbílamarkaðnum, B&L með um 9,1% og Brimborg 6,3%. Jafnvel gæti verið reynt að fá inn G. Bernhard sem er með 5,3% hlutdeild. Ætla verður að VIS myndi helst kjósa að spyrða fyrirtæki saman í nýjan risa með því að stofna eignarhaldsfélag og selja nýtt hlutafé inn í það frekar en að fara inn í hvert og eitt þeirra fyrir sig. Ef það velur seinni leiðina hlýtur einungis Ingvar Helgason-Bílheimar að koma til greina. Ætla verður að stór ijárfestir, eins og VIS, sé varla tilbú- inn til að hreyfa sig nema fara inn í stóra einingu sem ráði yfir stórri markaðshlutdeild. Ekki er vitað til þess að VÍS sé neitt byijað að þreifa þótt félagið sé örugglega farið að velta þvi fyrir sér hvort það ætli að sitja hjá á þessum markaði eða fylgja keppinautunum Sjóvá- Almennum og TM eftír. Ekki eru heldur neinar þreifingar um sameiningar á milli bílaumboðanna. „Pakkaðir inn dílar“ í gríð og erg Ingvar Helgason-Bílheimar, Brimborg og B&L eru fjölskyldufyrirtæki, eins og önnur bílaum- boð hér á landi. Hver segir að þær tjölskyldur sem standa að fyrir- tækjunum séu tilbúnar í samstarf við VIS? Það gerist ekkert án þeirra samþykkis og þær eru ekkert að draga sig í hlé. Fyrir- tækin búa hins vegar við lausatjárskort, gengið hefur á eigið fé, og óvænt brotthvarf bílakónganna Boga Pálssonar í Toyotu og Sigfúsar Sigfússonar í Heklu af bílamarkaðnum sýnir að allt er í heiminum hverfult. Að vtsu er Sigfús núna stjórnarformaður Heklu og þvi ekki alveg horfinn af þessum markaði. Umhverfið er sömuleiðis öðruvísi. Bankarnir koma núna miklu meira að yfirtökum og samrunum fyrirtækja en áður. Það eru „pakkaðir inn dílar“ í gríð og erg. Eignarhaldsfélagið á teikniborðið Gefum okkur að VÍS falist eftír því að menn komi saman og stofni eignarhaldsfélag utan um Ingvar Helgason-Bílheima, B&L og Brimborg og sé tilbúið að setja nýtt hlutafé inn í það félag. Það gæti þá gerst með tvennum hættí; að kaupa út Jjölskyldurnar sem eiga þessi fyrirtæki eða að koma með nýtt hlutafé inn í eignarhaldsfélagið og færa niður eign ljölskyldanria. Jafnframt gætu aðrir, nýir íjárfestar komið til skjalanna. En hvernig á að verðleggja bílafyrirtækin í krepputíð? Er ekki liklegra að tjölskyldurnar vilji frekar beijast áfram, bíta á jaxlinn, komast upp úr lægðinni og selja þegar betur árar og Jyrir- tækin eru verðmætari? Ef þær vilja þá yfir höfuð nokkuð selja. Fjrrirtæki þeirra þurfa hins vegar nýtt lausafé. Það gerist ekki nema með auknum lántökum í bönkum eða nýju fé, annað hvort frá Jjölskyldunum sjálfúm eða frá nýjum hluthöfum. Samanlagt markaðsverð R Samúelssonar og Heklu var nálægt 4,8 milljörðum í kaupum Sjóvár-Almennra ogTryggva Jónssonar. Það verðmat hlýtur að verða haft tíl hliðsjónar þótt t.d. eigið fé Heklu sé á annan milljarð. Það sem hins vegar ræður úrslitum, Þ@tta þurfa bílaumboðin að gera! a. IMá fram aukinni framlegð af sölu nýrra bíla með því að draga úr afsláttum. b. Ná fram hagnaði af notuðum bílum með því að taka þá upp i á lægra verði. Núna stórtapa þau á uppítökubílum. c. Ná fram hagnaði af verkstæðisrekstri. d. Ná fram aukinni framlegð af varahiutaþjónustunni. e. Ná fram einhverjum tekjum fyrir að skapa milljarðaviðskipti fyrir tryggingafélögin, bankana og fjármögnunarleigurnar. f. Setja hluta af þjónustunni í hendur undirverktaka til að dreifa áhættunni, þ.e. úthýsing verkefna. Það gerir fyrirtækin sveigj- anlegri. „Block exemption" a. Þessi reglugerð tekur gildi í haust og gæti breytt landslaginu. Nokkur óvissa er um það á meðal manna hvaða afleiðingar hún hafi. Hún fellir örugglega svæðismúra. Spurningin er sú hvort fleiri en einn geta farið að selja sömu bíltegundina hérlendis. b. Menn telja að helstu afleiðingar hennar verði harðari sam- keppni í bílasölu og mun jafnara verð á nýjum bílum í Evrópu og á íslandi. c. Hún gæti orðið til þess að álagning og dreifingarkostnaður bíla- umboðanna lækki, sem þýðir aftur að hvert þeirra verður að selja fleiri bíla. Það getur aftur þrýst á sameiningu umboðanna. ii Það þarf miklu upplýstari markað varðandi sölu notaðra bíla. Ef fólk sér það svart á hvítu að verð á notuðum bilum fer lækkandi þá myndast með tímanum nýjar væntingar til verðs á notuðum bílum sem er hærra hér á landi en erlendis. Laga lausafjárstöðuna a. Erfið lausafjárstaða íþyngir núna flestum umboðanna verulega. b. Lausafjárstaðan verður ekki bætt nema inn komi nýtt hlutafé eða lánsfé. Nýtt hlutafé og bætt eiginfjárstaða er besti kostur- inn. Rekstrarleiga Leggja enn meiri áherslu á rekstrarleigu í framtíðinni. a Það dregur úr sveiflum. b. Það fást frekar lífstíðarviðskiptavinir. c. Öll áætlanagerð verður auðveldari. d. Gallinn er sá að rekstrarleigu fylgir veruleg gengisáhætta fyrir umboðin. Hríðfalli krónan á samningstímabilinu kemur það niður á umboðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.