Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Síða 38

Frjáls verslun - 01.02.2003, Síða 38
valdaBLOKKIRNAR „Getur fámennur hópur keypt landið?“ Agnes Bragadóttír, blaðamaður á Morgunblað- inu, hélt nýlega í erindi í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Islands undir yfirskriftínni: „Fer viðskiptasiðferði hrakandi?" Þar spurði hún sig að því hvort fámennur hópur gæti keypt landið. Orðrétt sagði hún: „Eg á við að hér virðast nokkrar viðskiptagrúppur hafa náð undirtökum og völdum í íslensku viðskiptalífi. Yið íslendingar hljótum að velta því fyrir okkur hvort það er að ger- ast eða hefur gerst að fámennur hópur eða nokkrar viðskiptablokkir geti keypt landið." Hún bættí stuttu síðar við: „Ef þetta er myndin sem blasir við hljóta stjórnmálamenn að íhuga hvað sé tíl ráða nema þeir hafi þegar verið keyptir!“ Erindið hélt Agnes 12. febrúar eða nokkru áður en bomban féll í ijölmiðl- um um fund Davíðs og Hreins Loftssonar í London. Flestir spyrja sig að því hvort bæði sé sleppt og haldið varðandi afskiptí stjórnmálamanna af við- skiptalífinu. Eftír því sem stjórnmálamenn selja og einkavæða fleiri ríkisfyrirtæki, hljóta bein áhrif þeirra af viðskiptalífinu að minnka. Almennt er sú skoðun útbreidd að stjórnmálamenn eigi ekki að skipta sér af viðskiptalífinu með öðrum hætti en setja því almennar leikreglur. I löndum þar sem einkaeignarétturinn er virtur geta stjórnmálamenn varla stýrt því hvernig Jjármagnið flæðir á milli fyrir- tækja. En hversu almennar eiga leikreglurnar að vera og hversu mikið á Samkeppnisstofnun að beita sér? Flestum finnst eðlilegt að leikreglurnar gangi út á að koma í veg fyrir einokun á mörk- uðum og að félög hafi með sér samráð í verði og stundi óeðlilega viðskiptahætti að öðru leyti. Hins vegar má halda því fram að því sértækari og nákvæmari sem stýring hins opinbera er á mörk- uðum, þeim mun verri sé slík reglugerð. Sérstak- lega eftir að erfiðara varð að skilgreina heima- markaði með aukinni alþjóðavæðingu og alþjóð- legri samkeppni. Fiskimiðin eru í eigu þjóðarinnar og fyrir vikið komast stjómmálamenn ekki hjá því að skipta sér af fyrirkomulaginu og hvernig eigi að verðleggja auð- lindina. Það er engan veginn sátt um það meðal þjóðarinnar að gefa eigi markaðsöflunum sem lausastan tauminn við úthlutun veiðileyfa. Hins vegar liggur fyrir að væri öllum kvótanum úthlutað til þjóðarinnar, þar sem hver íbúi fengi einn hlut í honum, færðist kvótinn hratt á tiltölulega fáar hendur á opnum markaði. Hann endaði að lokum hjá þeim sem kunna að gera út - hvort sem okkur líkar betur eða verr. Getur fámennur hópur keypt landið? Varla. Flestir eru hins vegar sammála því að aðhald stjórn- valda sé nauðsynlegt, en að leikreglurnar séu sem almennastar og afskipti stjórnmálamanna sem minnst 33 Vinir og skólabræður Nýlega var sagt frá þvi í pistli á heimur.is að út- lendingur, sem sótti landið heim fyrir skömmu, hefði haft á orði að það einkenndi íslenskt viðskiptalíf hvað allir þekktu alla. Þetta er athyglisverður punktur og snertír umræðuna um valda- og viðskiptablokkir og hvernig kunningja- þræðir liggja þvers og kruss um allt, hvar í valda- blokk sem menn kunna annars að vera. Glöggt er gests augað. Hér kunna menn að vera gamlir skóla- bræður, hafa alist upp í sama hverfi, verið saman í íþróttafélagi, innanhússbolta, golfi, bridgeklúbbi, matarklúbbi eða öðrum kompaníum; það er stutt á kunningjastigið. Lengi vel var td. Háskóli íslands eini skólinn sem útskrifaði viðskiptafræðinga. Af þessu má draga þá ályktun að í íslensku við- skiptalífi þekkist menn óvenju vel, víða liggi þræðir saman, stutt sé í kunningjastigið og að það getí gert skilin á milli valdablokka óljósari. 53 Hvað er meiri- og minnihluti? Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, settist á dögunum í stjórn Flugleiða, enda kominn með um fimmtungshlut í félaginu. Eðlilega var gert talsvert úr þessu í fréttum fjölmiðla. Arni Snævarr fréttamaður sagði t.d. að Flugleiðir væru „hjarta Kolkrabbans“ og þangað væri jú Jón Ásgeir kominn. Þegar fréttamenn spurðu Jón Asgeir um stjórnarsetuna svaraði hann því tíl að hann hefði áhuga á félaginu út frá arðsemi, þar hefði verið unn- ið gott verk undir forystu Sigurðar Helgasonar for- stjóra. Jón Asgeir sagði síðan að hann ætlaði að koma sínum sjónarmiðum að í stjórn félagsins um hvernig bæta mætti rekstur félagsins frekar, þar hefði hann ákveðnar hugmyndir. Hér komum við að skemmtílegri pælingu sem menn hafa lengi tekist á um. Er til eitthvað sem heitir meiri- og minnihluti í fyrirtækjum? Þetta hljómar í eyrum margra sem arfavitlaus spurning 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.