Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 28

Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 28
FJÁRDRÁTTUR í FYRIRTÆKJUM Kristján Ra. og Árni Þór keyptu rekstur Planet City í Reykjavík ásamt Eyþóri Arnalds. ■b ps Pl gsl ... komu að veitingarekstri og ráku kaffihúsið Prikið við Laugaveg... HHH BJlIíjC J . Fyrirtækið Lífsstíll var til húsa að Mýrar- götu 2. Það óx hratt og var komið með yfir 100 starfsmenn á einu ári. ...og sáu um veitingareksturinn á Hótel Borg. Skjár einn er til húsa að Skipholti 19 í Reykjavík. Jafnaldrar og kynntust í FélagarnirArni Þór Vig/usson ogKristján Ra. Kristjánsson eru með allra þekktustu mönnum í íslensku viðskiþtalífi. Þeir hafa þótt hrífandi og hugmyndaríkir og að mestu stýrt fjárfestingum sínum í öðrum félögum ígegnum fyrirtœkið sittAlvöru lífsins hf. sem fékk 130 milljónirfrá Símanum. EfUr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir Geir Ólafsson eir eru jafnaldrar, báðir 27 ára, og hittust í Versló þar sem þeir bundust vináttuböndum. Þeir unnu saman að uppsetningu leiksýninga, bæði í Versló og eftir stúd- entspróf, og lögðu þar grundvöllinn að samstarfi sínu. I Versló hafði Arni Þór Vigfússon yfirumsjón með söng- leiknum Cats og Kristján Ra. Kristjánsson sá um markaðs- setninguna en það var hreint alls ekki síðasta uppsetningin sem þeir komu að. Arni Þór vann að uppsetningu á Stonefree og þeir Kristján síðan saman að Evítu. Þeir settu upp Trainspotting og síðan Hellisbúann með Bjarna Hauki Þórssyni leikara og slógu aðsóknarmet með yfir 80 þúsund gestum á síðarnefndu sýninguna. Kristján Ra. lauk stúd- entsprófi vorið 1997, lagði síðan stund á íjármálafræði og hagfræði við Hartford-háskóla í Connecticut í Bandaríkj- unum 1998-1999. Arni Þór lauk stúdentsprófi frá Versló 1996, stundaði nám í heimspeki við Háskóla Islands 1997- 1998. Asamt fleiri ijárfestum festu þeir kaup á 75% hlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum sumarið 1999. Ókeypis Sjónvarp Hugmyndin að nýju Ijölmiðla- og lífsgleði- íýrirtæki varð til kvöld eitt þegar Arni Þór sat íýrir framan sjónvarpið og var að horfa á Skjá einn. Honum fannst eitthvað vanta í islenskt sjónvarp og hringdi í vin sinn, Kristján Ra„ sem þá var enn við nám í Bandaríkjunum og bar undir hann hugmyndina um að kaupa Skjá einn. Kristjáni leist vel á það og þeir settu vinnu í gang, fengu Jón Arnalds hrl. til liðs við sig og sömuleiðis 3p-ijárhús með bræðurna Sigurð Gísla og Jón Pálmasyni og Pál Kr. Pálsson innan borðs. Arið 1999 keyptu þeir sem sagt ásamt fýrrnefndum ijárfestum 75% hlut í Islenska sjónvarpsfélaginu og tóku við rekstrinum. Arni Þór tók við starfi sjónvarpsstjóra og Kristján Ra. varð ijármála- stjóri. Hólmgeir Baldursson, stofiiandi stöðvarinnar, hélt eftir 25% hlut og varð dagskrárstjóri. Sama haust keypti Islenska sjónvarpsfélagið hf. kvikmyndaiýrirtækið Nýja bíó að fullu þar sem hagkvæmt þótti að eiga stúdíó og allan búnað til kvik- myndagerðar fýrir innlenda dagskrárgerð. Stefnan var jú sett á íslenska dagskrárgerð og markmiðið strax að bjóða upp á ókeypis sjónvarp iyrir almenning með sjónvarpsstöð sem ijár- mögnuð yrði með auglýsingum. Gríðarleg bjartsýni ríktí á Islandi eins og um allan heim árið 2000. Fyrirtækið Islenska netfélagið var stofnað í ársbyijun 2000. Stofnendur voru 3p-fjárhús, Arni Þór, Kristján Ra„ Jón Arnalds, kvikmyndafyrirtækið Nýja bíó og hugbúnaðarhúsið Juventus, eða í öllum aðalatriðum sömu aðilar og stóðu að Islenska sjónvarpsfélaginu. Tilgangurinn var að setja á fót stærstu netverslun landsins vorið 2000 en sú verslun komst aldrei á koppinn. 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.