Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 57
Ragnheiður Melsteð,
eiginkona Magnúsar,
er yfir fjármálunum
Magnús Scheving hefur góðan hóp fólks í kringum sig
við að koma Latabæ á heimskortið. Eiginkona hans,
Ragnheiður Melsteð, hefúr yfirumsjón með samninga-
gerð og fjármálum, auk þess að vera stjórnarmaður og einn
stofnenda Latabæjar. En ellefu ár eru nú liðin frá því Magnús
Scheving byijaði að vinna að hugmyndinni um Latabæ og átta
ár síðan íslenskir krakkar fengu fyrst að kynnast íþróttaálfinum
og íbúunum í Latabæ.
„Ævintýrið um Latabæ hófst upphaflega með því að ýtt var
við Magnúsi úr ýmsum áttum,“ segir eiginkona Magnúsar,
Ragnheiður Melsteð. „Menn komu að máii við hann, skrifaðar
voru greinar í blöð og honum voru send bréf þar sem hann var
hvattur til að þróa hugmyndir sínar um heilbrigðari lifsstíl
barna og ungmenna. Karl Helgason, ritstjóri Æskunnar, hvatti
Magnús til að gefa út fyrstu bókina árið 1995 og því er Karl í
raun guðfaðir Latabæjar,“ segir Ragnheiður.
„Fyrirtækið Latibær var í fyrstu rekið í litlu húsi í litlum bæ,
nánar tdltekið á heimili okkar á Seltjarnarnesi. Þar voru
sögurnar samdar, þar hefur farið fram samlestur leikara, ótelj-
andi fundir, auglýsingar verið teknar upp, auk þess sem
bílskúrnum var breytt í geymslu fyrir spil, bækur og ýmislegt
annað. Strax í byijun mörkuðum við okkur stefnu og gerðum
langtímaáætlun. Síðan fengum við til liðs við okkur lögfræðing
og endurskoðanda, þá Tómas Þorvaldsson og Alexander
Eðvaldsson, enda ljóst alveg frá upphafi að vernda þyrfti hug-
verkið. Það stoðar ekki að fara að hugsa um það á miðri leið.
Framtíðaráformin voru mörkuð, útrásin út í heim hófst þegar í
upphafi, en tekið var eitt skref í einu. Við höfum ætíð haft það
að leiðarljósi að eyða ekki um efni fram, við höfum viljað eiga
fyrir því sem við erum að gera.“
Eiginkona Magnúsar, Ragnheiður Melsteð, hefur yfirumsjón
með samningagerð og fjármálum, auk þess að vera stjórnar-
maður og einn stofnenda Latabæjar.
„Fólk hefur oft brosað að því hversu sparlega við höfum
farið með peninga, en við höfum látið það sem vind um eyru
þjóta. Við höfum lagt kapp á að láta standast þær áætlanir sem
við höfum sett upp fyrir verkefni, við göngum sjálf í hvaða starf
sem er til að láta enda ná saman. Augljóslega höfum við þurft
Jjármagn til að fleyta okkur áfram og höfum þurft að hafa mis-
mikið fyrir því að nálgast það. Eftirminnilegur er sá meðbyr
sem við fengum hjá Islandsbanka þegar fyrirtækið var að slíta
barnsskónum og setja upp fyrsta leikverkið. Þar „keypti“
markaðsdeild Islandsbanka ákveðna hugmynd sem við vorum
með og þar með gátum við sett upp leikritið Afram Latabæ.
I loftið 2004 „Fyrstu þættirnir eiga að fara samkvæmt áætlun
í lofdð í Bandaríkjunum i byijun sumars 2004. Þangað til
verður unnið sleitulaust að gerð þeirra hér á landi. Við stefnum
að ákveðnu marki og finnum þá sérþekkingu sem til þarf bæði
á Islandi og erlendis. Sú leið sem verður farin í gerð sjónvarps-
þáttanna hefur ekki verið farin áður hérlendis, en við blöndum
saman leiknu efni, brúðum og þrívíddartækni.
„I gegnum tíðina höfurn við sjaldan getað leitað í reynslu-
banka annarra vegna þess að yfirleitt hefur verið um frum-
kvöðlastarf að ræða, við höfum verið að gera hluti sem aldrei
hafa verið gerðir áður, t.a.m. Latóhagkerfið og Orkuátakið.
Magnús hefur alltaf haft það að leiðarljósi að hægt sé að
finna einhveija leið og hann gefst aldrei upp. Það er mjög
annasamt í Latabæ um þessar mundir og finna þarf úrlausn
Ijölda mála. En vandamálin verða aldrei það stór að ekki sé
hægt að leysa þau.“ B3
hátta; borða hollan mat og hreyfa sig meira. Yfir 100 manns starfa að gerð þáttanna
á Islandi, þ.e. við tökur á þeim hér, en mikil áhersla var lög á að framleiða
þættina á Islandi.
Þegar Magnús skrifaði undir samninginn við Nickelodeon í byrjun
september var haft eftir honum í fjölmiðlum að Nickelodeon fengi
rétt á sölu á varningi í Bandaríkjunum, en eigendur Latabæjar
fengju réttindin annars staðar í heiminum. „Það gerir
þennan samning mjög spennandi. Sjónvarpið gefur í
raun ekki miklar tekjur, það er einkaleyfið sem gefur
tekjur og Nickeldeon er að fá 2,6 milljarða dala í sölu
á slíkum vörum, þ.e. sölu á leikföngum, bolum,
dúkkum og hverju sem nafni tjáir að nefna. Við fáum
hluta af tekjunum í Bandaríkjunum og ef allt gengur
vel verður það dágóð summa," sagði Magnús í við-
tali við Morgunblaðið.Œl
57