Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 112
Interthane 990
t‘Mnini/ni atitinilnyiw
Interthano 990
Ómar Gunnarsson, yfirverkfræðingur hjá Hörpu Sjöfn.
Mynd: Geir Ólafsson
Ómar Gunnarsson
hjá Hörpu Sjöfn
Efdr Vigdísi Stefánsdóttur
Harpa hf. í Reykjavík
sameinaðist málning-
ardeild Sjafnar á Akur-
eyri 1. september 2001. Við
samrunann varð til stærsta
málningarfyrirtæki lands-
ins, Harpa Sjöfn. I upphafi
var framleiðslan á báðum
stöðum en fljótlega varð
ljóst að aðalsamlegðar-
áhrifin lægju í því að fram-
leiða og vera með lager af
hráefnum og fullunninni
vöru á einum stað.
„Hjá Hörpu Sjöfn stýri ég
vöruþróun, vöruvali, samn-
ingum við hráefnaþirgja og
innkaupum, sölu og ráðgjöf
með skipa- og iðnaðarmáln-
ingu, tæknimálum varðandi
framleiðslu og ráðgjöf til við-
skiptavina," segir Omar
Gunnarsson yfirverkfræð-
ingur. „Fyrsta árið eftír sam-
eininguna fór í að samræma
vöruval og straumlínulaga
112
framleiðsluna og stefnu fyrir-
tækisins en þeirri vinnu er
nú lokið. I dag skilgreinum
við Hörpu Sjöfh aðallega sem
þekkingar- og þjónustuiyrir-
tæki í málningariðnaði þar
sem innan við fjórðungur
starfsmanna þess vinnur við
framleiðslu en hinir við sölu-
mennsku, þjónustu og ráð-
gjöf fyrirviðskiptavininn. Um
80% af veltu Hörpu Sjafnar á
sér stað í gegnum eigin
verslanir fyrirtækisins sem
eru alls sjö.“
Omar varð stúdent frá
MA1984. „Ég hóf síðan nám
við HÍ í efnafræði 1987 sem
ég lauk með BSc-prófi
1989,“ segir hann. „I árs-
byrjun 1990 fluttist ég til
Svíþjóðar og hóf nám í efna-
verkfræði við Tækniháskól-
ann í Lundi sem ég lauk
með mastersgráðu vorið
1993. Á milli þess sem ég
stundaði háskólanám mitt
vann ég mikið á sjó sem
háseti hjá Samheija hf. Eftir
á að hyggja tel ég sjó-
mennskuna vera minn besta
skóla í lífinu því þar lærði ég
vinnubrögð og aga sem hafa
nýst mér æ síðan. Eftir nám
í Svíþjóð fluttist ég til
Reykjavíkur og tók við starfi
tæknistjóra hjá Slippfélag-
inu - málningarverksmiðju
og vann þar í um þijú ár en
fluttist svo norður til Akur-
eyrar þegar mér var boðið
starf hjá Efnverksmiðjunni
Sjöfn. Harpa Sjöfn var
stofnuð 2001 og frá þeim
tíma hef ég haft aðsetur á
Akureyri. Yegna vinnu
minnar ferðast ég mikið og
er reglulega í hverri viku í
Reykjavík 2-3 daga í senn.
Þar sem ég ber ábyrgð á
skipamálningarsölu þarf ég
einnig að ferðast um landið
og hitta viðskiptavini, en eitt
það skemmtilegasta sem ég
geri er að koma til sjávar-
staðanna vítt og breitt um
FÓLK
landið, hitta útgerðarstjór-
ana og fá vitneskju um gang
mála á staðnum og það sem
við Islendingar lifum á! Ég
er oft spurður að því hvort
það sé ekki erfitt að búa á
Akureyri og vinna svona
mikið í Reykjavík. Satt að
segja skiptir það ekki öllu
máli þar sem flugsam-
göngur eru það örar í dag.
Ég þekki marga sem hafa
starfsstöðvar á fleiri en
einum stað eins og ég, hafa
jafnvel starfsstöðvar í
öðrum löndum en þeir búa í.
Þeir taka flugvél að morgni í
vinnuna og heim að kvöldi
eða stoppa í nokkra daga
eins og ég geri.“
Omar er fæddur á Akur-
eyri 1964 og er giftur
Árnýju Helgu Rejmisdóttur,
menntaskólakennara. Þau
eiga saman þijú börn: Auði
á fimmtánda ári, Unni sem
verður þrettán ára og Reyni
sem verður ijögurra ára.
„Aðaláhugamál mitt eru
hvers konar stang- og skot-
veiðar en þær eru hægt er
að stunda nær allan ársins
hring á íslandi. Mér finnst
líka mjög gaman að mat-
reiða og borða það sem ég
hef veitt. Konan mín er alin
upp í Hrísey þar sem ijúpan
er friðuð og hjá sumum
heilög og óæt. Mér tókst þó
fljótt að snúa henni varðandi
ijúpuna og ætíð er rjúpa á
matborðinu hjá mér um
jólin og etin með bestu
fyst,“ segir Omar glettinn.
„Á veturna stunda ég
skíði af miklum áhuga en
síðasti vetur og sá sem núna
loksins er kominn mun fara
í það að kenna stráknum
mínum að renna sér. Hvergi
á landinu er aðstaðan til
skíðaiðkunar eins góð og á
Akureyri. Bestu helgarnar
sem ég upplifi á veturna eru
þegar ég fer á skíði með fjöl-
skyldunni og svo í sund á
eftir til að slaka vel á eftir
erfiði dagsins.“S!j