Frjáls verslun - 01.01.2003, Blaðsíða 102
Nýherji:
Tæknilega fullkomnir fundarsalir
Sveinn Þ. Jónsson, sölustjóri ráðstefnubúnaðar hjá Nýherja.
Ljóst er ab fyrirtæki eiga möguleika á ab auka
sóknarfæri sín verulega efþau geta komib vöru
ogþjónustu á framfæri meb markvissari hætti
í rétt hönnubu fundarherhergi.
Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson
Krafan um tæknilega fullkomna ráðstefnu-, kynningar-,
fundar- og veislusali hefur aukist á undanförnum árum.
Vegna mikillar tækniþróunar er mun auðveldara að hanna
sali að þörfum viðskiptavina. Þá skiptir máli að samspil myndar,
hljóðs og stýringa virki sem ein heild. Allar faglegar kynningar í
dag eru fhittar á rafrænu formi og þar af leiðandi er mjög áríð-
andi að fundaraðstaða sé búin nýjustu tækni hvers tima þannig
að auðvelt sé fyrir hvern og einn að koma sínu kynningarefni vel
og auðveldlega til skila. Því er ákaflega mikilvægt að mynd, hljóð
og stýringar séu til staðar og að þau séu rétt valin.
Stærð myndar Skiptir máli Við hönnun á fundarsal er mikilvægt
að huga að stærð myndar svo að allir fundargestir sjái vel á skjá-
inn hvar sem þeir sitja í salnum. Sem dæmi um nægilega stóra
mynd er gott að miða við einfalda reikniformúlu, sbr. lengd her-
bergis deilt með 5 gefur upplýsingar um minnstu mögulega
myndbreidd. Þannig má segja að sé herbergi um 10 m langt
þurfi breidd myndflatar að vera minnst um 2 m. Oft gerist það
að í góðum fundarherbergjum eða -sölum sé of litil lofthæð svo
að ekki verður komið fyrir þeirri myndstærð sem hentar. Þegar
sýna þarf heppilega stærð myndar þarf að velja tæki og er
algengast að notast við skjávarpa. Þar sem mjög mikið úrval er
af skkum tækjum er hægt að velja bæði ljósmagn og mymdupp-
lausn við hæfi í hvert sinn.
Á undanförum misserum hefur áhugi á að nota svokallaða
plasmaskjái á fúndum aukist til muna en stærð þeirra er þó tak-
mörkuð við um 50“ (geta verið stærri). Þessir skjáir gefa alveg
ótrúlega góða og skýra mynd frá hvaða miðli sem er en aftur er
takmörkun á notkun vegna smæðar og þá er ekki ráðlagt að
nota plasmaskjái í rými sem er lengra en ca. 6 m.
Myndsýningartæknin Eitt lykilatriða við myndsýningar er
myndupplausnin en algengt er að merkið í upplausninni sé
800x600 punktar eða 1024x768 punktar. Tæki eins og DVD-
spilari, vídeótæki og fjarfundabúnaður senda oftast aftur merki
sitt sem vídeómerki. Þó geta verið enn fleiri tegundir mynd-
merkja á ferðinni. Miðillinn sem sýnir þessi merki verður að
vera tæknilega mjög fjölhæfúr og gengur t.d. venjulegt sjónvarp
engan veginn, heldur verður að notast við skjávarpa, plasmaskjá
eða jafnvel stóra LCD-skjái.
Þegar sýna á mynd úr tölvu þá verður skjávarpinn að ráða við
upplausn þess merkis sem kemur úr tölvunni. Til dæmis er ekki
heppilegt að sýna mynd úr nýrri gerðum fartölva sem búa yfir
a.m.k. 1024x768 myndupplausn og notast við skjávarpa sem
ræður einungis við 800x600 myndupplausn.
Krafan um Skýrf mal 1 vaxandi mæli krefst kynningarefni frá
tölvum og myndtækjum einnig hljóðbúnaðar og er þá oftar en
ekki krafa um betra hljóð en hægt er að ná frá viðkomandi
sýningarbúnaði. Einnig er nauðsynlegt í góðu fundarherbergi
að talað mál frá kynningu eða myndfundi sé skýrt og gott. Það
er því mikilvægt að hljóðkerfi í fundar- og ráðstefnusölum sé rétt
hannað með tilliti til aðstæðna. Það er td. stórt atriði að salur
sem notaður er til myndkynninga sé hljóðhannaður þannig að
hljóðið komi frá myndfletinum sem horft er á. Þá er mikilvægt
að talað mál berist skýrt og jafnt til allra áheyrenda.
Ein fjarstýring - tæknimenn úbarfir í tæknivæddum fundarsal
er töluvert af miklum og ósamstæðum búnaði. T.d. er eftirtalinn
búnaður hluti af því sem er venjulega til staðar í ráðstefnusölum:
Skjávarpi eða plasmaskjár, tölva tengd innra neti fyrirtækisins,
önnur tölva (fartölva), DVD-myndtæki, myndbandstæki, hljóð-
kerfi, sýningartjald (rafdrifið), rafræn tússtafla, ljósastemmn-
ingar (dimmaðar), gluggatjöld (oft rafdrifin), ijarfundamynda-
vélar og gagnamyndavélar. Vegna þessa mismunandi búnaðar
er fundarsalurinn jafnvel með 6-10 stk. af mismunandi ijarstýr-
ingum sem oft er flókið að læra á.
Með stjórnbúnaði frá Crestron, sem er með þráðlausum
snertiskjá, er hægt á einfaldan og myndrænan hátt að yfirtaka
allar fjarstýringar og þar með stjórna öllum tæknibúnaði í
salnum með einu tæki og svo auðveldlega að ekki er nokkur
þörf á að kalla sérhæfða tæknimenn til aðstoðar.
Nýherji hefur búnaðinn og reynsluna Nýheiji hefur um langt
árabil sérhæft sig í öllu því sem viðkemur ráðstefnu- og kynn-
ingartækni. Fyrirtækið býr yfir fremstu sérfræðingum landsins á
þessu sviði og hafa starfsmenn Nýheija unnið að mörgum glæsi-
legum verkefnum. Má þar nefna Nordica hótel, sem örugglega
verður í sérflokki hvað varðar góða fundaraðstöðu, Tónlistarskól-
ann í Garðabæ, Islenska erfðagreiningu, Landsvirkjun, Alcan á
Islandi, Barnaspítala Hringsins, Grand hótel o.m.fl. 33
102