Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 92
Exton - Kastljós og Exton - Hljóð:
Að heyrast og sjást
Ljós og hljóð gefa lífinu lit ogþá ekki síður
fundum, sýningum og ráðstefnum þarsem það
getur gert gæfumuninn hvernig til tekst.
Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson
xton - Kastljós ehf. og dótturfýrirtækið Exton - Hljóð bjóða
geysigott úrval af hvers kyns tæknibúnaði sem hægt er að
leigja eða kaupa.
„Við vinnum stöðugt að því að bæta búnaðinn og auka við
hann í samræmi við kröfurnar,“ segir Kiistján Magnússon hjá
Exton - Kastljós. „Nú erum við í fremstu röð fyrirtækja á
þessum markaði og raunar eina fyrirtækið hér á landi sem
getur leigt eða selt alhliða ljósa- og hljóð- og myndbúnað af
hvaða stærðargráðu sem er.“
flllar tegundir á einum stað Meðal þess sem fyrirtækin hafa
á boðstólum eru myndvarpar, hljóðkerfi, pallar, túlkakerfi og
allur sýningarbúnaður sem hugsanlegt er að þurfi. Starfsmenn
fyrirtækisins sjá um að setja upp og taka niður allan búnað - ef
þess er óskað.
„Við höfum séð um mörg stór verkefni og af nýlegum
atburðum má nefna að við sáum um að gera þarfagreiningu og
kostnaðaráætlun vegna tæknibúnaðar á Nató-fundinum og
unnum svo hluta af því verki,“ segir Kristján. „Við sáum einnig
um hljóð- og myndkerfi fyrir ráðstefnu sem The Royal Bank of
Scotland var með seinni hluta janúarmánaðar og einnig fyrir
British Telecom. Cisco, eitt stærsta tölvufyrirtæki í heimi, var
með fund hér á landi og sáum við um hann. Airwaves og tón-
leikar með Cesaria Evora, Travis, The Strokes og Sinfóníunni
eru allt atburðir þar sem við höfum séð um hljóðkerfi og ljósa-
kerfi ásamtýmsu öðru sem til þurfti." S3
Exton - Kastljós og Exton - Hljóð hafa á að
skipa sérhæfðum starfsmönnum á sviði
sýningartækni. Stöðug endurmenntun og
þjálfun starfsmanna, ásamt nýjasta búnaði
hverju sinni, gerir fyrirtækinu kleift að
takast á við stór og flókin verkefni.
92