Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 32

Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 32
LIF EYRISSJÓÐIRNIR Það er mjög klifað á því að lífeyrissjóðirnir í landinu - mesta aflið á íslenskum hlutabréfa- markaði - séu ekki valdablokk. Það er um- deilt. En hvað sem tautar og raular þá setjum við þá hér inn sem valdablokk. Það er ekki síst vegna þess hve stóran hlut þeir eiga í Islandsbanka og hve virkan þátt þeir tóku í þeirri varnar- og valda- baráttu sem þar var háð þegar Jón Asgeir og Þor- steinn Már gerðu atlöguna að bankanum. HIIMS 1IEGAR DYLST ENGUM hvað Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Lífeyrissjoður verslunarmanna eiga stóra eignarhluti í íslandsbanka og hlutfallslega miklu stærri en í öðrum fyrirtækjum. Það veit á gott, segja sumir, en á völd, segja aðrir. Lífeyrissjóðirnir eru í eigu allra lands- manna. Forsvarsmenn sjóðanna segja sjálfir að þeir hugsi fyrst og fremt um ávöxtun en ekki völd í fyrirtækjum. Þeir komi og fari inn í fyrirtæki eftir þvi hvernig vindar blása. Hins vegar dylst engum hvað Lífeyrissjóður- inn Framsýn og Lífeyrissjóður verslunar- manna eiga stóra eignarhluti í íslandsbanka og hlutfallslega miklu stærri en í öðrum fyrirtækjum. Það veit á gott, segja sumir, en á völd, segja aðrir. Þetta hefur ævinlega verið skýrt þannig að lífeyr- issjóðirnir hafi verið svo stórir hluthafar í forver- um Islandsbanka, þ.e. Iðnaðar-, Verslunar-. Al- þýðu- og Utvegsbanka sem sameinaðar voru í Is- landsbanka árið 1990. Hitt er rétt að lífeyrissjóðirnir eru ekki kjöl- festufjárfestar í neinu fyrirtæki, nema þá kannski Islandsbanka, þar sem þeim ber skylda til að dreifa áhættu sinni sem mest. Þau rök mæla gegn því að flokka lífeyrissjóðina sem valdablokk. Þeir eru þó með mjög stóran hlut í Framtaki ijárfest- ingarbanka (EFA+Þróunarfélagið). Sömuleiðis starfa þeir mjög sjálfstætt og hver þeirra hefur sína eigin skýru Ijárfestingastefnu. Lífeyrissjóðir eru ekki með fulltrúa sína í stjórnum margra hlutafélaga. Helgi Magnússon og Víglundur Þorsteinsson sitja í stjórn Islands- banka fyrir hönd Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Þá eru lífeyris- sjóðirnir í landinu með flóra fulltrúa í stjórn Fram- taks ijárfestingarbanka en Asmundur Stefánsson er þar forstjóri. Þá er fulltrúi lífeyrissjóðs í stjórn Kaupþing banka. Lífeyrissjóður verslunarmanna er ekki lengur með fulltrúa sinn í stjórn Flugleiða. Það breytir því ekki að það er talsverður „fjöl- skyldubragur" á lífeyrissjóðunum um þessar mundir og „hjörtu þeirra slá býsna mikið í takt“ þótt örugglega verði deilt á okkur fyrir að skil- greina þá sem valdablokk. S3 Lífeyrissjóðirnir eru með mesta fjármagnið og eru því mesta aflið á hlutabréfamark- aðnum - og í eigu fólksins í landinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.