Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 49

Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 49
/fiESTAPENNI: ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Við gerð reglnanna var höfð hliðsjón af sambærilegum reglum í helstu kauphöllum á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og Bretlandi. Eins og gefur að skilja eru reglurnar nokkuð mismunandi eftír kauphöllum en kjarninn er þó alls staðar áþekkur. Er það mat okkar að nýju reglurnar feli í sér kröfur sem eru fyliilega sambærilegar við þær sem gerðar eru í umræddum kauphöllum. Að baki liggur að efla traust og tiltrú á hlutabréfaviðskiptum í skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Islands. Jafnframt liggur hér að baki mikil umræða á alþjóðavettvangi um þetta efni í kjölfar hneykslismála í Bandaríkjunum og víðar sem tengdust bók- haldi og stjórnun fyrirtækja, samanber t.d. Enron og WorldCom eða WorldCon eins og tímaritið Time kallaði fyrir- tækið. Þessi hneykslismál hafa leitt til þess að hvarvetna í heim- inum hefur verið unnið að endurskoðun og lagfæringum á reglum af þessu tagi. Þótt mikið hafi þegar verið gert á þessu sviði er vinnunni hvergi lokið. Til að mynda munu á næstu misserum verða gerðar auknar kröfur til gerðar ársreikninga hér á landi sem annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta mun birtast í tílskipun Evrópusambandsins sem byggð er á stöðlum Alþjóðareikningsskilaráðsins (IAS) og taka á gildi ekki seinna en árið 2005. Helstu breytingar felast í því að nýju reglurnar segja fyrir um hvernig birta eigi og sundurgreina upplýsingar um launakjör stjórnarmanna, forstjóra og annarra æðstu stjórnenda fyrir- tælq'a í skráningarlýsingum og ársreikningum. Nánar má draga saman efnisinnihald þeirra í fimm meginpunktum: Hvaða upplýsingar ber að birta? 1. Laun, greiðslur og hlunnindi einstakra stjórnarmanna og forstjóra/framkvæmdastjóra skulu sérgreindar með tilgreindum hætti. 2. Greiðslur til endurskoðenda skulu aðgreindar fyrir endurskoðun annars vegar og aðra þjónustu hins vegar. 3. Itarlegar upplýsingar skulu veittar um kaupréttí og þess háttar samninga og skulu slíkar upplýsingar sér- greindar fyrir stjórnarmenn og forstjóra. 4. Nákvæma grein ber að gera fyrir óvenjulegum viðskipt- um og samningum, s. s. starfslokasamningum og lífejnissamningum. 5. Upplýsa á um beina og óbeina eign stjórnenda í hluta- bréfum þeirra í viðkomandi félagi. Að auki er lögð rík áhersla á að við túlkun reglnanna skuli hafa markmiðin með upplýsingagjöfinni að leiðarljósi. Þannig liggur ábyrgðin hjá stjórnendum fyrirtækjanna að gera grein fyrir þessu efni á þann hátt að hluthafar og aðrir Jjárfestar fái góða heildarsýn yfir kjör þeirra. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 20% á síðustu fjórtán mán- uðum, þ.e. frá ársbyrjun 2001, borið saman við 20-50% lækkun slíkra vísitalna annars staðar. Að baki liggur að efla traust og tiltrú á hlutabréfavið- skiptum í skráðum fyrirtækjum í Kauphöll íslands. Jafnframt liggur hér að baki mikil umræða á alþjóða- vettvangi um þetta efni í kjölfar hneykslismála í Bandaríkjunum og víðar sem tengdust bókhaldi og stjórnun fyrirtækja. Staða og horfur á íslenskum hlutabréfamarkaði staða og horfur á íslenskum hlutabréfamarkaði er um margt góð. Þannig má tíl að mynda benda á að þróun Urvalsvísitölu Kauphallarinnar hefur verið afar hagfelld í samanburði við sambærilegar vísitölur í helstu kauphöllum í heiminum. Þetta kemur glöggt fram á mynd sem fylgir hér með. Urvalsvísi- talan hefur hækkað um 20% á síðustu íjórtán mánuðum, þ.e. frá ársbyijun 2001, borið saman við 20-50% lækkun slíkra vísi- talna annars staðar. Jafnframt eru horfur á að skilyrði fyrir hlutabréfamarkaðinn verði áfram hagstæð. Hvað skýrir þennan árangur? Hvers vegna er þróun á íslenska hlutabréfamarkaðnum um þessar mundir svo hag- stæð á meðan sambærilegir markaðir í öðrum löndum eiga undir högg að sækja? Þótt hér leggist margt á eitt er enginn vafi á því að skýringin felst í því að meiri tiltrú er á efnahags- lífinu hér á landi og horfunum en í öðrum löndum. Þessi til- trú hefur við veigamikil rök að styðjast. I því sambandi nægir að benda á nokkur atriði. Jafnvægi komst á í hagkerfinu á síðasta ári og fyrir vikið hafa myndast prýðileg skilyrði fyrir nýtt hagvaxtarskeið. Horfur á hagvexti á næstu árum eru ágætar, einkum vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda. Rekstur skráðra fyrir- tækja í Kauphöll Islands hefur yfirleitt gengið vel og atvinnu- lífið hefur staðið niðursveifluna af sér með prýði. Þetta felur í sér að hér á landi ríkir bjartsýni í efnahags- málum og trú á að erfiðasti hjallinn sé að baki. Þessu er þver- öfugt farið í helstu ríkjum heims. Þar hafa margir efasemdir um að bjartari tímar séu handan við hornið eins og birtist með skýrum hætti í þróun hlutabréfavísitalna. 33 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.