Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 67
Hvað gerðist?
w
Eg hef sótt fleiri fundi og ráðstefnur en ég hef tölu á og
því miður er gagnið af þeim í öfugu hlutfalli við tím-
ann sem í þær fer,“ segir Stefán Jón Hafstein borgar-
fulltrúi. „Þá sýnist mér að „powerpoint“-fyrirlesarinn sé
búinn að yfirtaka allar ráðstefnur, en honum má lýsa
svona: Kann á Powerpoint og heldur að tæknin komi í
staðinn fyrir að segja frá og miðla hugmyndum. (Venju-
lega fer dágóður tími í að stilla tækin svo hægt sé að sýna
intet sigende selvfölgeligheder á tjaldi). Góður lýrirlesari
þarf ekki neitt nema frásagnargleðina. Eg varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að hitta einn slíkan sem kom á vegum
Fijálsrar verslunar fyrir nokkrum árum, bandarískan
háskólamann, dr. Moshe Rubenstein, prófessor við Kali-
forníuháskóla, sem hélt manni vakandi, lifandi og skap-
andi í heilan dag án nokkurra hjálpartækja og hefur oft
sótt á hugann síðar. Þetta var verulega óvænt uppákoma
því hann talaði um að hugsa effir nýjum leiðum. Það er til
Stefán J. Hafstein.
marks um flestar aðrar ráðstefnur sem maður hefur sótt
fyrr og síðar að þessi sker sig algjörlega úr hvað þetta
varðar og var því eftirminnileg uppákoma.“ B3
Viðhald ráðherrans
w
g sótti ráðstefnur, ferðaðist um og hélt blaðamannafundi
með skemmtilegum frönskum ferðamálaráðherra sem
var formaður ráðherraráðs ESB á sama tíma og ég var
formaður ráðherraráðs EFTAfyrir Islands hönd,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon. „Við héldum ræður við opnun evrópska
ferðamálaráðsins í Strassborg og fórum síðan í ferð saman um
Normandí og héldum þar af og til blaðamannafundi. Til hvers,
vissi ég ekki fyrr en í ljós kom að þetta var kjördæmi kollega
míns. Með Frakkanum var ung og glæsileg, ljóshærð kona.
Við ferðafélagarnir héldum að þetta væri aðstoðarmaður eða
embættismaður í fylgd með ráðherranum, svo nálæg var hún
öllum stundum. Því neitaði konan hins vegar alfarið, aðspurð.
Ég þóttist þá sjá hvernig í málinu lá og gekk til kollega míns á
einhverjum fundinum og sagði sem svo að ég væri víst ekki
farinn að heilsa uppá konuna hans enn þá. Þá brosti Olivier
breitt, sagði að þetta væri að vísu ekki konan sín, en kynnti
mig svo fyrir ungfrú X. Þetta var sem sagt viðhald ráðherrans
og virtust Fransmennirnir telja það eðlilegasta hlut í heimi að
hún væri þarna með á fundum og ferðalögum.
Ráðherra þessi varð svo skömmu seinna að segja af sér
embætti þar sem hann varð sannur að þeirri sök að hafa
borgað 300 atvinnulausum Parísarbúum fyrir að sitja fund á
vegum flokksins, til að fylla salinn sem sagt. Upp komst um
kauða þegar þorri fundarmanna stóð allt í einu upp og gekk
Steingrímur J. Sigfússon.
út. Þeir voru þá búnir að sitja prúðir þá tvo tíma sem þeir
höfðu fengið borgað fyrir en fundurinn hafði dregist og
útgangan leit því út eins og mótmæli við ræðu fjármálaráð-
herrans sem var í pontu. Svo var alls ekki, vinnutíminn var
einfaldlega búinn. Það sem fór endanlega með rninn gamla
kunningja var að hann hafði látið ríkið borga hinum atvinnu-
lausu fundarsetuna í þágu flokksins.
Já, Frakkar eru engum líkir.“ SS
67