Frjáls verslun - 01.09.2003, Blaðsíða 87
Piedmont á íslandi Fijótt á litið er nokkuð gott úrval vins
frá Piedmont í verslunum ÁTVR. Þegar hins vegar er betur að
gáð, er lítið um áhugaverð vín frá Piedmont, sum eru hreint
og beint annars flokks borðvín. Vissulega er hægt að fá ljóm-
andi vín, en þau kosta skildinginn. Gaja Barbaresco á kr.
13.790,- Þó að þetta sé í sjálfu sér ljómandi vín er það þó ekki
13.000 króna virði. Gaja Barolo Sperss kostar aðeins kr.
16.900,- Þetta er svo sannarlega frábært vín sem hægt er að
mæla með fyrir þá sem hafa efni á því. Þó að það sé rauðvín
sem er hvað áhugaverðast frá Piedmont, þá koma þaðan
einnig nokkrar áhugaverðar hvítvínstegundir, einkum sætt
eftirréttavín. La Zerba Gavi Terrarossa á kr 1.500.- er einkar
þægilegt hvítvín. Þetta er þurrt og ávaxtaríkt vín, létt og frísk-
andi, - úrvals fordrykkur og ágætt eitt sér, til dæmis í staðinn
fyrir þjór. Giordani Barbera d’Asti Maestri Italiani á kr. 1.210,-
er hins vegar athyglisvert rauðvín á góðu verði. Þetta er létt
rauðvín með berja-, já jafnvel bláberjabragði og ögn af kryddi.
Monchiero Barolo Riserva Montanello kr. 2.590.- er sæmilegt
Barolo á þægilegu verði. Michele Chiralo Barolo á kr. 4.060,-
er hins vegar áætis Barolo, frábært matarvín t.d. með lamba-
kjöti. Þetta er bragðmikið vín, dökkt á lit með ávaxta- og berja-
bragði, einnig gætir flókins kryddbragðs og vanillu, neguls
og pipars. Þetta vín er nokkuð stamt í munni en mun opnast
betur á næstu árum. Þetta er ekta gott Barolo. Rétt er að geta
þess að nú fyrir jólin mun koma töluvert magn af nýjum vín-
tegundum á reynslulista ÁTVR, meðal annars vin frá meistar-
anum mikla Gaja.
Bava I þann mund sem ég er að setja þennan pistil á þlað,
eru að koma í reynslusölu hjá ÁTVR áhugavert vín frá
skemmtilegum vínlramleiðanda í Piedmont, - fjölskyldufyrir-
tækinu Bava. Höfuð fjölskyldunnar er pabbinn Piero, en segja
má að synirnir Roberto, Giulio og Paolo reki fyrirtækið í dag.
Fjölskyldan hefur stundað vínrækt í sex kynslóðir. I fyrstu
ræktuðu þau vínþrúgur og seldu til annarra framleiðenda. Árið
1911, þegar járbrautin kom til Piedmont, fór flölskyldan að
framleiða vín og selja til Rómar, Torino og Milano. Bava er
tiltölulega lítið fyrirtæki, - framleiðslan er aðeins um 600.000
flöskur á ári. Einkenni Bava vínsins er að búið er að laga það að
nútímanum ef svo má segja. Það er þó einkennandi fyrir Pied-
mont, gamlar hefðir eru í heiðri hafðar. Vín frá Bava er hins
vegar léttara og mýkra en gengur og gerist með vín héraðsins.
Bava hefur sérhæft sig og þróað Barbera vín á skemmtilegan
hátt. Vínin frá Bava fjölskyldunni eru því einkar góð matarvín.
vínið fra Bava Framkvæmdastjóri Bava, Roberto, var
staddur hér á landi í lok nóvember. Átti ég þess kost að bragða
á nokkrum víntegundum fjölskyldunnar. Iibera er ungt vín en
purpurarautt á lit. I nefi er ilmur af karamellu og balsamediki.
Bragðið er þægilegt, mild vanilla, pipar og marmelaði.Ljúft
matarvín á góðu verði. Arbést er vín sem hefur vakið verulega
athygli, enda gæðavín með skemmtilegum sérkennum.
Þrúgurnar eru handtíndar og vínið látið þroskast í frönskum
eikartunnum, fyrst í svokölluðum Barriques, sem eru litlar
tunnur og svo i stórum eikarámum. Þetta er ilmríkt vín með
Vínin frá Bava-fjölskyldunni eru gott dæmi um þá byltingu
sem orðið hefur ívíngerð ítala. Bava-vínin eru byggð á hefð-
um héraðsins en hafa verið aðlöguð smekk nútímans.
angan af ávöxtum, jarðarbeijum og kryddi. Bragðið er ávaxta-
ríkt og létt kryddað, gott kjötvín. Stolt Bava ijölskyldunnar er
Stradevario, - í einu orði sagt frábært vín með alla góða eigin-
leika vínanna frá Piedmont. I nefi má greina ávexti og vanillu.
Bragðið er mjúkt og þægilegt, austrænt krydd og ávextir, eink-
anlega má greina bragð af þurrkuðum ávöxtum og í eftir-
bragðinu er beijasulta og jafnvel kaffi. Þetta er rétta vínið með
villibráðinni. Þeir lesendur sem eiga ijúpur frá því í fyrra ættu
að hafa þetta frábæra vín með jólarjúpunni.
Piedmont, matur 09 vín Eins og áður hefur komið fram er
matur og vín Piedmont-héraðs frábær. Héraðið er því tilval-
inn áfangastaður fyrir sælkera og unnendur góðs víns.
Landslag héraðsins er heillandi, grónir dalir og fjöll og lítil
vinaleg þorp. 35
Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum:
Hvítvín
La Zerba Gavi Terrarossa kr. 1.510,-
Rauðvín
Giordani Barbera d'Asti Maestri Italinai kr. 1.260,-
Monchiero Barolo Riserva Montanello kr. 2.590.-
Michele Chiarlo Barolo kr. 4.060.-
Libera Barbera d'Asti kr. 1.690.-
Arbest Barbera d'Asti kr. 1.990,-
Stradivario, Barbera d'Asti Superiore kr. 3.690.-
87