Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 73

Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 73
Það er hægt að vinna þorskastríð með fleiru en skipum! Sigur í þorskastríðinu Styrmir H. Þorgeirsson hefur langa rejmslu af akstri en hann hefur ekið leigubíl frá 1965. „Ég eignaðist fyrsta bílinn minn árið 1953, Pontiac '47, það var nú ævin- týrabíll," segir Styrmir hressilega. „En á þessum árum voru allir bílar auðvitað ævintýrabílar og ekki síst hjá ungum mönnum.“ Leigubílaakstur alla daga dugar Styrmi ekki og hann ferðast mikið. Ekur um landið þvert og endilangt, oftast á fólksbíl og þá gjarnan leiðir sem eru ekki endilega taldar færar fólksbílum. „Ég var eitt sinn að koma að norðan og var rétt kominn yfir Sandá á Kjalvegi. Frúnni leist ekki á ána svo ég bar hana yfir á bakinu og var nýkominn yfir með hana þegar bar að tvo Breta. Þeir spurðu mig hvort hægt væri að komast yfir hálendið og norður og ég hélt nú það! Sagðist vera nýkom- inn að norðan og að það hefði gengið alveg þrusuvel. Þeir lögðu af stað yfir ána og festust auðvitað í henni eins og ég hafði átt von á, enda óvanir menn á ferð. Mér datt þó ekki í hug að aðstoða þá enda vorum við í miðju þorskastríði við Breta og hvað gerir maður ekki í þorskastríði? Vissi reyndar af því að það var á leiðinni rúta sem myndi bjarga þeim fljótlega en þeir vissu það ekki. Ég ók svo bara af stað og leit aldrei við en glotti í kampinn yfir þessari smáorustu sem við unnum þarna á Bretunum“. 33 Rauður og dyntóttur! Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar hf., eignaðist sinn fyrsta bíl árið 1982, þá 18 ára gamall. „Þetta var Ford Cortina árgerð '71, kominn svolítið til ára sinna," segir Hjörleifur. „Hann var reyndar ógangfær þegar ég eignaðist hann en faðir minn, sem rak járnsmíða- verkstæði og með því ýmiss konar viðgerðir, aðstoðaði mig við að koma bílnum í lag. Hann var þó alltaf svolítið dyntóttur því eins og gengur hafði ég aldrei almennilega efni á að láta gera við allt sem var að og maður lifði bara með því. Ég borgaði fyrir hann með því að setja ferming- argræjurnar mínar upp í og svo ein mánaðarlaun en ég hafði verið í sveit þetta sumar.“ Bíllinn góði, sem var rauður að lit, entist þó ekki lengi því að Hjörleifur segist hafa velt honum nokkrum mánuð- um seinna. „Pabbi hjálpaði mér aftur við að koma honum í lag og ég seldi hann eftir það.“ S9 Greitt út í hönd Fyrsti bíllinn er manni alltaf í fersku minni, held ég,“ segir Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Keflavík- ur. „Minn var Saab 99, árgerð 1963 og ljósblár að lit. Mig minnir að hann hafi kostað um 200 þúsund krónur en ég keypti hann nýjan hjá Sveini Björnssyni sem þá var til húsa í miðbænum í Reykjavík, við Lækjartorg. Ég var nýkominn með bíl- próf og var í Verzlunarskólanum en hafði komist í uppgripavinnu um sumarið. Ég bjó í Keílavík og af því að almenningssam- göngur voru nú ekki neitt til að hrópa húrra fyrir á milli Keflavíkur og Reykjavikur ákvað ég að það væri best að kaupa bíl sjáifur. Ég man að ég greiddi hann út í hönd og átti hann í fimm ár eftir það. Þegar ég svo keypti mér íbúð lét ég bílinn flakka en þó bíllinn hafi reynst mér afskaplega vel, hefur þó farið svo að ég hef ekki átt Saab síðan, mest vegna þess að þegar ég loks átti fyrir því að kaupa mér góðan bíl aftur var Saabinn orðinn svo dýr.“ B!j 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.