Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 70
Fremri röð frá vinstri: Cynthia Furlough og Dayle Carter. Aftari röð frá vinstri:
Gunnar Kvaran, Sigrún L. Sigurjónsson, Bergþór Máni Stefánsson og Denise
Mayne. Mynd: Samskip
i
i
á Montreal- og Torontosvæðninu.
„Ástæðan er kannski helst sú að við
sendum nær alla okkar gáma beint frá
Kanada til Rotterdam með skipafélögum
sem við erum í samstarfi við. Þegar þessir
gámar koma til Rotterdam er þeim
umskipað yfir í okkar áætlunarskip á leið
til Reykjavíkur. Með þessu fyrirkomulagi
tekst okkur að losna við annars dýra
innanlandsfrakt til hafnar á austurstönd
Kanada sem skilar sér í miklu hagvæmara
flutningsverði til neytandans á Island.
Heildarflutningskerfi Samskipa
Norður-Ameríkumarkaður hefur verið
í stöðugri sókn undanfarin ár í inn-
og útflutningi íslendinga. Samskip
hf. bjóða öfluga flutningatíðni frá höfnum
N-Ameríku og tryggja með því viðskipta-
vinum sínum öruggan aðgang að þessu
markaðssvæði.
Samskip bjóða einnig upp á vikulegar
viðkomur frá Veracruz og Tampico í Mexikó, Houston í Texas
og New Orleans í Missisippi og er flutningstími 34-37 dagar.
„Þetta er 8. árið sem Samskip starfrælq’a skrifstofu í Nor-
folk,“ segir Gunnar Kvaran, framkvæmdastjóri Samskipa Inc. í
Norfolk. „Hér eru nú sex starfsmenn og við sérhæfum okkur
ekki eingöngu í flutningum til og frá Islandi heldur bjóðum upp
á heildarflutningskerfi til flestra áfangastaða víðs vegar um
heim. Það er gríðarlega mikil aukning í Islandsviðskiptum
vegna lækkunar dollars á síðustu misserum og ljóst að landinn
hefur áttað sig á möguleikunum sem fylgja
því. Við erum í dag að bjóða upp á fastar
heilgáma- og lausafraktssendingar á 14
daga fresti frá Norfolk og beint til Islands.“
Hagkvæmara verö Fyrir utan þær föstu
ferðir á 14 daga fresti býður Samskip viku-
legar ferðir frá nánast öllum höfnum í
Bandaríkjunum til Evrópu og þaðan til
Islands.
„Þessi skip sigla til Rotterdam og/eða
Bremerhaven í Þýskalandi og þaðan fer
varan áfram til Islands með áætlunar-
skipum okkar," segir Gunnar. „Það tekur
heldur lengri tíma að fara þessa leiðina, en
skilar sér á móti í lægra verði til neyt-
andans og það skiptir gríðarlega miklu
máli í endanlegu útsöluverði.“
Gunnar segir Samskip hafa mjög góða
markaðsstöðu í Kanada og þá sérstaklega
Annar stór þáttur í starfsemi okkar í
Bandaríkunum er flutningsstarfsemi milli
N-Ameríku og Evrópu. Við sendum talvert
magn af vörum frá Bandaríkjunum beint til
meginlands Evrópu, Rússlands o.fl. staða.
Þessi þáttur í starfsemi okkar er sá sem við
teljum vera hvað mesta vaxtarmöguleika í
og við munum því leggja mikla áherslu á
að bæta markaðsstöðu okkar á þessari flutningsleið."
Austurlönd Á árinu sem er að líða opnaði Samskip sínar
fyrstu skrifstofur í Asíu. Með tilkomu þeirra hefur náðst
góður árangur í flutningum á frosnum sjávarafurðum frá
þessu markaðssvæði inn á Ameríkumarkað. „Það er orðinn
stór þáttur í okkar starfi hér að hafa umsjón með frystum
vörum til og frá Asíu. Einnig höfum við mikið horft til þess
markaðar sem er í dag í Kanada með flutninga á frosnum
sjávarafurðum inn á Asíumarkað.
Þessir flutningar hafa aukist mikið á
vegum okkar skrifstofu hér í Bandaríkj-
unum og er mjög bjart framundan í
þeim efnum.
Fyrr á þessu ári fékk Samskip Inc.
umboð fyrir flutningafyrirtækið Direct
Container Line (DCL) sem er eitt af
stærri fyrirtækjum á sviði flutninga-
þjónustu í Bandaríkjum. I samstarfi við
þá getum við nú með auðveldum hætti
boðið okkar viðskiptavinahópi hér í
Bandaríkjunum sem annars staðar
heildarflutningakerfi á lausafrakt sem
og heilgámafrakt frá Bandaríkunum til
flestra áfangastaða í heiminum. Sam-
hliða þessu samstarfi milli Samskipa
Inc. og DCL er Samskip Inc. í Norfolk
sölu- og bókunarskrifstofa DCL í
Virginíufylki." ffii
Flutningstími frá höfnum á
austurströndinni til Reykja-
víkur er 14-27 dagar en
frá vesturströndinni 34-37
dagar með Samskip.
MEÐAL ÞJÓNUSTUSTARFSEMI
SAMSKIPAINC. ER:
Geymsla og söfiiun á dreifingu
frystivöru, langan og skamman
tíma.
Flutningar á frystri eða kældri
vöru á sjó og landi.
Sérhæfö aðstoð við alla skjala-
gerð er tengist inn- og útflutningi.
Flugfrakt um allan heim - „door
to door“ þjónusta.
Heildarflutningakerfi innan
Bandarikjanna og Kanada.
Flutningsnet frá vesturströnd
Bandaríkjanna til Asíu.
Vel útbúið vöruhús með fjöl-
mörgum lestunardyrum.
Gámavöllur.
70