Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 36
Magnús Gunnarsson, starfandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins, á hinum sögulega hluthafafundi Eimskipafélagsins þar sem skipt var um stjórn. Með honum á myndinni eru Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans. Vinnubjarkur með samskiptahæfni Við leituðum til tveggja manna í viðskiptalífinu sem þekkja Magnús afar vel og teljast á meðal náinna vina hans. Þetta eru þeir Þórarinn V. Þórarinsson lögfræð- ingur og Friðrik Pálsson, ráðgjafi og fyrrverandi stjórnarfor- maður SÍF. Niðurstaða þeirra er sú að Magnús sé vinnu- þjarkur með mikla hæfileika í mannlegum samskiptum. Þórarinn V. Þórarinsson Þórarinn hefur þetta að segja um Magnús: „Magnús er afskaplega hlýr maður og nær fljótt góðu persónulegu sambandi við fólk. Honum er lagið að umgangast erfið mál þannig að ekki sitji eftir sár í samskiptum hans og þeirra sem hann á viðskipti við. Hann á auðvelt með að halda mörgum boltum á lofti í einu án þess að tapa yfirsýn og í samningum er honum lagið að skynja hvað það er sem viðsemjandinn þarf til að fara sáttur frá borði - stundum betur en hann sjálfur. Ef eitt orð ætti að lýsa mikilvægustu hæfileikum hans - þá er það sam- skiptahæfni, þar er hann sannur meistari. Sumir myndu sjálfsagt segja eirðarleysi vera veikleika hans, en kannski er það einmitt líka styrkur,“ segir Þórarinn. Fríðrik Pálsson Friðrik Pálsson lýsir Magnúsi svona: „Magnús er ein- stakur fyrir þær sakir hve heill hann er í þeim málum sem hann tekur sér íyrir hendur. Hann er mikill vinur vina sinna, vinnuþjarkur hinn mesti og bráðskemmtilegur. Það er alltaf gaman að tala við hann. Ef ég ætti að tilgreina helstu styrkleika hans, þá vil ég geta þess hve gott Magnús á með að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Hann á mjög auðvelt með að leggja linur og er mikill kennari í sér, þó að hann sé ekki yfirlýsingaglaður maður. Magnús hugsar djúpt áður en hann talar, er orðvar og traustur. Þannig skapar hann sér gott orð út á við og hefur margsannað það að hann er maður orða sinna. Það er ekki auðvelt að tilgreina veikleika hjá Magnúsi. Þó mætti nefna það að ég hef tekið eftir því að hann hefur ekkert gaman af aukaatriðum. Það lætur honum ekki vel að glíma við aukaatriði, enda háir það honum ekki mikið. Magnús á það stundum til að fara hratt yfir og er nokkuð óþolinmóður. Hann er jafnan hrókur alls fagnaðar í því umhverfi sem honum líkar vel í. Ef hann er hins vegar staddur í umhverfi sem honum líkar ekki, lætur hann frekar litið á sér bera. Eg verð einnig að geta þess sem góðvinur hans, að Magnús er mjög upp- rennandi hestamaður," segir Friðrik. [U /;Hann á auðvelt með að halda mörgum boltum á lofti í einu án þess að tapa yfirsýn og í samningum er honum lagið að skynja hvað það er sem við- semjandinn þarf til að fara sáttur frá borði - stundum betur en hann sjálfur." 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.