Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 55
faldlega ektó rétt. Hún stangast ektó aðeins á við heimildir sem liggja fyrir í framlögðum gögnum málsins, hún stangast á við hina stuttu en þó skýru samantekt málsatvika héraðsdóms í málinu, en þar segir orðrétt: „Frá árinu 1985 veitti PwC stefnanda ráð- gjöf um skipulagningu bókhalds og (skipulagningu) innra eftirlits auk pess að vera endurskoðendur félagsins. “ Stefán fjallar einnig um hin almennu fyrirmæli laga og reglna fagfélaga endurskoðenda um störf þeirra og verklag við framkvæmd endurskoðunarstarfans. Þegar Stefán hefur gert grein fyrir þeim grundvallarforsendum hefst hann handa við að tína til einstakar setningar úr Hæstaréttardóminum, slíta þær úr samhengi til að þær falli að röksemdafærslu hans um málið og í framhaldi kveður hann upp þann dóm að honum, sem kennara fræðanna í Háskóla Islands, sé hulin ráðgáta á hvaða reglum Hæstiréttur byggi dóm sinn. Þannig vill til í því máli sem hér er verið að fjalla um að endurskoðunarfirmað PricewaterhouseCoopers er alþjóðlegt firma á endurskoðunarsviði. Það setur sér sérstaka skriflega staðla um framkvæmd endurskoðunar, þeir eru gefnir út og notaðir við vinnu endurskoðendanna við framkvæmd hvers einasta verks og þar ber að merkja við á sérstökum eyðu- blöðum þegar viðkomandi verkferill hefur verið fram- kvæmdur. Þessi verkstaðall er í fúllu samræmi við ákvæði íslenskra laga og reglur fagfélaga endurskoðenda hér á landi en með ítarlegra orðalagi um hverja einstaka verkframkvæmd. Þar er t.d. spurt: Eru peningarnir í kassanum? Svar: Já eða nei. Mjög skýrt og einfalt. Þessum listum má líkja við „svarta kassann" í fluginu. Þeir eru samtímaheimild um ákveðið ferli. Þessir verkstaðlar um framkvæmd vinnu fyrir Nathan & Olsen voru lagðir fram í málinu og þá kom í ljós að PwC hafði einmitt ektó framkvæmt t.d. einn þeirra verkþátta sem staðallinn mælti fyrir um en framkvæmd hans hefði samstundis leitt til þess að umræddur íjárdráttur hefði uppgötvast. Þannig liggja skrifleg samtímagögn fyrir í málinu um það að endurskoðandinn fór ektó á fullnægjandi hátt eftir verkstöðlum eða reglum PwC við framkvæmd umrædds verks. Hann fór heldur ektó eftir reglum eigin fag- félags hér á landi eða íslenskum lögum um góða endurskoðunar- venju. Flóknara er málið ektó. Öllum þeim fagmönnum, sem að þessu máli hafa komið, er fullljóst hvaða reglur um framkvæmd endur- skoðunar voru brotnar af endur- skoðandanum. Jafnvel hinn sérfróði löggilti endurskoðandi sem var með- dómari í héraði og sýknaði kollega sinn þar, skrifar undir það í for- sendum héraðsdóms að endurskoð- andinn „brást þó að vissu leyti (!!!) starfsskyldum sínum þegar hann áritaði ársreikninga félagsins árin 1992, 1993, 1994 og 1995 athuga- semdalaust, þótt hluta afstemminga á liðum í efnahagsreikningi vantaði ítrekað við lokafrágang ársreiknings". Hæstiréttur afgreiddi þetta mál ektó í of miklum flýti eins og Stefán segir, málið var vel upplýst, umfjöll- unin var ítarleg og vönduð og dóms- niðurstaða Hæstaréttar er rökrétt Öll umfjöllun Hæstaréttar er byggð á þeim staðreyndum sem sann- aðar töldust í málinu. Tilvitnun í lög og lagatúlkun er rökrétt og í fullu samræmi við fjölda annarra dóma, jafnt hérlendis sem erlendis, í svipuðum málum. Tilneíhdir voru tveir sérfróðir skoðunar- og álitsgefendur í héraði, sérfróður löggiltur endur- skoðandi var einn meðdómenda í héraði, málsgögn voru full- nægjandi, málið var sótt og varið af lögmönnum aðila. Ef eitthvað má setja út á dóm Hæstaréttar er það niðurstaða dómsins um sakarmat. Eg hefði talið að endurskoðandinn ætti að bera mun stærri hluta sakar en dæmt var. Það er aftur á móti aðeins mitt mat og ég er ektó hlutlaus varðandi það. Yiðurkennt er af flestum að það sé mannlegt að skjátlast og gera mistök. Flestir reyna að læra af mistökum sínum og bæta fyrir þau ef þau hafa valdið öðrum tjóni. Þessi dómur er einmitt dæmi um slíkt tilvik. Abyrgð og mistök endurskoðandans í þessu máli byggjast á og fólust í því að hann leit svo á að annar maður, tjármálastjóri fyrirtætósins, hefði unnið ákveðinn hluta endurskoðunarverkefnis þess sem hann átti að vinna sjálfur. Endurskoðandinn gaf síðan árlega í fjögur ár efnislega ranga skriflega skýrslu til félagsins, í formi áritunar á ársreikninga þess og færslna í endurskoðunarbók um að hann hefði kannað umrætt atriði sjálfur og að það væri í góðu lagi. Ef endurskoðendur geta lært eitthvað eitt af þessum dómi, er það að þeir geta ektó leyft sér að treysta því að einhver annar hafi unnið verkefiii þeirra fyrir þá, þeir verða að vinna sitt endurskoðunarverkefni sjálfir, þeir eiga að vera krítistór - það er eðli starfsins. Ef þeir verða varir við eitthvað sem vekja ætti grun um hugsanleg misferli hjá félagi sem þeir endurskoða, ber þeim að koma þeirri vitneskju á framfæri á réttan hátt. Endurskoðendur geta ektó leyft sér að vanrækja virka endur- skoðun fyrir vináttu satór svo dæmi sé tetóð, skrifa undir athugasemda- lausa áritun á ársreikninga félaga án þess að hafa endurskoðað reiknings- stólin í reynd. Slíkt verklag uppfyllir ektó lágmarkskröfur laga um góða endurskoðunarvenju. Eg vona að Stefán láti af frekari skrifum um þennan dóm Hæsta- réttar. Niðurstaða þessa dóms um ábyrgð endurskoðenda er rétt. I öllu falli verður þessi greinarstúfur loka- svar mitt til Stefáns Svavarssonar um þetta mál. ffil Jónas A. Aðalsteinsson, hrl. í GREIN SINNISEGIR STEFÁN: „Rétt er að taka skýrtfram, að endurskoðandinn var ekki ráðinn ú\ annars en endurskoðunarstarfa...“ Þessi grundvallarforsenda í röksemdafærslu Stefáns er einfaldlega ekki rétt. PRICEWATERHOUSECOOPERS er alþjóðlegt firma á endur- skoðunarsviði. Það setur sér sér- staka skriflega staðla um fram- kvæmd endurskoðunar, þeir eru gefiiir út og notaðir við vinnu endurskoðendanna við framkvæmd hvers einasta verks og þar ber að merkja við á sérstökum eyðu- blöðum þegar viðkomandi verkferill hefúr verið framkvæmdur. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.