Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 27
Risarnir nota krafta sína
- segir Hildur Hörn Daðadóttir, viðskiptastjóri
áfengis hjá Karli K. Karlssyni.
Við flytjum inn og seljum gæðabjór á flöskum, dósum sem
og í krana en það umhverfi er auðvitað allt öðruvísi
heldur en hjá þeim fyrirtækjum sem framleiða sinn eigin
bjór - það fylgir ákveðinn kostnaður innflutningi. Það sem
við höfum tekið eftir í þessari baráttu á markaðnum er að
Vífilfell og Ölgerðin hafa notað krafta sina í áfengum og
óáfengum drykkjum og gert heilstæða samninga við veit-
ingastaði um drykkjarvörur með jafnvel hærri afslætti en
áfengar drykkjarvörur bera. Þetta er eitthvað sem þeir geta
nýtt sér í krafti stærðar sinnar og með því að hafa þetta
framboð. Þeirra samkeppnisstaða er allt öðruvisi en okkar,
sér í lagi þar sem einungis tveir aðilar hér á landi selja gos-
drykki. Við höfum einnig upplifað það að veitingastaður,
sem ákveður að kaupa eina vörutegund af okkur, glati jain-
vel afslættinum sem þeir hafa hjá viðkomandi fyrirtæki.
Þannig er harkan í þessari þaráttu." Bli
verslunum. Enn vantar þó inn í slíkar mælingar kvikmyndahús,
veitingastaði o.fl.
Samkvæmt nýjustu tölum fyrirtækisins í gosdrykkja-
markaði og sem bornar eru saman við sama tímabil í fyrra má
sjá verulegar breytingar á einstökum vöruflokkum í
gosdrykkjamarkaðnum. Þær tölur sem Frjáls verslun birtir í
þessari grein mæla svokallað „value-share“ en það er hlutfalls-
legt virði gosdrykkjanna sem seljast í verslunum. En mælingar
Markaðsgreiningar eru gerðar úr frá svonefiidu „volume-
share“ sem eru magnbundnar mælingar. Eins og sjá má á töfl-
unni yfir 10 söluhæstu merkin í gosdrykkjum, hefur markaðs-
hlutdeild Vífilfells á Coca-Cola dalað töluvert milli ára en að
sama skapi hefur fyrirtækið aukið hlutdeild sína í Diet-Coke,
Sprite, Fanta og Toppi. Ölgerðin hefur aukið hlutdeild sína a
Pepsi-Max milli ára auk þess sem Egils Appelsín bætir við sig
hlutdeild en Egils Kristall, Diet-Pepsi og Pepsi tapa hlutdeild.
Þegar litil er til þess hversu stóra markaðshlutdeild fyrir-
tækin tvö hafa í þessum 10 söluhæstu gosdrykkjamerkjum,
sést að þau bæta bæði við sig markaðshlutdeild en Ölgerðin
örlítið meira en Vífilfell. Þetta eru þó ekki nákvæmar mæl-
ingar þar sem þau hafa fleiri vörumerki sem ekki mælast þar
fyrir neðan.
Uppgjör og sameíning Hvorki Vífilfell né Ölgerðin eru tilbúin
að láta af hendi mikið af opinberum uppgjörum. Samanlögð
velta Ölgerðarinnar og Lindar á síðasta ári var rúmir 5 milljarðar
króna, en þess ber að geta að fyrirtækin voru ekki sameinuð
fyrr en í byijun þessa árs. Velta Vífilfells er aðeins meiri, eða um
5,3 milljarðar. Hins vegar starfa mun fleiri hjá Vífilfelli en
Ölgerðinni.
Leiða má að þvi líkur að töluverðar hræringar geti orðið á
drykkjarvörumarkaði á næstu misserum. Yfirvofandi eru sam-
einingar vínfyrirtækja erlendis sem gæti hæglega leitt til ein-
hverrar uppstokkunar hér heima. Samkeppnin verður þó enn til
staðar jafiit á gosdrykkja-, bjór- og vínmarkaði.
Vífilfell hefur ákveðið að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því
að bæta léttvínum í flóru sína sem skapar fyrirtækinu aukna
veltu og veitir Ölgerðinni samkeppni. Ölgerðin hefur ákveðið
að hreinsa til í vöruflokkum sínum og mun eflaust ná að sýna
fram á hvernig samlegðaráhrifin af sameiningunni við Iind eiga
að komafram.S!]
ATLANTSSKIP
Næst þegar þú sérð hvar vara e
hugsaðu þá um hvernig hún komst alla
27