Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 16
Valdablokkirnar í íslensku uiðskiptalífi
Valdablokkirnar í íslensku viðskiptalífi hafa verið vinsælt og
flLgM eldheitt umræðuefni undanfarnar vikur, m.a. eftir greina-
JB flokk Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í byrjun janúar.
Undanfarin tólf ár hefur valdablokkunum fjölgað til muna
T(,xtí: með auknu frelsi í viðskiptum, aukinni sölu ríkisfyrirtækja
Jón g. og minni afskiptum stjórnmálamanna af viðskiptalífinu.
Hauksson
Myndir;
Geir Olafsson
Valdablokkirnar í íslensku viðskiptalifi eru átta
talsins, að mati Fijálsrar verslunar, og mun
góðu heilli frekar fjiilga en fækka á næstu
árum eftir því sem viðskiptalífið opnast frekar.
Fyrir aðeins tólf árum voru viðskiptablokkirnar
tvær, Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn.
Með fleiri viðskiptablokkum hefur dregið úr
völdum og áhrifum hverrar fyrir sig, völdin hafa
riðlast, skilin á milli blokkanna hafa orðið óljósari
og í ýmsum tilvikum tvinnast þær saman á hinum
óliklegustu stöðum. Það einkennir núverandi valda-
blokkir að þær setja arðsemina í fyrsta sætið. Fyrir-
tækin sem þær stýra eru almenningshlutafélög í
eigu tugþúsunda kröfuharðra hluthafa á hlutabréfa-
markaðnum. Aukin Jjármögnun stórfjárfestinga
með lánum er fyrirtækjunum sömuleiðs harður
húsbóndi. Valdablokkirnar eru því drifnar áfram af
því leiðarljósi að rekstur fyrirtækjanna gangi vel.
I eftirfarandi umtjöllun eru valda- og viðskipta-
blokkir skilgreindar þannig að standi til að gera
eitthvað verulega stórt og öflugt í íslensku við-
skiptalifi komi þær við sögu með einum eða öðrum
hætti - sem og fleiri fjárfestar þótt þeir séu ekki
endilega innstu koppar í búri. Valdablokkirnar eru
kjölfestutjárfestar sem ná ráðandi stöðu í almenn-
ingshlutafélögum út á minnihlutaeign, oft kannski
16