Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 17

Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 17
valdaBLOKKIRNAR 1. KOLkrabbinn. 2. S-HÓPurinn. 3. BAUG! feðgar. 4. SAMson. 5. SAMherji og Kaldbakur. 6. KAUPþing banki. 7. ÍSLANDSbanki. 8. LÍ eyrissjóðirnir. EKKI Á LISTAnum 1. Kenneth Peterson. 2. Þorsteinn Uilhelmsson og Afl. 3. Framtak (EFA og Þróunarfélagið). 4. Jón Ólafsson. 5. Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir. með um og yfir 35% hlut, vegna dreifðrar eignaraðildar. Atkvæði „hins þögla meirihluta" nýtast ekki vegna þess að smáir hluthafar láta ekki einu sinni sjá sig á aðalfundum eða hluthafafundum. Peningum fylgja völd. Hluthafar í almenningshlutafélögum hafa völd í samræmi við eign sína. Það er grundvallaratriði í kapítalísku þjóðfélagi að rétturinn sem fylgir eign sé ekki af mönnum tekinn. Sá réttur gerir það kleift að halda úti hluta- bréfamörkuðum og almenningshlutafélögum. Hafa peningarnir tekið völdin? Umræður síðustu vikna um valdablokkirnar hafa snúist um það hvort peningarnir hafi tekið völdin af stjórnmálamönnum. „Peningarnir hafa tekið völdin. Ekki stjórnmálaflokkar. Ekki kjörnir fulltrúar. Ekki samtök fólksins. Ekki hinn almenni borgari,“ sagði t.d. Ellert B. Schram í Morgunblaðsgrein nýlega. Þá hefur Sverrir Hermannsson, fráfarandi formaður Ftjáls- lynda flokksins, verið óspar á yfirlýsingar undanfarin ár um sægreifa og einkavinavæðingu við sölu ríkisfyrirtækja og sagði td. í nýlegu útvarpsviðtali að setja yrði lög um hringa- myndun á íslandi. Það þyrfti að koma lögum yfir þá auðhringi sem hér væru komnir til sögunnar og veija yrði lítil fyrirtæki gegn ágangi þeirra. Greinaflokkur Agnesar í Morgunblaðinu um Islandsbanka- málið virðist hafa skilið eftir þau skilaboð til fólks að nokkrar valdablokkanna séu strengjabrúður forsætisráðherra og beiti sér um leið og hann lyftir fingri af ótta við hann. Að visu eru langflestir á því sem þekkja vel til Islands- bankamálsins að um algera oftúlkun hafi verið að ræða í greinarflokki Agnesar um varnarvinnu meirihlutans í Islands- banka í Straumi og flölskyldunnar í Eyjum vegna TM. Mergur málsins hafi verið sá að báðir þessir aðilar hafi ákveðið „að veija peningana sína“ af ótta við að Jón Ásgeir og Þorsteinn Már myndu „eyðileggja fyrirtækin", kæmust þeir yfir þau, með þvi að nýta sér þau í eigin þágu og eftir eigin geðþótta til tjárfestinga. Það myndi aftur leiða til þess að hlutafé annarra í íslandsbanka, TM og Straumi yrði verðlaust og óseljanlegt. Að flóknara hafi þetta nú ekki verið. Sitt sýnist greinilega hverjum um valdablokkirnar, hina sterku kjölfestuijárfesta í íslensku viðskiptalífi. Iifið er hverfult og markaðurinn líka, valdablokkirnar geta hæglega horfið eins og dögg fyrir sólu verði þær sljóar, áhugalausar og svifaseinar. Hótun um keppni blasir við þeim frá erlendum stórfyrir- tækjum og lítil íslensk fyrirtæki vilja stækka. Það lifir enginn á fornri frægð. íslendingar eru í anda sínum frumkvöðlar, sam- kvæmt nýrri könnun Háskólans í Reykjavík, og alltaf á útkikk- inu eftir nýjum viðskiptahugmyndum, tækifærum og auðu rými á mörkuðum. Fyrir rúmum áratug voru hvorki Baugs- feðgar né félagarnir í Samson auðugir menn. Reynslan sýnir að skjótt skipast veður í loftí í rekstri fyrirtækja. S3 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.