Frjáls verslun - 01.05.2003, Síða 94
Upp á síðkastið hefur verið óvenjumikið um sjónvarpsauglýsingar á vegum bankanna og hafa teiknimyndir á vegum Sam-
bands sparisjóða vakið athygli.
Með sumarbrag
í auglýsingum
Auglýsingar bankanna bera mun léttari brag á
sumrin en veturna. Ferðalög, íþróttir og ýmislegt
tómstundastarf verður meira áberandi því að
almenningur vill njóta lífsins þó að hann þurfi
að borga reikningana sína.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Viðfangsefni sumarsins eru áberandi í sumarauglýsingum
bankanna enda hljóta auglýsingar að bera merki þess við
hvað fólk er að fást hveiju sinni. Markaðsmenn bankanna
eru sammála um að útvarp, blöð og jafnvel umhverfisgrafík
séu betri til auglýsinga á sumrin en sjónvarpið sem er sterkur
auglýsingamiðill á veturna. Þetta er þó ekki algilt og auðvitað
auglýsa iýrirtækin líka í sjónvarpi á sumrin. Stemmningin í
auglýsingunum er þó tvímælalaust léttari yfir sumarið. A
sumrin eru auglýsingarnar gjarnan tengdar íþróttum eins og
knattspyrnu og golfi, sömuleiðis ferðalögum, görðum og
sumarhúsum, svo að dæmi séu nefnd, þó að auðvitað reyni
bankarnir að leiðbeina viðskiptavinum sínum og hjálpa þeim
að nýta þjónustuna allt árið.
Rekst á dyr og finnur SVO smárann Sparisjóðirnir hafa almennt
séð ekki verið mikið með auglýsingar á sumrin. Sérhver spari-
sjóður hefur þó staðið á bak við íþróttamenn eða menningarvið-
þurði í sinni heimaþyggð, td. golfmót, íþróttamót eða sand-
kastalabyggingar. Upp á síðkastið hefur hinsvegar verið óvenju-
mikið um sjónvarpsauglýsingar á vegum bankanna og hafa
teiknimyndir á vegum Sambands sparisjóða vakið athygli. „I
þessum myndum er
viðskiptavinur að leita
lausna á sínum
málum. Hann rekst á
dyr og síðan á
smárann sem opnar
honum ákveðna leið.
Með þessum auglýs- Viðskiptavinurinn rekst á dyr og
finnur svo fjogurra laufa smarann.
ingum erum við að
láta vita af því að við höfum ánægðustu viðskiptavini ijármála-
fýrirtækja á íslandi, skv. niðurstöðum Islensku ánægjuvogar-
innar, og bjóðum aðra velkomna í hópinn. Herferðin er tilkomin
vegna þeirra breytinga sem eru að verða á íslenskum banka-
markaði. Sparisjóðirnir eru 24 sjálfstæð ijármálaiýrirtæki með
áherslu á einstaklinga og minni og meðalstór íýrirtæki. Við
erum að láta vita af því að við erum til staðar iýrir einstakling-
ana og bjóðum alla velkomna í hópinn,“ segir Gísli Jafetsson
markaðs- og fræðslustjóri.
Golfkortið veitir afslátt
að ræða tvær
ímyndarherferðir. I
auglýsingaherferð-
inni „Einu sinni er
allt iýrst“ eru auglýs-
ingarnar tengdar
ungu fólki, sem er að
eignast iýrsta heimil-
ið, fyrsta bílinn eða
fara í iýrsta launaða
starfið, og eru
Hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka er um
Golfkort
ffiBÚNAÐARBANKINN
Golfkortið hjá Kaupþingi-Búnaðar-
banka veitir 20% afslátt inn á alla
golfvelli landsins.
94