Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.02.2003, Qupperneq 51
PERLfl í VIÐSKIPTflBOKIVlENNTUM / / / Uegir til glötunar í verslun - að mati Schraders Að eyða suo miklu fé til vörukaupa að ekkert sé eftir til skuldagreiðslu. Að gæta eigi þess, hvernig hagurinn sé. Að selja óvarlega og hugsunarlaust, þeim sem fyrst býður. Að versla of mikið „í skuld“, svo að bankar og skuldheimtumenn nái ualdi yfir manni. Að svíkja sjálfan sig með því að telja vörubirgðir sínar of mikils virði, og gjöra eigi ráð fyrir fyrningum og skemmdum. Að vanta hæfileika góðs uerkstjóra og vinnuveitanda. Að fylgjast eigi með tímanum. Að skrifa uppá uíxla fyrir vini sína. Að hætta fé sínu í stórgróðabralli, drekka og spila fjárhættuspil, eða að meta meira skemmtanir en starf sitt. En síðast og ekki síst: Að lifa umfram efni sín. vegna vitnisburður um hve mikið af því sem margir telja upp- finningu nútímans í viðskiptum var í raun á allra vitorði fyrir um það bil einni öld. Raunar eru heilræðin svo nútímaleg, að nær hvert orð hefði getað verið skrifað í gær. Schrader var til að mynda forspár um nýja hagkerfið og allt sem þvi fylgdi, enda eru slíkar væntingabólur alls ekki nýjar af nálinni. „Varaðu þig á að leggja pen- inga þína í glæfrafyrirtæki, sem verið er að vegsama og lofa með blaðaauglýsingum um fljótan og mikinn gróða.“ Schrader er ómyrk- ur í máli þegar hann talar um sölu- menn slíkra uppblásinna fyrir- tækja: „Öll hans fagurmæli eru full af falsi; það sem hann kemur þér til að kaupa er hismi og hjóm og hvað er unnið við kaupin? Reykur, bóla, vindský." Hvað bókin hefur að geyma ívið- skiptum er hugarfarið lykill að ár- angri. Ungt fólk á að hyggja að framtíðinni og reyna að komast í fremstu röð í öllu sem það tekur sér fyrir hendur. „Fáir eru smiðir í fyrsta sinni,“ segir Schrader. „Segðu aldrei: Eg get ekki, segðu heldur: Eg skal reyna, því þú getur aldrei sagt hvað þú ert fær um að gjöra fyrr en þú reynir. ... Ef þú hefur hugmyndaflug og fram- kvæmdahæfileika þá muntu kom- ast áfram." Hér má reyndar þekkja hina miklu bjartsýni og kappsemi sem stundum hefur verið kennd við ameríska drauminn. Það er sú trú að allir geti komist áfram af eigin verðleikum ef þeir leggja sig fram í starfi sínu. Það sem er öllu verðmætara í við- skiptum er að ávinna sér orðstír og traust með heiðarleika, öryggi og ástundan, sem ungu og óþolinmóðu fólki hættii' til þess að vanmeta. I eftirmála varar Schrader þó samt við þvi „að gjörast þrælar peninganna". Að hans áliti eru peningar aðeins „meðal til þess að ná árangri". Takmarkið eigi að vera „áhyggjulaust lif‘. Sú hætta sem steðjar að ungu fólki í viðskiptum er ekki aðeins að verða undir í samkeppni við aðra heldur einnig að verða fangar sinnar eigin velgengni og fórna sjálfu sér í keppni um verðmæti sem að leiðarlokum hafa litla sem enga þýðingu. Hann segir að lokum: „Ef þér þá getið og hafið vilja á að hjálpa öðrum, þá mun það baka yður meiri gleði, heldur en nokkurntíma að hjálpa yður sjálfum - þ.e.æs. ef þér gerið það skynsamlega." Af þessum sökum, auk þess að vera rituð á guflsleginni íslensku, eiga Hefl- ræði Schraders það sannarlega skiflð að öðlast sess sem ein helsta peria íslenskra viðskiptabókmennta. Um endalok Schraders Haustið 1915 fékk Schrader far með síldarbátnum Helga magra til þess að komast aftur til megin- lands Evrópu, en aðrar siglingar lágu niðri vegna stríðsins. Skipstjóri bátsins segir í endurminningum sínum að þá hafi honum virst Schrader vera „mjög aldraður orðinn". Hann hafi einnig verið sjúkur „og svo farlama að hjálpa varð honum upp og niður stiga“. En ef fæðingarár Schraders er rétt fært í bandarískum skrám (1858) hefur hann þó aðeins verið 57 ára. Aflt bendir því til þess að hann hafi verið farinn að þjást af einhvers konar hrörnunarsjúkdómi. Eftir tveggja daga siglingu lét Schrader sækja farangur sinn og skjöl og henti í sjóinn. Síðan skipti hann öllum peningum sínum á milli áhafnarinnar. Hvað gerðist næstu nótt er óljóst. Af ummerkjum sást að Schrader hafði risið á fætur og hlaðið skammbyssu er hann átti. Síðan fór hann upp á dekk án þess að nokkur yrði hans var, en skip- verjar höfðu vaknað við byssu- hvell. Þegar þeir komu á vettvang var Schrader horfinn í öldur Atl- antshafsins. 33 „Kastaðu í ruslakistuna öllum úreltum hugmyndum, aðferðum, verkfærum og vélum, svo þú ekki hafnir í vanafestu og dragist aftur úr.“ „Vertu kurteis í viðskiptum en aldrei smeðjulegur. Kurt- eisi aflar þér vina, en sleikjuháttur fyrirlitningar." „flfgreiddu fljótt viðskiptavini þína; fljót afgreiðsla er öllu öðru nauðsynlegri í verslunarviðskiptum." „Hafðu þær vörur á boðstólum, sem mest eftirspurn er eftir, en ekki þær, sem þér finnast bestar, eða sem þú hefur ætíð verslað með og álitið fullgóðar." „Reyndu að framleiða eða versla með vörur, sem geta mælt með sér sjálfar, þá mun þér betur vegna en ella.“ „Mútaðu aldrei neinum manni og þiggðu sjálfur aldrei mútur af neinum. Ef þú mútar einhverjum, þá ert þú þræll þess, sem þú hefur mútað, og getur hann stungið þér í vasa sinn eftir eigin geðþótta.“ „Ef þú lætur mann múta þér, þá hefur hann einnig vald yfir þér.“ HEIMILDIR: Steindór Steindórsson: Akur- eyri, höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík 1993. Erlingur Davíðsson: Stefán Jónasson frá Knarrarbergi. Aldnir hafa orðið 2. Akureyri 1973. Grumbkov, Ina von: Ferðamyndir frá Islandi. Haraldur Sigurðsson íslenskaði. Reykja- vík 1982. Sigurður Sigfusson: George H. F. Schrader og Caroline Rest. Súlur VI. 1976 Þor- valdur Steingrímsson. Munnleg heimild. 2002. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.