Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.02.2003, Qupperneq 30
BANKI r Islandsbanki er orðinn að sterkri, sjálfstæðri valdablokk. Bankinn er í raun miklu meiri blokk en ætla mætti í fyrstu og hann er sömu- leiðis orðinn miklu sjálfstæðari en flestir gera sér grein fyrir. Sjálfstæði hans felst í því að hann heyrir ekki undir aðrar blokkir. Ymsir kynnu að halda að bankinn væri hluti af Kolkbrabbanum þar sem Eimskip og Sjóvá- Almennar eiga 10% hlut í honum, en svo er ekki. Það er af og frá að Kolbrabbinn ráði yfir Islands- banka. Það þarf ekki annað en að horfa á eignar- hlut lífeyrissjóðanna í bankanum til að sjá að það eru lífeyrissjóðirnir sem ráða þar ferðinni ásamt TM og Kolkrabbanum. FLESTIR TELJA að með kaupunum séu eigendur Islandsbanka „að taka þátt í leiknum um Búnaðarbanka" komi til sölu hans á næstu tveimur til þremur árum. Líkt og er hjá Kaupþing banka þá á Islands- banki (í gegnum Straum) sig að nokkru leyti sjálfur og gefur það Bjarna Armannsson, forstjóra bankans, líklega meiri völd en ætla mætti við fyrstu sýn. Að vísu vakti verulega athygli þegar Islands- banki seldi Landsbankanum urn 20% í Straumi. Margir túlka það þannig að þar hafi íslandsbanki fundið sér meðleikara og samstarfsaðila - hvort sem það leiðir til einhvers frekar eða ekki. Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyris- sjóðurinn Framsýn eru stærstu hluthafarnir í íslandsbanka. Straumur er í þriðja sæti. Þar á eftir kemur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Banka- stræti 7. Síðan kemur Tryggingamiðstöðin, Sjóvá- Almennar, Eimskip og þá er Jón Snorrason, jafnan kenndur við Húsasmiðjuna, kominn með hlut og sestur í bankaráðið. Islandsbanki var einn þeirra flárfesta sem sýndi því áhuga að kaupa hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum á síðasta sumri. Þar kom Islandsbanki fram sem sjálfstæð viðskiptablokk. Það gerði hann líka þegar meirihlutinn í Islands- banka hratt yfirtökutilraunum Jóns Asgeirs og Þor- steins Más á síðasta ári. Sumir hafa nefnt þá hörðu baráttu, sem þar fór fram, sem baráttu „nýrra pen- inga við gamla“. Kjarni málsins í þeirri þaráttu var sá að meirihluti Islandsbanka treysti ekki þeim Jóni Asgeiri og Þorsteini Má til að yfirtaka bankann af ótta við að þeir notuðu hann í eigin þágu til fjárfest- inga og „eyðilegðu hann“. Afar mikill seljanleiki hefur verið með bréf í Islandsbanka og hafa menn raunar furðað sig lengi á hvers vegna gengi bréfa í bankanum er ekki hærra en það er. Islandsbanki, Straumur, nokkrir þeirra lífeyris- sjóða sem standa að bankanum og Sjóvá-Almennar voru fyrirferðarmikil í útboði ríkisins á 9% hlutnum í Búnaðarbankanum sem eftir var eftir söluna til S- hópsins. Náðu þessir aðilar til sín um 7% hlut. Flestir telja að með kaupunum séu eigendur Islandsbanka „að taka þátt í leiknum um Búnaðar- banka“ komi til sölu hans á næstu tveimur til þremur árum. Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri Islandsbanka, sagði t.d. í viðtali við tímaritið Ský íslandsbanki Tíu stærstu hluthafarnir 1 Lífeyrissj. verslunarm. ...10,0% 2 Lífeyrissj. Framsýn......... 8,3% 3 Fjárfestingarf. Straumur... 6,4% 4 Lífeyrissj. Bankastr. 7 ... 5,6% 5 Tryggingamiðstöðin hf....... 5,5% 6 Sjóvá Almennar................. 5,3% 7 Burðarás ehf. (Eimskip) ... 4,9% 8 íslandsbanki .................. 3,5% 9 Lífeyrissjóður sjómanna ... 2,1% 10 Alnus ehf ................... 1,7% Kristján Ragnarsson, stjórnarformaður íslandsbanka. Helgi Magnússon, stjórnarmaður í íslandsbanka. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.