Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 28

Frjáls verslun - 01.05.2003, Page 28
FJÁRDRÁTTUR í FYRIRTÆKJUM Kristján Ra. og Árni Þór keyptu rekstur Planet City í Reykjavík ásamt Eyþóri Arnalds. ■b ps Pl gsl ... komu að veitingarekstri og ráku kaffihúsið Prikið við Laugaveg... HHH BJlIíjC J . Fyrirtækið Lífsstíll var til húsa að Mýrar- götu 2. Það óx hratt og var komið með yfir 100 starfsmenn á einu ári. ...og sáu um veitingareksturinn á Hótel Borg. Skjár einn er til húsa að Skipholti 19 í Reykjavík. Jafnaldrar og kynntust í FélagarnirArni Þór Vig/usson ogKristján Ra. Kristjánsson eru með allra þekktustu mönnum í íslensku viðskiþtalífi. Þeir hafa þótt hrífandi og hugmyndaríkir og að mestu stýrt fjárfestingum sínum í öðrum félögum ígegnum fyrirtœkið sittAlvöru lífsins hf. sem fékk 130 milljónirfrá Símanum. EfUr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir Geir Ólafsson eir eru jafnaldrar, báðir 27 ára, og hittust í Versló þar sem þeir bundust vináttuböndum. Þeir unnu saman að uppsetningu leiksýninga, bæði í Versló og eftir stúd- entspróf, og lögðu þar grundvöllinn að samstarfi sínu. I Versló hafði Arni Þór Vigfússon yfirumsjón með söng- leiknum Cats og Kristján Ra. Kristjánsson sá um markaðs- setninguna en það var hreint alls ekki síðasta uppsetningin sem þeir komu að. Arni Þór vann að uppsetningu á Stonefree og þeir Kristján síðan saman að Evítu. Þeir settu upp Trainspotting og síðan Hellisbúann með Bjarna Hauki Þórssyni leikara og slógu aðsóknarmet með yfir 80 þúsund gestum á síðarnefndu sýninguna. Kristján Ra. lauk stúd- entsprófi vorið 1997, lagði síðan stund á íjármálafræði og hagfræði við Hartford-háskóla í Connecticut í Bandaríkj- unum 1998-1999. Arni Þór lauk stúdentsprófi frá Versló 1996, stundaði nám í heimspeki við Háskóla Islands 1997- 1998. Asamt fleiri ijárfestum festu þeir kaup á 75% hlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum sumarið 1999. Ókeypis Sjónvarp Hugmyndin að nýju Ijölmiðla- og lífsgleði- íýrirtæki varð til kvöld eitt þegar Arni Þór sat íýrir framan sjónvarpið og var að horfa á Skjá einn. Honum fannst eitthvað vanta í islenskt sjónvarp og hringdi í vin sinn, Kristján Ra„ sem þá var enn við nám í Bandaríkjunum og bar undir hann hugmyndina um að kaupa Skjá einn. Kristjáni leist vel á það og þeir settu vinnu í gang, fengu Jón Arnalds hrl. til liðs við sig og sömuleiðis 3p-ijárhús með bræðurna Sigurð Gísla og Jón Pálmasyni og Pál Kr. Pálsson innan borðs. Arið 1999 keyptu þeir sem sagt ásamt fýrrnefndum ijárfestum 75% hlut í Islenska sjónvarpsfélaginu og tóku við rekstrinum. Arni Þór tók við starfi sjónvarpsstjóra og Kristján Ra. varð ijármála- stjóri. Hólmgeir Baldursson, stofiiandi stöðvarinnar, hélt eftir 25% hlut og varð dagskrárstjóri. Sama haust keypti Islenska sjónvarpsfélagið hf. kvikmyndaiýrirtækið Nýja bíó að fullu þar sem hagkvæmt þótti að eiga stúdíó og allan búnað til kvik- myndagerðar fýrir innlenda dagskrárgerð. Stefnan var jú sett á íslenska dagskrárgerð og markmiðið strax að bjóða upp á ókeypis sjónvarp iyrir almenning með sjónvarpsstöð sem ijár- mögnuð yrði með auglýsingum. Gríðarleg bjartsýni ríktí á Islandi eins og um allan heim árið 2000. Fyrirtækið Islenska netfélagið var stofnað í ársbyijun 2000. Stofnendur voru 3p-fjárhús, Arni Þór, Kristján Ra„ Jón Arnalds, kvikmyndafyrirtækið Nýja bíó og hugbúnaðarhúsið Juventus, eða í öllum aðalatriðum sömu aðilar og stóðu að Islenska sjónvarpsfélaginu. Tilgangurinn var að setja á fót stærstu netverslun landsins vorið 2000 en sú verslun komst aldrei á koppinn. 28

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.