Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 20
skiptavin. í landinu voru til tölvulagerar fyrir um tvo milljarða
króna. Til að losa sig við þennan mikla lager og til að geta
borgað fastan kostnað einbeittu menn sér að því að selja
vörurnar og hættu jafnframt að leggja jafn mikið upp úr fram-
legðarprósentunni. Þeir treystu á að ná inn framlegðinni á
þjónustunni.
Dýrkeyptar breytinyar Ýmis kostnaður og taprekstur vegna
nýfjárfestinga hafði sitt að segja. íslensk miðlun var endan-
lega lýst gjaldþrota og tapaði Tæknival um 120 milljónum á
þvi. Rúnar Sigurðsson hafði um nokkurt skeið talað ákaft
fyrir því að kaupa einkaleyfi til að hefja rekstur Office 1 stór-
markaðar hér á landi að bandarískri fyrirmynd og var slík
verslun opnuð með pomp og pragt í Skeifunni í m;irs 2001.
Ýmislegt annað hafði líka sitt að segja, BT-verslunum var t.d.
ijölgað verulega, þeim breytt og þær stækkaðar. Öllum
þessum ákvörðunum fylgdu mikil ijárútlát og kostuðu þær
fyrirtækið alls 200-300 milljónir króna. Office 1 gaf ekki
mikið af sér, a.m.k. ekki til að byrja með. „Það var lagt í
mikinn kostnað á erfiðum tímum. Allur þessi kostnaður
hverfur ekki, hann hangir bara í stuðaranum hjá þér,“ segir
heimildarmaður. Þá bættist við alltof lítill veltuhraði. Um ára-
mótin 2000-2001 var efnahagsreikningurinn upp á 2,9 millj-
arða og veltan 5,8 milljarðar. Ari síðar námu tekjurnar 5,1
milljarði og efnahagsreikningurinn 2,2 milljörðum.
Sumarið 2001 voru fyrirtækin Aco og Tæknival sameinuð
í Aco-Tæknival fyrir tilstuðlan Búnaðarbankans að talið er.
Tæknival stóð illa ijárhagslega og var vonast til að það yrði
góður varnarleikur í yfirvofandi samdrætti að samnýta
ýmsan kostnað hjá þessum tveimur fyrirtækjum. I ágúst var
Magnús Norðdahl, sem þá hafði verið forstjóri Tech Data í
Noregi um árabil og rifið það fyrirtæki upp úr mikilli lægð,
ráðinn til Aco-Tæknivals. Átti hann að
stýra ijármálum, upplýsingatækni og
vörustjórnun, og sjá til þess að rekstur
fýrirtækisins væri innan eðlilegra
marka. Árni Sigfússon sagði starfi sínu
lausu í október og tók Magnús við fyr-
irtækinu. Við þessar aðstæður ríkti
hálfgert stríðsástand í fyrirtækinu og
fóru kraftar nýs forstjóra að mestu leyti
í að sameina starfsemina og halda sjó í
rekstrinum. Sameining er alltaf
áhættusöm enda er sagt að reynslan
sýni, bæði erlendis og innanlands, að
80 prósenta líkur séu á því að samruni skili ekki tílæduðum
árangri. Þannig varð hjá Aco-Tæknival. Þjónustustigið
hrundi og samkeppnisaðilarnir náðu af þeim 700-800 millj-
óna króna viðskiptum. Viðskiptavinir og birgjar fóru með við-
skipti sín annað og salan á sumum tölvumerkjum féll niður.
Sameiningin Óheppileg Það kom í hlut Magnúsar að búa til
nánast nýtt fyrirtæki, skipuleggja innviðina frá grunni, raða
saman fólki og skera niður innan fyrirtækisins. Birgðir og
viðskiptakröfur voru skornar niður um einn milljarð á einu
ári og þóttí frábært. Starfsmönnum fækkaði úr ríflega 300 í
um 180 um síðustu áramóL Velta sameinaðs fyrirtækis hefði
átt að nema um 6,6 milljörðum króna á ári, eða a.m.k. 5,8
milljörðum ef ársvelta Aco upp á 1,6 milljarða og Tæknivals
upp á 4,2 milljarða er lögð saman. Það gekk ekki eftír. Veltan
var aðeins rétt rúrnir 4 milljarðar króna. Mikill sölu- og sam-
keppnisandi hafði verið í Tæknival, þar voru góðir sölumenn
í starfi en það dugði ekki til, svarið fólst ekki lengur í því að
auka söluna. Losarabragur var á fyrirtækinu og allur tími
stjórnenda fór í að leysa fortíðarvandamál og hreinsa til,
bjarga rekstrinum frá degi tíl dags.
„Sameiningin var mjög óheppileg aðgerð fyrir félögin. Það
þurftí að fara strax í það að útvega fjármagn. Það var stór bití
sem menn voru kannski ekki tílbúnir tíl að takast á við,“ segir
einn viðmælandi Fijálsrar verslunar.
Hopað rólega allan tímann Farið var í hlutafláraukningu
sem skilaði 550 milljónum króna haustið 2001. Búnaðarbank-
inn, sem var viðskiptabanki fyrirtækisins, keypti hlut fyrir 50
milljónir, sölutryggði 200 milljónir og gaf út skuldabréf með
breytíréttí upp á 250 milljónir. Opin kerfi keyptu svo fyrir 50
milljónir króna, sem fyrirtækið seldi Straumi skömmu síðar
1978 1983 1990 1995 1997
Aco stofnað af Áka Jónssyni til að þjónusta bandaríska herinn. Aco fékk smám saman Apple-umboðið og síðan Sony, Panasonic o.fl. Si Tæknival hf. stofnað af Rúnari Sigurðssyni. aga ATV Tæknival sameinaðist Hugtaki hf. og 1992 Sameind hf. Samstarf við Opin kerfi hófst 1993. Fyrsta BT-verslunin var opnuð í Skeifunni árið 1995. Önnur verslun 1998 og þrjár til við- bótar 1999 og svo koll af kolli, bæði á lands- byggðinni og höfuð- borgarsvæðinu. BT- verslanirnar eru nú sex talsins. Tæknival sameinast TDK og meirihluti keyptur í Kerfi hf.
20