Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 48
. -viSlííf' .
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands, er gestapenni að þessu sinni.
„Hluthafarnir eiga að hafa yfirlit um launakjör þeirra sem stjórna í umboði
þeirra."
Hluthafar og fjárfestar eiga kröfu á að
hafa greiðan aðgang að þessum upplýs-
ingum til að geta myndað sér skoðun á
launakjörunum.
Við gerð reglnanna var höfð hliðsjón af
sambærilegum reglum í helstu kauphöllum
á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og
Bretlandi.
Sumir telja kjörin óhófleg en aðrir halda
því fram að þau séu eðlileg og í samræmi við
það sem gerist og gengur í viðskiptalifi ann-
arra landa. Ekki verður kveðinn upp dómur
um það hér hvaða kjör megi telja hæfileg fyrir
stjórnendur fyrirtækja.
Hins vegar mun ég íjalla um þá umgjörð
sem ég tel rétt að hafa til viðmiðunar að því er
varðar skráð hlutafélög, þ. e. almennings-
hlutafélög. I slíkum félögum er mikilvægt að
allar upplýsingar liggi fyrir um kjör æðstu
stjórnenda. Það er mikilvægur þáttur í því að
skapa traust til kauphallarviðskipta.
Hluthafar og ijárfestar eiga kröfu á að hafa
greiðan aðgang að þessum upplýsingum til
að geta myndað sér skoðun á launakjörun-
um. Stjórnir fyrirtækjanna, sem starfa í um-
boði hluthafanna, gera samninga við stjórn-
endur þeirra og bera eðli málsins samkvæmt
ábyrgð á þeim gagnvart hluthöfunum.
Það liggur hins vegar í augum uppi að
hluthafarnir eiga að hafa yfirlit um launakjör
þeirra sem stjórna í umboði þeirra. í þessu
skyni hefur Kauphöll Islands kynnt nýjar
reglur sem miða að því að tryggja aðgang að
umræddum upplýsingum. Hér á eftir verða
Kjör æðstu stjórnenda
„Traust er undirstaöa kauphallarvidskiþta,“segir
Þórður Friöjónsson, forstjóri Kauphallar íslands.
Hann fjallar hér um nýjar reglur varöandi upp-
lýsingar um kjör æöstu stjórnenda í almennings-
hlutafélögum. Reglurnar taka gildi 1. júlí nk.
Texti: Þórður Friðjónsson Myndir: Geir Olafsson
Launakjör stjórnenda fyrirtækja hafa verið í brennidepli
þjóðmálaumræðunnar að undanförnu, m. a. í ljósi frétta af
starfslokasamningum og starfskjörum forstjóra. Sitt sýnist
hverjum um þetta efni.
þessar reglur kynntar og í framhaldi verður tjallað í stuttu máli
um stöðu og horfur á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Nýjar reglur Kauphöll íslands samþykkti nýlega reglur um
upplýsingaskyldu varðandi kjör stjórnenda skráðra hlutafélaga.
Þessar reglur taka gildi 1. júli næstkomandi. Reglurnar samdi
starfshópur á vegum Kauphallarinnar sem skipaður var í októ-
ber í fyrra. I starfshópnum voru Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Iif-
eyrissjóðs verslunarmanna, sem var formaður, Árni Tómasson,
bankastjóri Búnaðarbanka íslands, Viðar Már Matthíasson, pró-
fessor við Háskóla Islands, ásamt höfúndi þessarar greinar. Rit-
ari starfshópsins var Ragnar Þ. Jónasson, lögfræðingur hjá
Kauphöll Islands. Að auki var ítarlega fjallað um reglurnar í
stjórn Kauphallarinnar og leitað til utanaðkomandi sérfræðinga.
48