Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 78
Gróska í starfsemi Eimskips
Siglingar milli Bandaríkjanna, Kanada og íslands á vegum
Eimskips eru samtengdar sögu félagsins frá upphafi og
fastar siglingar staðið yfir óslitið frá árinu 1939.
Að sögn Garðars Jóhannssonar framkvæmdastjóra utan-
landssviðs Eimskips starfrækir Eimskip starfsstöðvar í Nor-
folk í Virginíu, Halifax á Nova Scotcia og St. John's á
Nýfundnalandi auk þess sem Eimskip er hluthafi í og
rekstraraðili umsvifamikillar löndunar- og frystigeymsluþjón-
ustu í Harbour Grace á Nýfundnalandi. Skip Eimskips sigla
hálfsmánaðarlega milli Islands og austurstrandar Bandaríkj-
anna og Kanada. Siglingahringurinn tekur að jafnaði 28 daga
og hafa skipin fasta viðkomu í sex höfnum
vestanhafs í hverri ferð.
„Umsvif þjónustu- og flutningastarfsemi
Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada hafa
verið í miklum vexti á þessu ári, svo miklum
að þar á bæ muna menn vart meiri flutninga
á vegum félagsins á þessu markaðssvæði"
segir Garðar. ,Almennir stykkjavöruflutn-
inga frá Bandaríkjunum til Islands hafa
aukist verulega á árinu miðað við fyrri ár.
Astæðan er aukin viðskipti milli landanna og á þróun gjald-
miðla þar vafalítið sinn þátt. Þá hafa flutningar félagsins til
og frá Kanada og Nýfundnalandi slegið öll fyrri met. Miklar
landanir fiskiskipa af Flæmska hattinum, flutningar sjávar-
afurða til Nýfundnalands, sérstaklegar frá Islandi og Noregi
hafa verið í örum vexti, uppbygging samfara auknum olíu-
Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri utanlandssviðs
Eimskips.
iðnaði á Nýfundnalandi er umtalsverð ásamt virkri þátttöku
Eimskips í uppþyggingu flutningaleiðar milli Kanada og
Grænlands.“
Reglulegir gámaflutningar Garðar segir skip félagsins
hafa verið afburða vel nýtt allt þetta ár og oftar en ekki full-
bókuð, bæði í inn- og útflutningi. „Vegna mikilla landana
fiskiskipa á Nýfundnalandi á þessu ári hefur Eimskip, til við-
bótar við áætlanaskipin verið með frystiskip í rekstri milli
Islands og Nýfundnalands góðan part ársins auk þess sem
nokkrum flutningum frá Bandaríkjunum til Islands hefur
verið stýrt um Evrópu," segir Garðar
og bætir því við að því fari fjarri að
flutningastarfsemin miðist eingöngu
við flutninga til og frá Islandi. Þessu til
stuðnings nefnir Garðar að alltaf séu
reglulegir gámaflutningar með
skipum félagsins milli Bandaríkjanna
og Evrópu þar sem gámunum er um-
skipað á Islandi. Starfsstöðvar félags-
ins vestanhafs stundi öfluga flutnings-
miðlun þar sem gámar eru fluttir, sérstaklega til Evrópu og
Austurlanda ijær, algjörlega utan áætlanakerfa Eimskips.
Umtalsvert magn hafi verið flutt frá Evrópu til Nýfundna-
lands tengt olíuiðnaðinum, bæði með skipum félagsins og
sérstökum leiguskipum beint frá Bretlandi. Þá sé þátttaka
Eimskips í uppbyggingu flutningaleiðar milli Kanada og
Grænlands áhugavert og skemmtilegt verkefni sem unnið
sé í samvinnu við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line
og hafi Skógafoss skip Eimskips haft átta viðkomur í Nuuk
á Grænlandi á þessu ári á leið skipsins frá Kanada til Islands.
Aðspurður um framtíðaráform Eimskips vestanhafs segir
Garðar uppbygginguna undanfarin ár að mestu hafa miðast
við innri vöxt, þ.e. að þyggja upp og efla starfsstöðvar félags-
ins út frá þeim grunni sem þær starfi á, auka samlegðaráhrif
milli starfsstöðvanna og virkja þá þekkingu sem býr í starfs-
fólki félagsins.
„Nýlegar ijárfestingar og þróunarverkefni eins og í
löndunar- og frystigeymsluþjónustu á Nýfundnalandi og
flutningar milli Kanada og Grænlands eru verkefni sem falli
vel að og styðja við sérhæfingu Eimskips sem leiðandi flutn-
ingsaðila á sjávarafurðum á N-Atlantshafi. Islensk fýrirtæki
eru í auknu mæli að hasla sér völl í Kanada. Nýverið var
stofnað til íslensk-kanadísks verslunarráð og Eimskip ætlar
sér að vera virkur þátttakandi í þeirri þróun sem þar á sér
stað. Framundan eru áhugaverðir tímar fyrir Eimskip bæði í
Bandaríkjunum og Kanada félagið mun örugglega halda
áfram að vaxa í þessari heimsálfu." 33
EIMSKIP HEFUR VERIÐ í
hópi leiðandi aðili í þróun
samgangna og útrásar
íslenskra fyrirtækja í
Bandaríkjunum og Kanada
allt frá því félagið hóf fyrst
siglingar til Ameríku 1915.
78